Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 80

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 80
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201380 ViðHorf Ungmenna til mannréttinda innflytJenda og mÓttökU flÓttafÓlks annars vegar og í mannfræði hins vegar (Wilkinson og Kitzinger, 1996). Rithöfundur- inn Simone de Beauvoir (1997) skrifaði einnig um konuna sem „hitt kynið“ og sagði karlmanninn vera aðalviðmiðið (e. the subject). Þó að hugtakið sé fræðilega séð nýtt af nálinni má rekja hugmyndir um „hina“, þar sem litið er niður á „óæðri“ hópa sam- félagsins, langt aftur í tímann. Til dæmis hafa slíkar hugmyndir verið tengdar kyn- þáttafordómum og félagslegri lagskiptingu í samfélaginu eins og þrælahaldi (Wat- kins, 2005). Tilgangurinn með skiptingu fólks í „okkur“ og „hina“ getur verið tilraun til þess að finna hvað sameinar þá sem taldir eru tilheyra hópnum um leið og það aðgreinir þá sem standa utan hans (Unnur Karlsdóttir, 2003). Valdameiri hópurinn getur þá notað hinn hópinn til að bera sig saman við og sett sig í ráðandi stöðu (Páll Björnsson, 2009). Margt getur ákvarðað hverjir tilheyri jaðrinum, eins og kyn, stétt, kynhneigð, þjóðerni, menning, fötlun eða annað. Sá sem tilheyrir miðjunni býr yfir ákveðnu valdi yfir „hinum“ og orðræðan getur speglað það vald og valdaleysi sem kemur fram í sambandinu milli „okkar“ og „þeirra“. Með þessu valdi getur orðræðan enn fremur þaggað niður í þeim sem tilheyra jaðrinum og réttlætt hindranirnar sem mæta þeim hópi (Wilkinson og Kitzinger, 1996). Ekki kemur á óvart að eftir því sem tengsl milli fólks af ólíkum uppruna eru betri og nánari, þeim mun jákvæðari eru viðhorf þess til ólíkra hópa (t.d. Hewstone, 2003; Leong, 2008). Skilningur á aðstæðum hópa virðist aukast og staðalmyndir og fordóm- ar fólks minnka (Stangor, Jonas, Stroebe og Hewstone, 1996). Vinskapur milli fólks af ólíkum uppruna og litarhætti virðist hjálpa því að sjá hvað ólíkir þjóðfélagshópar eiga sameiginlegt og hvað það sjálft á sameiginlegt með fólki sem hefur annan bakgrunn (Pettigrew og Tropp, 2000). Rannsóknir hafa einnig sýnt að vinskapur barna þvert á þjóðerni ýtir undir þá tilfinningu að þau eigi eitthvað sameiginlegt með börnum af öðrum litarhætti eða með ólíkan menningarlegan bakgrunn og virðist minnka líkur á því að þau meti hvert annað út frá staðalmyndum (McGlothlin, 2004). Slíkur vin- skapur virðist sömuleiðis ýta undir að þau séu tilfinningalega meðvituð um óréttlæti þess að brotið sé á öðrum vegna litarháttar eða uppruna og auki það líkur á sam- kennd þeirra með jafnöldrum sínum er hafa annan bakgrunn (Hallinan og Smith, 1985; McGlothlin, 2004). Fræðimenn hafa beint sjónum sínum að viðhorfum ungs fólks til minnihlutahópa í samfélaginu eins og innflytjenda (sjá yfirlitsgrein Olander, Kirby og Schmitt, 2005). Meðal annars hefur verið staðið að alþjóðarannsóknum á borð við The IEA Civic Study (The International Association for the Evaluation of Educational Achivement/IEA) árið 1999 og The International Civic and Citizenship Education Study (ICCS) árið 2009 (Kerr, Sturman, Schulz og Burge, 2010; Torney-Purta, Lehmann, Oswald og Schulz, 2001). Athuganirnar hafa þó ekki náð til Íslands. Í þessum rannsóknum hefur hlut- fall þátttakenda af erlendum uppruna verið mismunandi milli landa eða frá 1–20%. Niðurstöður benda til þess að unglingar (14 ára) hafi að jafnaði jákvætt viðhorf til rétt- inda og tækifæra innflytjenda. Sem dæmi styður meirihluti (um 80%) ungmennanna rétt innflytjenda til að viðhalda tungumáli sínu og menningu. Ekki kemur á óvart að þau sem eru af erlendum uppruna eru líklegri en önnur til að styðja réttindi og tækifæri innflytjenda (Torney-Purta o.fl., 2001).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.