Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 123

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 123
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 123 jóhanna Karlsdóttir eigið nám. Höfundar gera ýtarlega grein fyrir niðurstöðum sem eru afar áhugaverðar fyrir alla aðila skólasamfélagsins því að rödd nemenda bendir á margt athyglisvert um nám þeirra og stöðu í skólastarfinu. Vel kemur fram hve nauðsynlegt er að hlusta á rödd nemenda til að þeir taki aukna ábyrgð á námi sínu sem virkir þátttakendur þar sem lýðræðis og jafnréttis er gætt, eins og meðal annars Aðalnámskrá grunnskóla 2011 kveður á um. Í lok kaflans er mat á stöðunni og fagleg leiðsögn ásamt tillögum um úrbætur. Læsi og lestrarnám Í tveimur köflum er fjallað um læsi og lestrarnám í grunnskólum. Kafli Rósu Eggerts- dóttur heitir Starfsþróun og varanlegar breytingar í skólastarfi: Byrjendalæsi í ljósi fræða um starfsþróun. Hún greinir frá viðamiklu verkefni sem Miðstöð skólaþróunar við Háskól- ann á Akureyri (MSHA) setti af stað árið 2003 þar sem grunnskólum hér á landi gafst „kostur á að innleiða starfshætti Byrjendalæsis“ (bls. 169), en Rósa er höfundur þess líkans. Hér mátar hún þessa innleiðingu við starfsþróunarlíkan. Verkefninu Byrjenda- læsi og stuðningi MSHA við kennara í þeim skólum sem hafa innleitt líkanið er lýst stuttlega og gerð er ýtarleg grein fyrir meginsjónarmiðum um starfsþróun og mati á þróunarstarfi. Fram kemur að nauðsynlegt sé að skoða og endurmeta viðfangsefni eins og þetta í ljósi starfsþróunar og áhrifa á hana þar sem Byrjendalæsi hefur verið innleitt í um það bil helmingi grunnskóla hér á landi (47% vorið 2013) á stuttum tíma (frá 2006). Endurmat Rósu gagnast öllum aðilum í skólasamfélaginu sem hafa kosið að nota Byrjendalæsi í læsiskennslu og ekki síður ráðgjöfum MSHA sem standa að innleiðingu þess. Kafli af þessum toga er til marks um fagleg vinnubrögð sem læra má af þegar áhrif nýjunga á skólastarf eru metin. Annar kafli um læsi nefnist Fágæti og furðuverk: Lestrarhvetjandi samstarfsverkefni heimila og skóla og er hann eftir Ingibjörgu Auðunsdóttur sem hafði umsjón með sam- nefndu þróunarverkefni í einum grunnskóla á Akureyri. Í kaflanum greinir Ingibjörg frá því að verkefnið sé viðbrögð við niðurstöðum úr PISA-rannsóknum á árunum 2000–2009 á lesskilningi nemenda hér á landi, sem hafði dalað á þessu tímabili, og PIRLS-rannsókn 2006 á læsi níu ára nemenda sem sýndi að stúlkur stóðu sig betur en drengir í læsi. Fágæti og furðuverk er enskt þróunarverkefni sem kallast Curiousity Kit á frummálinu (sjá bls. 111). Því er einkum ætlað að höfða til drengja en er þó ætlað öllum 9–11 ára nemendum. Verkefninu var ætlað að hafa hvetjandi áhrif á lestur og bæta vinnubrögð og samstarf heimila og skóla um lestur barna (sjá bls. 117). Ingi- björg gerði starfendarannsókn í tengslum við innleiðingu verkefnisins eftir að það hafði verið forprófað og síðan kennt í tilraunaskyni í tvö ár. Í ljós kom að „drengirnir höfðu meiri áhuga á verkefninu en stúlkurnar en verkefnaskil drengjanna voru verri en stúlknanna“ (sjá bls. 124). Áhugavert væri að skoða þetta nánar þar sem þetta er bæði gömul saga og ný með mismun kynjanna. Fágæti og furðuverk er mjög áhugavert viðfangsefni og í raun einstakt þar sem það var einkar vel kynnt fyrir foreldrum sem fylgdu því eftir í heimanámi barna sinna. Áhersla var lögð á að feður tæku aukinn þátt í heimanámi barna sinna en rannsóknir, meðal annars hér á landi, hafa sýnt að það eru mæðurnar sem einkum sinna því.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.