Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 25

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 25
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 25 ragnHildUr BJarnadÓttir eins og fram kom í kaflanum um persónulegu hliðarnar á starfshæfni, fagmennsku og leiðsögn, meðal annars lýsingu minni á félagslegri ígrundun í hópum kennaranema. Þá er átt við að kennaranemar myndi hópa og veiti hver öðrum stuðning eða leiðsögn í tengslum við vettvangsnám í samræmi við skilgreiningar á samvinnunámi (Rogoff, 2003). Samkvæmt skrifum Edwards og Le Cornu ber þá að stefna að því að meðlimir hópsins verði færir um bæði að gefa og þiggja í samvinnunni, að þeir hafi ólík sjónar- horn, sem séu öll virt í hópnum, og að þeir þrói hæfni sína sem virkir þátttakendur í slíkri samvinnu (Edwards, 2005b; Le Cornu, 2005). Hugmyndir um fagleg námssamfélög og jafningjaleiðsögn byggjast á þeirri fræða- sýn að þróun þekkingar á starfinu sé félagsleg, eigi rætur í athöfnum og sé háð starfs- menningu. Þátttakendur í samvinnunni móta í sameiningu nýja þekkingu sem er við- haldið í samræðum samstarfsfólks sem túlkar og endurtúlkar starfstengdar athafnir og aðstæður. Markmið margra heimaskólaverkefna eru í samræmi við þetta sjónarhorn. Í vett- vangsnámi á Menntavísindasviði eiga kennaranemar ekki aðeins að öðlast starfshæfni og reynslu sem eflir þá í daglegu starfi með nemendum. Þeir eiga einnig að kynnast „skólastarfinu í heild sinni ásamt kennslu og starfsháttum á ákveðnu sviði eða náms- grein sem þeir hyggjast sérhæfa sig í“ (Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, 2012). Stefnt er að því að fleiri einstaklingar komi að leiðsögn í vettvangsnámi en tíðkast hefur, þ.e. að auk kennaranema, leiðsagnarkennara og háskólakennara taki einnig tengiliðir, skólastjórnendur og helst allt skólasamfélagið í hverjum heimaskóla þátt í því. Í heimaskólaverkefnum er yfirleitt lögð áhersla á að þátttaka alls skólasam- félagsins skiptir máli fyrir móttöku og leiðsögn kennaranema og nýrra kennara og að allir þátttakendur menntist. Þannig verði vettvangsnám og leiðsögn virkt afl í þróun skólastarfs og skólamenningar. Sömu viðhorf einkenna endurskoðun vettvangsnáms í kennaradeild Háskólans á Akureyri. Markmið: Menntun allra þátttakenda í leiðsögninni, einstaklinga, hópa og stofnana. Að leiðsögnin verði afl í kennaramenntun og skólaþróun. Að kennaranemar og aðrir nýliðar verði virkir þátttakendur í skólastarfi og mótun skólamenningar. Að stuðla að samábyrgð og samstarfi háskóla og almennra skóla um kennaramenntun og þróun skólastarfs. Gagnrýni: Þessi markmið eru mjög metnaðarfull en ég tel að enn sé margt óljóst varðandi útfærslur. Meðal annars þarf að móta og rannsaka betur leiðsögn sem tekur mið af hugmyndum um samvinnuleiðsögn, jafningjaleiðsögn og fagleg námssamfélög. Í flestum skilgreiningum á leiðsögn eru samskipti í brennidepli. Bent hefur verið á að mannlega þætti vanti í leiðsögnina, þar sem markmiðin séu svo víðtæk, og einnig að hætta sé á að áherslan á samskipti milli kennaranema og mentors týnist, en þau hljóti þó alltaf að vera aðalatriði. Einnig hefur verið bent á að samskipti í leiðsagnarhópum geti orðið stuðningsmeðferð fyrir starfsmenn frekar en stuðningur við menntun þeirra (Skagen, 2004). Markmið um þróun fagmennsku og starfshæfni megi ekki týnast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.