Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 59

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 59
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 59 Berglind rÓs magnÚsdÓttir Ímynd skóla byggist ekki síst á því hvers konar auð menningar, tengsla og fjármagns þeir nemendur sem sækja skólann hafa í farteskinu (Bourdieu, 1998) og hvernig þeim gengur að uppfylla námsviðmið. Í Bretlandi og Bandaríkjunum teljast nemendur vel stæðra og langskólagenginna foreldra, stelpur og asískir nemendur eftirsóknarverðir „neytendur“ sem skólarnir keppa um að fá að þjóna (Ball, 2006; Hursh, 2004, 2007; Reay, 2004). Nýfrjálshyggjan á sér ýmsa undirflokka og meðreiðarsveina. Einn af þeim fyrir- ferðarmeiri er tæknihyggja (e. instrumental rationality). Í andrými nýfrjálshyggju lýtur pólitísk stefnumótun í lægra haldi fyrir tæknihyggju (Bourdieu, 2002; Dahlberg og Moss, 2005). Gert er ráð fyrir því að stefnumótun sé fyrst og fremst tæknilegt úrlausnarefni þar sem aðalatriðið er að tryggja samkeppnisstöðu á markaði. Litið er svo á að siðferðileg og pólitísk álitamál séu „hlutlaus“ verkefni sérfræðinga og stjórn- enda. Það birtist m.a. í því að sérhæfing í markaðs- og stjórnunarfræðum er einna eftirsóknarverðust þegar valið er í stjórnir stofnana og fyrirtækja og þegar stjórnendur eru valdir. Slíkar áherslur mátti m.a. sjá við skipan í stefnumótunarnefnd um mótun háskólalaganna 2007 og svo háskólaráð einkareknu háskólanna þar sem meirihluti nefndar- og stjórnarmanna var viðskiptamenntaður eða úr viðskiptalífinu (Berg- lind Rós Magnúsdóttir, 2012b). Pólitískar ákvarðanir eru afgreiddar sem tæknilegt úrlausnarefni (Bourdieu, 2002; Dahlberg og Moss, 2005). Siðferðileg ábyrgð og lýð- ræði er í auknum mæli fært í hendur neytenda því reiknað er með að þeir velji „besta“ námsefnið eða skólann á markaði hverju sinni (Chubb og Moe, 1990). Tæknihyggjan birtist einnig í áherslunni á að „læra að læra“ til að vera sam- keppnishæfur á menntamarkaði, án þess að spurt sé um inntak. Eins og Dahlberg og Moss (2005) benda á hefur tæknihyggja náð styrkri fótfestu í skólakerfinu; spurt er um aðferðir til að ná skilgreindum árangursviðmiðunum um tiltekna hæfni og hvernig námskrá eða hvaða nemendur virka best til að tryggja samkeppnishæfni og tölfræðilega jákvæðar niðurstöður. Í þessu umhverfi gefst lítið tóm fyrir vangaveltur um inntak og siðferðilegt og pólitísk hlutverk skóla, kennara, stjórnenda eða náms- efnis. Einkunnir og gráður úr skólum eru orðnar órjúfanlegir þættir í samkeppnis- hæfni þjóða og hagvaxtartölum. grUnDVÖllUr Og VErKlag rannsóKnarinnar Menntastefnufræði Þessi grein er byggð á kenningum og aðferðum svokallaðra menntastefnufræða (e. educational policy studies). Þau fjalla um sögulegar, félagslegar og pólitískar for- sendur stefnumótunar. Þannig geta þau tengst þekktari fræðasviðum innan mennt- unarfræða sem eru heimspeki menntunar, saga menntunar og félagsfræði mennt- unar. Eins geta þau fallið undir námskrárfræði eða stjórnunar- og forystufræði. Engin námsbraut í íslenskum háskólum er sambærileg menntastefnunámsbrautum erlendis (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2007). Stephen Ball, sem er vel þekktur á þessu sviði og heldur utan um slíka námsbraut innan Háskólans í London, nefnir nálgun sína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.