Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 125
María HildiÞórSdóttir
fraMkVæMdaStJóri SJónarHólS
Uppeldi og menntun
23. árgangur 2. hefti 2014
Fötlun og menning: Íslandssagan
í öðru ljósi
Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Ármann Jakobsson og Kristín Björnsdóttir (ritstjórar).
(2013). Fötlun og menning: Íslandssagan í öðru ljósi. Reykjavík: Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. 331 bls.
Fötlunarfræði er tiltölulega ung þverfagleg fræðigrein sem hefur rutt sér til rúms á
síðustu áratugum á Íslandi. Bókin Fötlun og menning: Íslandssagan í öðru ljósi er gagn-
rýnið rit, skrifað frá sjónarhorni fötlunarfræða. Í inngangi ritstjóra er fötlun skilgreind
og gerð grein fyrir mismunandi sjónarhornum á fötlun. Inngangurinn hefur afgerandi
og upplýsandi gildi fyrir bókina, sérstaklega fyrir þá lesendur sem ekki hafa innsýn í
fötlunarfræði. Þar er pólitísku, menningarlegu og félagslegu samhengi fötlunarfræði
lýst. Fötlunarfræði leggur áherslu á að fötlun sé ekki skoðuð út frá einstaklingnum og
skerðingum hans heldur því hvernig samfélagið stuðlar að fötlun einstaklingsins með
félagslegum hindrunum, neikvæðum viðhorfum og undirokun.
Megininntaki bókarinnar er lýst í inngangi; að gera lesendum grein fyrir mikil-
vægi þess að ekki sé horft á fötlun sem persónulegan harmleik, fatlað fólk sé fólk með
margvíslega hæfileika eins og allir aðrir og það beri að virða í samfélaginu. Lögð er
áhersla á að sýna hvernig samfélagið á hverjum tíma hefur með ýmsum hætti lýst
fötluðu fólki sem hjálparþurfi, vanmáttugu og „öðruvísi“ og þannig ýtt því út á jaðar
samfélagsins. Tilgangurinn er að sýna hvert hlutskipti fatlaðs fólks hefur verið á ólík-
um tímum með það að leiðarljósi að við lítum það gagnrýnum augum hvernig fatlað
fólk birtist í menningu og listum í víðum skilningi. Undirtitill bókarinnar, Íslandssagan
í öðru ljósi, lýsir því ætlunarverki að hverfa langt aftur og horfa á stöðu fatlaðs fólks á
hinum ýmsu tímum og rýna í þær heimildir sem til eru.
Um bókina
Bókin skiptist í þrettán sjálfstæða kafla. Þá rita ellefu fræðimenn auk ritstjóra. Fræði-
mennirnir eru: Kolfinna Jónatansdóttir, Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Eiríkur Smith,
Sigurgeir Guðjónsson, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Guðrún Steinþórsdóttir,
Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,