Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 114

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 114
sterk vísindaleg rök liggja að baki mismunandi þjálfunarleiðum eða aðferðum hér- lendis með vísan í samantektir erlendra fagsamtaka um rannsóknir. Þó það hljómi vel að nota „það besta úr ólíkum aðferðum“ (bls. 241) er bent á að samanburðarrannsókn- ir hafi sýnt minni árangur af slíku verklagi en af heildstæðri atferlisíhlutun. Nú síðast bættist rannsókn Howard, Stanislaw, Green, Sparkman og Cohen (2014) í hóp slíkra samanburðarrannsókna. Brýnt er að vanda val á aðferðum til að „dýrmætur tími í lífi barnsins nýtist sem best“ (bls. 245), því ákvarðanir um kennsluaðferðir geta haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins og lífsgæði fjölskyldunnar í heild. Í tvískiptum kafla, Heildstæðar aðferðir, fjalla Sigrún Hjartardóttir og María Sigur- jónsdóttir, þroskaþjálfi og ráðgjafi um atferlisíhlutun, um þær tvær leiðir sem hafa fest sig í sessi hérlendis í kennslu einstaklinga með einhverfu, skipulagða kennslu og atferlisíhlutun. Sigrún lýsir því hvernig skipulögð kennsla er þáttur í hugmyndafræði sem er þekkt undir skammstöfuninni TEACCH (e. Treatment and Education of Autistic and related Communication Handicapped Children), og felst í aðlögun umhverfisins að þörfum einstaklingsins, fyrirsjáanlegu dagsskipulagi, vinnukerfi, rútínu og skipu- lögðum verkefnum. María gerir grein fyrir heildstæðri atferlisíhlutun sem byggist á hagnýtri atferlisgreiningu og felst í mismunandi kennsluaðferðum til að auka athygli, málþroska, leik, samskipti, sjálfshjálp og félagsfærni. Stuttlega er fjallað um rannsókn- ir á árangri þessara leiða og bent á að þó að afmarkaðir þættir skipulagðrar kennslu hafi sýnt jákvæð áhrif hafi reynst erfitt að sannreyna hana í heild sinni. Hins vegar hafi rannsóknir á heildstæðri atferlisíhlutun sýnt góðan árangur, sérstaklega þegar hafist er handa við umfangsmikla þjálfun snemma á lífsleiðinni. Einnig er bent á að atferlisíhlutun geti líka gagnast börnum með annars konar þroskafrávik en einhverfu. Í fimmta kaflanum um íhlutun fjalla Brynja Jónsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Krist- jana Magnúsdóttir sálfræðingur og Sigrún Hjartardóttir um Leiðir til að þjálfa afmarkaða færni. Sagt er frá talþjálfun, aðferðinni Tákn með tali og myndræna boðskiptakerf- inu PECS (e. Picture Exchange Communication System) sem er notað til að auka færni í boðskiptum og fjallað er um hugræna atferlismeðferð, félagshæfnisögur og hugræna tilfinningalega þjálfun (e. cognitive affective training) sem er beitt til að bæta líðan og félagsfærni. Sjötti hluti bókarinnar, Fjölskylda og velferð, fimm kaflar, fjallar um einhverfu í sam- félagslegu samhengi. Í fyrsta kaflanum er viðfangsefnið Fjölskyldan og barnið, en þar segir Guðrún Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi frá því álagi sem fjölskyldur barna með einhverfu finna almennt fyrir og hversu mikilvægt það er fyrir þær að fá stuðning við að draga úr streitu og takast á við krefjandi aðstæður með lausnamiðuðum hætti. Í öðrum kaflanum, Þátttaka og lífsgæði, fjallar Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi um það hvernig áskoranir í daglegu lífi geta haft neikvæð áhrif á þátttöku og lífsgæði barna og unglinga með einhverfu. Í þriðja kaflanum, Að upplýsa og fræða um ein- hverfu, fjallar Laufey I. Gunnarsdóttir þroskaþjálfi um leiðir til þess að upplýsa börn um einhverfugreininguna á viðeigandi hátt, sem og aðstandendur, skólafélaga og kennara. Laufey segir að í mörgum tilvikum sé það léttir þegar greining um einhverfu liggur fyrir, því hún hefur visst skýringargildi og eykur skilning og umburðarlyndi fyrir einkennum. Jafnframt er mikilvægt að leggja áherslu á styrkleika og virðingu innsÝn í einhVerfU UPPeldi og menntUn/icelandic joUrnal of edUcation 22(1) 2013114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.