Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 70

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 70
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201470 erfið hegðUn nemenda miðaða stuðningsáætlun var 38% samanborið við 25% almennra kennara. Loks fékk rúmur fjórðungur sérkennara oft stuðning frá sérfræðingum í hegðunarstjórnun eða atferlisgreiningu en einungis sjötti hver almennur kennari. Þessar niðurstöður benda til þess að sérkennarar fái meiri stuðning en aðrir kennarar en þó kom ekki fram mun- ur þegar spurt var um sérfræðinga utan skólans; einn af hverjum tíu kennurum sagð- ist oft fá stuðning frá þeim (Westling, 2010). Mikilvægi stuðnings við kennara þegar tekist er á við erfiða hegðun kom fram í rannsókn Ingvars Sigurgeirssonar og Ingibjargar Kaldalóns (2006). Starfsfólk skóla taldi skort á utanaðkomandi stuðningi sérfræðinga vera einn meginvandann við kennslu nemenda með hegðunarvanda, á eftir of litlu fjármagni og geðrænum vanda- málum nemenda. Ákall um aukna faglega ráðgjöf mátti greina þegar starfsfólk skóla var spurt hvað væri nauðsynlegast að gera til að hægt væri að koma betur til móts við börn með hegðunarvanda (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006). Í rannsókn á starfsháttum grunnskóla fannst rúmlega átta af hverjum tíu fagmenntuð- um starfsmönnum samstarf kennara og stuðningur stjórnenda skipta mjög miklu máli fyrir góða hegðun nemenda (Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Rúnar Sigþórsson o.fl., 2014). Rúmlega níu af hverjum tíu starfsmönnum þóttu sérfræðingar innan skólans gegna mikilvægu hlutverki við að stuðla að góðri hegðun nemenda en rúmlega þrír fjórðu töldu sérfræðinga utan skólans mikilvæga í því sambandi (Anna-Lind Péturs- dóttir, 2013). Mikilvægi stuðnings samstarfsfólks birtist ekki síst í því að hann getur dregið úr hættu á kulnun (Greenglass, Burke og Konarski, 1998). Kennarar sem fá lítinn stuðn- ing frá samstarfsmönnum eru líklegri til að upplifa einkenni kulnunar en þeir sem fá stuðning (Burke og Greenglass, 1995). Einnig sýndi rannsókn meðal bandarískra kennara að agamál og skortur á stuðningi skólastjórnenda var ein af meginástæðum fyrir skertri starfsánægju og uppsögn (Ingersoll, 2001). Fram kom í íslenskri rann- sókn að því meiri hvatningu og stuðning sem kennurum fannst þeir fá frá skólastjórn- endum, foreldrum og samkennurum, þeim mun ólíklegri voru þeir til að sýna merki um kulnun (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007). Langtíma- rannsókn meðal grunnskólakennara í Kanada sýndi að álagsþættir í vinnuumhverf- inu, svo sem skortur á stuðningi, komu fyrst fram í tilfinningaþroti hjá kennurum (Greenglass o.fl., 1998). Jafnframt kom í ljós að fyrirbyggjandi áhrif stuðnings í starfi voru mismunandi eftir kyni. Meðal kvenkennara dró stuðningur samkennara úr lík- um á tilfinningaþroti en hjá karlkennurum jók stuðningur stjórnenda og samkennara upplifun kennaranna á árangri í starfi (Greenglass o.fl., 1998). Svipuð áhrif komu fram í rannsókn meðal kennara í Bandaríkjunum þar sem stuðningur stjórnenda hafði mest áhrif á starfsánægju kennara, og réð síðan mestu um það hvort kennarar hygðust halda áfram í starfi (Tickle, Chang og Kim, 2011). Í rannsókn á líðan kennara hérlendis kom einmitt fram að hrós og stuðningur frá skólastjórnendum og samstarfsfólki var meðal þess sem kennurum fannst mest hvetjandi í starfi (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007). Stuðningur frá vinnufélögum skiptir sérstaklega miklu máli þegar vinnuálagið er mikið. Þetta sýndi rannsókn meðal kennara með innan við þriggja ára starfsreynslu í Kanada. Þar reyndist vera skýrt samband milli minni félagslegs stuðnings í vinnunni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.