Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 127

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 127
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 127 maría hildiþórsdóttir Í þjóðsögum og ævintýrum var fötluðum börnum gjarnan lýst sem umskiptingum. Fötlunin var óútskýranleg og því varð til sá skilningur að verur úr öðrum heimum hefðu numið börn á brott og skilið eftir önnur sem óskiljanleg voru í háttum og hegðun. Slíkar sagnir eru til í mismunandi formi um allan heim og kallast flökkusögur. Þannig voru börnin gerð ómennsk og það réttlætti að þau væru fjarlægð úr samfélaginu með einhverjum hætti. Líklegt er að útburður slíkra barna hafi viðgengist. Í bændasamfélaginu snerist lífsbaráttan um það að afla sér matar og lífsviðurværis. Þeir sem voru ófærir um að vinna fyrir mat sínum voru dæmdir til fátæktar, undirokunar og útskúfunar, hvort sem það var vegna fötlunar, skerðinga eða vangetu af öðrum toga. Ekki er getið sérstaklega um fatlað fólk í þessu samhengi. Það má hugsanlega skýra með því hve skilin milli fátæktar og fötlunar voru óljós. Lífsbaráttan var óskaplega hörð, farsóttum, náttúruhamförum og annarri óáran fylgdi gríðarlegt andlegt og líkamlegt álag. Þetta fólk kallast ómagar eða niðursetningar í gögnum frá þessum tíma. Það var á framfæri annarra. Til eru ógrynni orða sem lýsa viðhorfum til þessa fólks, hvort sem um fatlað fólk var að ræða, veikt eða vanmáttugt til vinnu. Litið var á ómaga sem byrði á samfélaginu og til eru sagnir um ómanneskjulegt harðræði sem þetta fólk mátti búa við. Á þessum tíma fer kirkjan að innheimta tíund af heimilum til að standa straum af þurfalingum. Heimili sem hýstu slíka þurfalinga fengu það sem kallaðist þurfamannatíund. Þannig reyndi bændasamfélagið að sinna þeim sem ekki gátu brauðfætt sig. Birtingarmyndir og listsköpun Í seinni hluta bókarinnar er fjallað um það hvernig fatlað fólk var haft til sýnis, ýmist í fjölleikahúsum eða á sýningum af öðrum toga. Fatlað fólk eða fólk sem skar sig á einhvern hátt úr sakir líkamlegrar skerðingar, stærðar, smæðar eða annarrar sérstöðu var haft til sýnis og vansköpun eða sérstakt útlit undirstrikað og ýkt. Segja má að listræn ljósmyndun af fötluðu fólki, þar sem sýnt er fram á hið „afbrigðilega“ eða „óvenjulega“, sé ein af þessum birtingarmyndum. Heimsmetabækur ganga út á að birta það sem óvenjulegast er og þær eru ein birtingarmynd þessa. Í þessum köflum er jafnframt skoðað hvernig myndir eru dregnar upp af fötluðum börnum og fullorðnu fötluðu fólki á söfnum, í barnabókum, tímaritum, fjölmiðlum og listsköpun almennt. Ljósmynd eða máluð mynd er alltaf sú mynd sem listamaðurinn vill birta af veruleikanum og á alltaf að skapa hughrif. Sé augljóst að myndir eigi að framkalla vorkunnsemi eða sýna sérstöðu fatlaðs fólks á niðurlægjandi hátt er verið að ýta fötluðu fólki enn frekar út á jaðar samfélagsins. Síðustu kaflar bókarinnar fjalla um listsköpun fatlaðs fólks og getið er um fatlaða listamenn og framlag þeirra til listasögunnar. En eins og Eiríkur Þorláksson segir: „Þegar vel tekst til verður myndlist spegill þess tíma sem hún verður til á og nær með einhverjum hætti að hrífa þá sem kynnast viðkomandi listaverki. Í stöku tilvikum reynast áhrifin óháð samtíma sínum og listaverkin ná að snerta fólk af síðari kynslóð- um vegna eiginleika sinna – framsetningar, frásagnar, boðskaps eða einhvers annars sem erfitt er að útskýra“ ( bls. 279). Margir fatlaðir listamenn hafa hlotið viðurkenn- ingar fyrir verk sín vegna listrænna hæfileika sinna og eru verk þeirra eftirsótt. Þeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.