Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 23 ragnHildUr BJarnadÓttir Markmið: Leiðsögninni er ætlað að efla persónulegan styrk og öryggi kennara- nemans í starfi. Helstu markmiðin eru aukin seigla, sjálfstraust í starfi og hæfni í félagslegum samskiptum. Þróun fagvitundar er í sumum tilvikum langtímamarkmið leiðsagnarinnar. Einnig er stefnt að því að mynda góð tengsl milli kennaranema og mentora eða leiðsagnarkennara. Gagnrýni: Bent hefur verið á að leiðsögnin geti orðið of losaraleg og hætta sé á að persónuleg vandamál verði í fyrirrúmi en ekki starfsmaðurinn eða starfstengd vanda- mál (Skagen, 2004). Erfitt er að koma þessum hugmyndum í framkvæmd þar sem markmiðin eru í flestum tilvikum langtímamarkmið og krefjast þess að leiðsögnin nái yfir lengri tíma en almennt gildir um tímabil vettvangsnáms. Þá er til dæmis átt við þau markmið að skapa traust í samskiptum og efla sjálfstraust kennaranema. Bent hefur verið á – og stutt með rannsóknum – að erfitt sé í reynd að ná markmiðum um félagslega hæfni kennaranema og seiglu í starfi og að slíka leiðsögn þurfi að skipu- leggja vel (Edwards, 2005b; Le Cornu, 2009). Einnig hefur þessi tegund leiðsagnar verið gagnrýnd fyrir einhliða áherslu á persónulega menntun eða þroska þar sem ekki er gert ráð fyrir áhrifum félagslegra aðstæðna og menningar. 4. Leiðsögn – afl í kennaramenntun og skólaþróun Í þeim leiðsagnarkenningum sem hér hefur verið fjallað um beinist athyglin að sam- skiptum milli reyndra kennara og nýliða – þar sem þjálfun og menntun nýliðanna er í brennidepli. Á síðustu árum hafa ýmsir fræðimenn rökstutt og sýnt fram á nauðsyn þess að endurskoða og víkka þessar skilgreiningar á leiðsögn. Annars vegar er um að ræða skilgreiningar á markmiðum leiðsagnar þannig að þau feli í sér víðtækari starfsmenntun og þróun, í fyrsta lagi kennaranemanna, í öðru lagi annarra þátttak- enda í leiðsögninni og í þriðja lagi alls skólasamfélagsins. Betri kennaramenntun og skólaþróun eru þá yfirmarkmið. Hins vegar er átt við skilgreiningar á samskiptum í leiðsögn þannig að þau takmarkist ekki við samskipti milli nýliða og reyndra kennara en geti vísað til samskipta í annars konar hópum, meðal annars í hópum jafningja og í skólasamfélagi (Edwards og Mutton, 2007; Le Cornu og Ewing, 2008; Sundli, 2007a). Andy Hargreaves og Michael Fullan skrifuðu um síðustu aldamót grein um mikil- vægi þess að byggja upp samfélög í skólum þar sem stuðlað væri að gagnvirku námi allra, þ.e. nemenda, nýliða, kennara og stjórnenda. Lögðu þeir til að leiðsagnarhug- takið yrði endurskilgreint með áherslu á samstarf þátttakenda og samvinnuleiðsögn (e. co-mentoring) í stað þess að einblína á sambandið milli „lærlings og meistara“. Einnig töldu þeir mikilvægt að viðurkenna þá staðreynd að allir kennarar þurfa á stuðningi að halda, ekki aðeins nýliðar í starfi, í ljósi þeirrar kröfu að þeir þrói sífellt og bæti starf sitt. Slíkur stuðningur ætti að vera þáttur í námsmenningu skólans (Hargreaves og Fullan, 2000). Áströlsku fræðikonurnar Rosie Le Cornu og Robyn Ewing vitna í grein Hargreaves og Fullans, og einnig í breyttar skilgreiningar á námi, í rökstuðningi sínum fyrir því að endurskilgreina þurfi starfstengda leiðsögn (2008). Hana verði að skilgreina sem félagslegt námssamband samstarfsmanna (e. collegial learning relationships) þar sem áhersla sé lögð á gagnvirkni, samábyrgð og tengsl milli þeirra (Le Cornu, 2005; Le
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.