Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 71

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 71
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 71 snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir og meiri löngunar til að hætta í starfi. Þeir kennarar sem fengu góðan stuðning frá starfsfélögum vildu síður skipta um starfsvettvang og þessi tengsl urðu sterkari eftir því sem vinnuálag jókst (Pomaki, DeLongis, Frey, Short og Woehrle, 2010). Þannig ætti að vera hægt að draga úr líkum á kulnun kennara og brotthvarfi þeirra úr skólum með öflugum stuðningi vinnufélaga, ekki síst ef hann nýtist til að takast á við hegðunar- erfiðleika nemenda. Markmið rannsóknarinnar Fram hefur komið að talsvert sé um hegðunarerfiðleika meðal íslenskra nemenda (Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006; Rúnar Sigþórsson o.fl., 2014) sem ætla má að hafi neikvæð áhrif á nám þeirra og sam- nemenda (Bradley o.fl., 2008; Westling, 2010). Erfið hegðun nemenda eykur einnig álag á kennara í starfi (Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara, 2012; Westling, 2010) og ýtir undir kulnun þeirra (Hastings og Bham, 2003; Kokkinos, 2007; McCormick og Barnett, 2011; Vercambre o.fl., 2009). Hins vegar skortir rann- sóknir á tengslum erfiðrar hegðunar við líðan kennara hérlendis, og þá sérstaklega við kulnun í starfi. Hér verður leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum um hegðunarerfiðleika nemenda, áhrif þeirra á líðan kennara og hvaða stuðning þeir fá í starfi: • Hversu oft þurfa kennarar að takast á við erfiða hegðun nemenda í starfi? • Hver eru áhrif erfiðrar hegðunar nemenda á kennara og nemendur? • Finna kennarar fyrir einkennum tilfinningaþrots og tengjast þau erfiðri hegðun nemenda? • Hvaðan fá kennarar stuðning til að takast á við erfiða hegðun? AÐfErÐ Þátttakendur Í úrtakinu voru 182 kennarar, 84–95 þeirra (46–52%) svöruðu þeim spurningum sem eru til umfjöllunar í þessari grein. Svarhlutfallið var 51% að meðaltali. Kennararnir störfuðu í níu stórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu með nemendafjölda á bil- inu 366–720. Skólarnir voru valdir út frá hentugleika, sjá nánar undirkaflann Fram- kvæmd. Af úrtakinu voru 36% úr þremur skólum þar sem Uppbyggingarstefnan hafði verið innleidd, 36% úr þremur skólum með Heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun og 28% úr þremur skólum þar sem unnið var með SMT-skólafærni. Af þeim sem luku spurningalistanum störfuðu 81% sem umsjónarkennarar í 1.–6. bekk, 17% sem sér- kennarar og 2% við annars konar kennslu. Mælitæki Þátttakendur svöruðu spurningum af lista Westling (2010) um kennara og erfiða hegð- un nemenda (e. Questionnaire about teachers and challenging behavior). Westling samdi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.