Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 71
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 71
snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir
og meiri löngunar til að hætta í starfi. Þeir kennarar sem fengu góðan stuðning frá
starfsfélögum vildu síður skipta um starfsvettvang og þessi tengsl urðu sterkari eftir
því sem vinnuálag jókst (Pomaki, DeLongis, Frey, Short og Woehrle, 2010). Þannig ætti
að vera hægt að draga úr líkum á kulnun kennara og brotthvarfi þeirra úr skólum með
öflugum stuðningi vinnufélaga, ekki síst ef hann nýtist til að takast á við hegðunar-
erfiðleika nemenda.
Markmið rannsóknarinnar
Fram hefur komið að talsvert sé um hegðunarerfiðleika meðal íslenskra nemenda
(Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006;
Rúnar Sigþórsson o.fl., 2014) sem ætla má að hafi neikvæð áhrif á nám þeirra og sam-
nemenda (Bradley o.fl., 2008; Westling, 2010). Erfið hegðun nemenda eykur einnig
álag á kennara í starfi (Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara,
2012; Westling, 2010) og ýtir undir kulnun þeirra (Hastings og Bham, 2003; Kokkinos,
2007; McCormick og Barnett, 2011; Vercambre o.fl., 2009). Hins vegar skortir rann-
sóknir á tengslum erfiðrar hegðunar við líðan kennara hérlendis, og þá sérstaklega
við kulnun í starfi. Hér verður leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum
um hegðunarerfiðleika nemenda, áhrif þeirra á líðan kennara og hvaða stuðning þeir
fá í starfi:
• Hversu oft þurfa kennarar að takast á við erfiða hegðun nemenda í starfi?
• Hver eru áhrif erfiðrar hegðunar nemenda á kennara og nemendur?
• Finna kennarar fyrir einkennum tilfinningaþrots og tengjast þau erfiðri hegðun
nemenda?
• Hvaðan fá kennarar stuðning til að takast á við erfiða hegðun?
AÐfErÐ
Þátttakendur
Í úrtakinu voru 182 kennarar, 84–95 þeirra (46–52%) svöruðu þeim spurningum sem
eru til umfjöllunar í þessari grein. Svarhlutfallið var 51% að meðaltali. Kennararnir
störfuðu í níu stórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu með nemendafjölda á bil-
inu 366–720. Skólarnir voru valdir út frá hentugleika, sjá nánar undirkaflann Fram-
kvæmd. Af úrtakinu voru 36% úr þremur skólum þar sem Uppbyggingarstefnan hafði
verið innleidd, 36% úr þremur skólum með Heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun
og 28% úr þremur skólum þar sem unnið var með SMT-skólafærni. Af þeim sem luku
spurningalistanum störfuðu 81% sem umsjónarkennarar í 1.–6. bekk, 17% sem sér-
kennarar og 2% við annars konar kennslu.
Mælitæki
Þátttakendur svöruðu spurningum af lista Westling (2010) um kennara og erfiða hegð-
un nemenda (e. Questionnaire about teachers and challenging behavior). Westling samdi