Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 135

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 135
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 135 arna H. JÓnsdÓttir var í kynleiðréttingarferli hafi verið niðurlægður (Erla Björg Gunnarsdóttir, 2013) og í nýútkominni skýrslu kemur fram að lögreglukonur verði fyrir kynferðislegu áreiti og einelti á vinnustað sínum (31% orðið fyrir kynferðislegri áreitni, 2013). Hvað er að okkur, af hverju getum við ekki hagað okkur almennilega? Það er svo auðvelt að spyrja þessarar spurningar en svo erfitt að koma á breytingum. Í fyrirlestri sem ég hlustaði á Ólaf Pál Jónsson heimspeking halda í vikunni þegar ég skrifaði greinina fannst honum, líkt og mér, þjóðfélagið breytast fremur hægt í átt til jafnréttis. Sum sjónarmið og athafnir séu sjálfsagðar á meðan réttlæta þurfi aðrar. Og hann spyr m.a.: Af hverju þarf að réttlæta það sérstaklega að fjalla um íþróttir kvenna í sjónvarpi en það þykir sjálfsagt að fjalla um íþróttir karla? Af hverju þarf að réttlæta það sérstak- lega að almennir skólar séu fyrir fötluð börn en ekki bara fyrir börn sem við köllum „venjuleg“. (Ólafur Páll Jónsson, 2013, bls. 3) Með einelti er þessu öfugt farið. Hver réttlætir einelti? Við keppumst öll við að segja að við stuðlum að því gagnstæða, ekki síst í skólakerfinu og gott starf fer svo sannar- lega fram í mörgum skólum. Hvers vegna fáum við þá enn að heyra svo margar sögur af slæmu einelti? Í viðtali við Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor á Menntavísindasviði, (Vanda Sigurgeirsdóttir, 2013) kemur fram að við höfum náð ákveðnum árangri en það þurfi að gera betur því þetta sé meinsemd sem valdi miklum sársauka. Það þurfi m.a. að vekja athygli á fyrirmyndarstarfi kennara, fá sjónarhorn barnanna og fjalla um það hvernig eigi að tala við foreldra gerenda. Vanda vill byrja að taka á einelti í leik- skólum sem ég tel mjög metnaðarfullt og brýnt því umræða um einelti þar hefur ekki verið mikið uppi á borðinu. Það þarf samstillt þjóðfélagslegt átak í þessum efnum, eins og reyndar í svo mörgu öðru, en þetta er eitt af forgangsmálunum. barnasáttMáli saMEinUÐU þjóÐanna Á ári barnsins 1979 var samþykkt að hefja undirbúning að sérstökum samningi um réttindi barnsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Það tók tíu ár að fullgera texta samningsins og var hann samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 26. janúar 1990 og fullgiltur hér á landi árið 1992 (Davíð Þór Björgvinsson, 1995). Hann var síðan lögfestur á Íslandi 20. febrúar 2013 (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, e.d.). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins varðar allt í senn pólitísk, lagaleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi barna. Samkvæmt samningnum teljast allir einstaklingar undir átján ára aldri börn, velferð þeirra er sett ofar öllu þegar fjallað er um málefni þeirra, þau hafa rétt til að tjá skoðanir sínar og yfirvöldum er skylt að taka tillit til þeirra. Jafnframt ber að vernda börn gegn hvers konar fordómum er varða kynferði, þjóðerni, litarhátt, trú og stjórnmálaskoðanir (Davíð Þór Björgvinsson, 1995). Að þessu leyti tengist Barnasátt- málinn vel þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í jafnréttisheftinu svo og skilgreiningunni sem áður er nefnd á félagslegu réttlæti. Það sem vekur umhugsun er hversu langt er síðan þetta ferli hófst og hversu fyrirferðarlítill Barnasáttmálinn hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.