Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 113

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 113
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 113 anna- lind PétUrsdóttir Fjórði hluti bókarinnar, tveir kaflar, nefnist Framvinda og horfur og þar fjallar Sig- ríður Lóa Jónsdóttir um það hvernig einstaklingum með einhverfu vegnar almennt í lífinu og hvaða atriði ráða þar mestu. Í fyrri kaflanum, Stöðugleiki og breytingar, er því lýst hvernig röskun á einhverfurófi fylgir einstaklingum yfirleitt út lífið, en að ýmsir þættir geti þar haft áhrif, svo sem vitsmunaþroski og íhlutun. Gefið er ágætis yfirlit yfir þessa þætti en þarna hefði þó mátt fjalla um rannsóknir sem hafa sýnt að það getur haft afgerandi áhrif á framvindu og horfur af hvaða toga íhlutunin er (eins og reyndar kemur fram í umfjöllun um íhlutun síðar í bókinni). Í síðari kaflanum, Frá bernsku til fullorðinsára, er því lýst hvernig einstaklingum með einhverfu vegnar á síðari aldursskeiðum með tilliti til sjálfstæðis, félagslegrar þátttöku og lífsgæða. Rann- sóknir hafa sýnt að á þeim sviðum standa einstaklingar með einhverfu höllum fæti, en félagslegur stuðningur og tækifæri til atvinnuþátttöku geta þar skipt sköpum. Í fimmta hluta bókarinnar, Íhlutun, kennsla og þjálfun, er fjallað í fimm köflum um mikilvægi þess að styðja sérstaklega nám barna með einhverfu þar sem þau læra ekki af umhverfinu á sama hátt og jafnaldrar. Í fyrsta kaflanum, Snemmtæk íhlutun, lýsir Sigríður Lóa Jónsdóttir árangursríkri kennslu fyrir ung börn með einhverfu og þjón- ustu við fjölskyldur þeirra. Sérstaklega er fjallað um einstaklingsmiðuð markmið í kennslu barnanna sem ætti að setja fram með hliðsjón af eðlilegri þroskaframvindu jafnaldra, óskum foreldra og mismunandi þörfum hvers barns fyrir sig. Lýst er mark- miðum sem brýnt er að huga að í daglegu lífi barnsins til að stuðla að æskilegum félagslegum samskiptum, málnotkun, boðskiptum, færni í daglegum athöfnum og viðeigandi hegðun. Minnt er á að þó að leikskólar gegni lykilhlutverki, þá sé ekki nóg að barnið sé þar, heldur þurfi yfirleitt markvissa kennslu eða þjálfun í að minnsta kosti 25 stundir á viku til að þessi mikilvægu markmið náist hjá börnum með einhverfu. Einnig er undirstrikað gildi þess að foreldrar fái þjálfun og stuðning í að nýta dag- leg námstækifæri fyrir barnið. Í lok kaflans er fjallað um mikilvægi þess að undirbúa barnið fyrir aukið sjálfstæði í grunnskólaumhverfi og að haldið verði áfram mark- vissri þjálfun þar eftir þörfum, en nokkur misbrestur virðist vera á því hérlendis. Í öðrum kaflanum um íhlutun, Áherslur í kennslu grunnskólabarna, fjalla Sigrún Hjartardóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi, og Sigurrós Jóhannsdóttir sálfræðingur um þá erfiðleika í námi og félagslegum aðstæðum sem börn með einhverfu glíma við á grunnskólaárunum og þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Bent er á að skýrt skipulag henti vel nemendum með einhverfu og að það sé þeim erfitt ef reglur eru óljósar og mikið reynir á félagsleg samskipti. Sérhæfður stuðningur er því nauðsyn- legur til að nemendur læri að takast á við slíkar aðstæður og til að fyrirbyggja að þeir verði fyrir einelti. Í kaflanum eru nefndar nokkrar viðurkenndar aðferðir, svo sem jafningjaþjálfun og sjónrænt skipulag en gagnlegt hefði verið að sjá nánari útlistun á þeim. Í þriðja kaflanum í þessum hluta, Áætlanir, aðferðir og verklag, útskýrir Guðný Stefáns- dóttir, þroskaþjálfi og sviðstjóri fræðslu- og kynningarsviðs á Greiningarstöðinni, mikilvægi þess að nota heildstæðar áætlanir, gagnreyndar aðferðir og viðurkennt verklag við kennslu og þjálfun einstaklinga með einhverfu. Guðný mælir með að um leið og grunur vaknar um einhverfu sé búin til og sett í gang heildstæð þjálfunaráætl- un sem taki til allra þroskaþátta barnsins. Gefið er gagnlegt yfirlit yfir það hversu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.