Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 76
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201476
erfið hegðUn nemenda
Jákvæð fylgni (rs = 0,22-0,37) reyndist milli þess hversu oft þátttakendur þurftu að
takast á við tiltekna erfiða hegðun, sérstaklega truflun, og einkenna tilfinningaþrots
(sjá töflu 2).
Tafla 2. Fylgni (rs) á milli þess hversu oft umsjónar- og sérkennarar takast á við mismunandi tegundir
erfiðrar hegðunar og upplifun þeirra á einkennum tilfinningaþrots
Truflun 0,37** 0,28** 0,34** 0,29**
Mótþrói og óhlýðni 0,29** 0,24* 0,25* 0,18
Félagslega óviðeigandi hegðun 0,27** 0,18 0,24* 0,24*
Ólögleg hegðun 0,23* 0,29** 0,27* 0,19
Hótun, stríðni eða aðrar neikvæðar athugasemdir ... 0,26* 0,18 0,27** 0,19
Skemmdarverk 0,16 0,17 0,25* 0,22*
Líkamlegt ofbeldi 0,09 0,11 0,13 0,01
Sjálfskaðandi hegðun 0,07 0,14 0,07 0,06
Félagsleg einangrun 0,12 0,09 0,06 0,00
Endurteknar eða sjálfsörvandi hreyfingar 0,19 0,16 0,12 0,12
* rs p<0,05. ** rs p<0,01.
Auk þessa reyndist vera fylgni milli upplifunar á einkennum tilfinningaþrots og
hversu oft þátttakendur tókust á við mismunandi tegundir erfiðrar hegðunar (r(84)
= 0,34, p = 0,001). Því oftar sem kennarar þurftu að takast á við erfiða hegðun nem-
enda, þeim mun meiri einkennum tilfinningaþrots fundu þeir fyrir. Það hversu oft
kennarar þurftu að takast á við mismunandi tegundir erfiðrar hegðunar skýrði 12% af
breytileika svara um tilfinningaþrot (r2 = 0,12).
Stuðningur til að takast á við erfiða hegðun
Misjafnt var hvaðan kennarar fengu stuðning til að takast á við erfiða hegðun (sjá
mynd 4). Þátttakendur greindu frá því að þeir fengju oftast stuðning frá öðrum
kennurum eða stuðningsfulltrúum. Þar á eftir kom stuðningur frá skólastjórnendum
og foreldrum. Meirihluti kennara sagðist sjaldan eða aldrei fá stuðning frá sérfræðingi
í hegðunarstjórnun eða frá þjónustumiðstöð til að takast á við erfiða hegðun.
É
g
fi
nn
fy
ri
r
m
ik
ill
i þ
re
yt
u
þ
eg
ar
é
g
va
kn
a
á
m
or
gn
an
a
og
þ
ar
f a
ð
ta
ka
st
á
v
ið
n
ýj
an
vi
nn
u
d
ag
É
g
fi
nn
fy
ri
r
m
ik
lu
m
p
ir
ri
ng
i
ú
t a
f v
in
nu
nn
i m
in
ni
M
ér
fi
nn
st
é
g
ti
lf
in
ni
ng
al
eg
a
á
þ
ro
tu
m
ú
t a
f s
ta
rf
in
u
m
ín
u
M
ér
fi
nn
st
é
g
ú
tb
ru
nn
in
/
n
í s
ta
rf
i