Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 107

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 107
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 107 gísli Þorsteinsson og BrynJar Ólafsson 1840 við sama skóla, sem þá hét Jonstrup Lærerseminarium, og kenndi við Barnaskóla Reykjavíkur fram til 1848 (Helgi Elíasson, 1945; Þuríður J. Kristjánsdóttir, 1992). Flestir þeir sem sáu um kennslu í barnaskólum fyrir tíma kennaramenntunar á Íslandi voru guðfræðingar eða stúdentar. Eftir að kvenna-, gagnfræða- og búnaðar- skólar hófu starfsemi sína á ofanverðri 19. öld urðu nemendur þaðan uppistaðan í kennarastéttinni, ásamt sjálfmenntuðum alþýðumönnum (Þorsteinn Sigurðsson, 1968). Nokkrir þessara skóla kenndu handmennt í einhverri mynd. Fengu því margir nemendur þeirra einhverja leiðsögn í handverki, þó að ekki væri um formlegt kennara- nám að ræða (Gunnar M. Magnúss, 1939). Þörfin fyrir kennaramenntun jókst í réttu hlutfalli við aukið skólahald. Þó að þörfin á úrbótum í menntun kennara væri almennt viðurkennd var hins vegar erfitt að ná samstöðu um þau frumvörp sem lögð voru fram á Alþingi. Kennaramenntun á Íslandi átti því erfitt uppdráttar og langan tíma tók að koma henni á fót. Árið 1887 var lagt fram frumvarp á Alþingi um alþýðumenntun á Íslandi. Það var í fimmtán köflum og fjallaði einn kafli þess um kennaramenntun. Lagt var til að stofn- aðir yrðu tveir kennaraskólar hér á landi (Magnús Jónsson, 1958). Frumvarpið var fellt með naumum meirihluta. Hinn 23. febrúar 1889 var Hið íslenska kennarafélag stofnað. Á fyrsta aðalfundi félagsins flutti Þorvaldur Thoroddsen tillögu um ,,að skora á Alþingi að sjá svo um að alþýðuskólakennurum verði greiddur vegur til að mennta sig sem kennara, áður en þeir takast barnakennslu á hendur“ (Lýður Björns- son, 1981, bls. 26). Árið 1895 setti Alþingi á laggirnar nefnd sem samdi frumvarp um barnakennslu og undirbúningsmenntun barnakennara. Í frumvarpinu var lagt til að stofnaður yrði kennaraskóli í Flensborg í Hafnarfirði með tveimur föstum kennurum. Frumvarpið, sem náði ekki fram að ganga, var síðan endurflutt árin 1897 og 1899, en fellt í bæði skiptin. Sumarið 1890 ferðaðist fyrsti flutningsmaður frumvarps um menntun alþýðu og kennara, Jón Þórarinsson, skólastjóri alþýðu- og gagnfræðaskólans í Flensborg í Hafnarfirði, til Danmerkur til þess að kynna sér kennslu í uppeldismiðum hand- menntum og menntamál (Guðni Jónsson, 1932). Tók hann þátt í námskeiði hjá Aksel Mikkelsen við Slöjdlærerskolen í Kaupmannahöfn og tileinkaði sér kennsluaðferðir hans og hugmyndafræði. Um haustið hóf Jón að kenna skólaiðnað, eins og hann kallaði uppeldismiðuðu handmenntirnar, í Flensborgarskóla og hafði þá kennslu með hönd- um til ársins 1908. Jón hafði mikinn áhuga á uppeldismiðuðum handmenntum og lagði mikið upp úr þeirri kennslu (Guðni Jónsson, 1932). Mun þetta hafa verið upphaf uppeldismiðaðra handmennta í skólum á Íslandi en þó ber að geta tilrauna til hand- verkskennslu í Hausastaðaskóla um aldamótin 1800 (Gunnar M. Magnúss, 1964). Námskeið við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg Jón Þórarinsson var einn helsti baráttumaður fyrir kennaramenntun á Íslandi og fyrsti formaður Hins íslenska kennarafélags. Í upphafi árs 1891 sendi kennarafélagið erindi til Magnúsar Stephensen landshöfðingja um styrkveitingu frá Alþingi til að hefja kennslu í skólaiðnaði (slöjd) í Lærða skólanum í Reykjavík eða til að setja á stofn sér- stakan skóla í Reykjavík til að sinna skólaiðnaði (Athugasemdir við frumvarp, 1891).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.