Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 56

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201456 lífsgæði 8–17 ára getUmiKilla Barna með einhVerfU Þær rannsóknir sem fundust um efnið benda hins vegar til þess að oft skorti á þekk- ingu og færni starfsfólks til að sinna kennslu og stuðningi við nemendur á einhverfu- rófi (Barnard, Prior og Potter, 2000; Björn Gauti Björnsson, 2012; Humphrey og Lewis, 2008; Jarþrúður Þórhallsdóttir, 2013). Rannsóknir sýna að samband kennara og nemanda með einhverfu skiptir miklu máli fyrir þátttöku hans og ánægju í skólanum (Humphrey og Lewis, 2008; Jarþrúður Þórhallsdóttir, 2013). Bent hefur verið á að hefðbundin nálgun í kennslu komi ekki nægilega til móts við þarfir nemendanna. Leggja þurfi meiri áherslu á félagslega aðild, samskiptafærni og myndun vinatengsla, sem eru afar mikilvægir námsþættir fyrir börn á einhverfurófi (Humphrey og Lewis, 2008). Kröfurnar sem gerðar eru í kennslustundum geta reynst nemendum á einhverfurófi um megn, sem og samskipti við bekkjarfélaga. Erfiðast reynist nemendunum þó yfirleitt að glíma við aðstæður þar sem formfesta og gæsla er ekki jafnmikil og í bekkjarstofunni, svo sem í frímínút- um, frjálsum tímum og íþróttatímum (Sigrún Hjartardóttir og Sigurrós Jóhannsdóttir, 2014). Brýnt er að gerðar séu raunhæfar kröfur til nemenda á einhverfurófi, veittur viðeigandi stuðningur og boðið upp á sveigjanleika í skólastarfinu. Oftar en ekki er nauðsynlegt að auka eða takmarka umhverfisáreiti eftir þörfum, svo sem með að- gangi að rólegu athvarfi. Þannig má stuðla að auknum lífsgæðum barna og unglinga með einhverfu, bæði hér og nú og einnig þegar litið er til framtíðar. Réttmæti notkunar KIDSCREEN með börnum með einhverfu Mikilvægt er að kanna gildi og eiginleika lífsgæðamatslista með mismunandi hópum barna og einnig í ólíkum samfélögum. Tavernor o.fl. (2013) draga í efa að KIDSCREEN endurspegli lífsgæði barna með einhverfu nægilega og telja að þörf sé á sértækum matslista fyrir hópinn. Þar með er gert ráð fyrir að einhverfurófsröskun hafi bein áhrif á lífsgæði barnanna og minni áhersla er lögð á þátt umhverfisins í að efla eða draga úr þátttöku þeirra í daglegu lífi. Slík nálgun stangast á við reynslu og upplifun þeirra sem lýst hafa jákvæðum áhrifum einhverfurófsgreiningar á sjálfsskilning og daglegt líf (Jackson, 2002/2011; Jarþrúður Þórhallsdóttir, 2013; Molloy og Vasil, 2004). Enn mikilvægara er þó að notkun sértækra einkennamiðaðra matslista kemur í veg fyrir samanburð við aðra hópa barna (Ravens-Sieberer o.fl., 2005), líkt og gert er í þessari rannsókn. Til að kanna nánar gildi og eiginleika KIDSCREEN með börnum á ein- hverfurófi og kanna röksemdafærslu að baki svörum er heppilegt að nota eigindleg viðtöl. Slík rannsókn er þegar í gangi og greint verður frá henni á öðrum vettvangi. Styrkleikar og takmarkanir Svarhlutfall meðal þátttakenda í rannsóknarhópi var fremur lágt eða 35% meðal barna og 42,6% hjá foreldrum. Bakgrunnsupplýsingar um hópinn sem neitaði þátttöku voru óaðgengilegar og því ekki hægt að segja til um hugsanlega skekkju í úrtakinu. Við úr- vinnslu niðurstaðna úr KIDSCREEN-27-matslistanum voru svör þátttakenda í rann- sóknar- og samanburðarhópi ekki pöruð saman þrátt fyrir möguleika á því. Við pörun milli hópanna tveggja hefði fjöldi þátttakenda dregist saman og kusu rannsakendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.