Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 111
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 111 gísli Þorsteinsson og BrynJar Ólafsson starfaði við skólann til ársins 1921. Skólaárið 1921–1922 kenndi Guðrún Jónsdóttir Erlings hannyrðir en áhersla hennar var á ýmiss konar útsaum, hvítsaum, listsaum og baldýringu (Áslaug Sverrisdóttir, 2011; Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942; Vigdís Pálsdóttir, 1985). Skólaárin 1917–1919 féll handavinnukennsla pilta og stúlkna niður vegna vetrar- kulda og kolaskorts (Barnaskóli Reykjavíkur, 1930; Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909– 1942). Haustið 1919 hófu Matthías og Þorbjörg kennsluna á ný. Matthías kenndi til ársins 1921 (Freysteinn Gunnarsson, 1958). Þá tók við kennslunni Gísli Jónsson barna- skólakennari, sem kenndi handavinnu drengja með sömu áherslum í tvö ár (Áslaug Sverrisdóttir, 2011; Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Skólaárið 1922–1923 tók Halldóra Bjarnadóttir, fyrrverandi skólastjóri Barnaskóla Akureyrar, við handavinnukennslunni og annaðist hún kennsluna til ársins 1930 (Freysteinn Gunnarsson, 1958). Í staðinn fyrir hannyrðakennslu kvenna var nú tekin upp kennsla í heimilisiðnaði fyrir bæði kyn (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Með kennslu sinni, sem Halldóra kallaði nýja handavinnu, hafði Halldóra mikil og mótandi áhrif á handavinnukennslu í íslenskum barnaskólum í áraraðir (Kennara- skólinn í Reykjavík, 1909–1942, Vigdís Pálsdóttir, 1985). Halldóra hafði menntað sig í Noregi, þar sem hún lauk kennaraprófi 1899, og hafði verið þar barnakennari um nokkurt skeið. Í Noregi gekk þá yfir alda áhuga á heimilisiðnaði, sem byggðist á svip- aðri hefð og á Íslandi. Þessi áhersla var meðal annars tilraun til að vernda verkmenn- ingu norska sveitasamfélagsins (Áslaug Sverrisdóttir, 2011; Kjosavik, 2001; Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, 1960). Áhrifa frá heimilisiðnaðarstefnunni gætti í kennslu Halldóru. Hún hafði í mörg ár beitt sér fyrir framgangi heimilisiðnaðar á Íslandi og staðið fyrir kennslu í heimilis- iðnaði í Barnaskóla Akureyrar, samkvæmt norskum fyrirmyndum. Megináherslur heimilisiðnaðarins voru ólíkar hugmyndum forkólfa uppeldismiðaðra handmennta (Brynjar Ólafsson og Gísli Þorsteinsson, 2011). Rök Halldóru fyrir þessum áherslum voru hins vegar þau að þar sem erfitt hefði verið að koma uppeldismiðuðum hand- menntum á fót í barnaskólum landsins væri eðlilegt að láta á það reyna hvort þessi tegund handavinnu skilaði sér betur út í skólana (Áslaug Sverrisdóttir, 2011; Kennara- skólinn í Reykjavík, 1909–1942). Halldóra lagði einnig áherslu á tengingu hugar og handar og uppeldisleg gildi handverks (Halldóra Bjarnadóttir, 1919). Hún naut stuðnings áhugafólks um eflingu heimilisiðnaðar á Íslandi, sem vildi koma á þjóðlegri handavinnukennslu í skólum (Áslaug Sverrisdóttir, 2002). Árið 1922 skrifaði Elín Briem bréf til Alþingis um mikilvægi þess að fá Halldóru til starfa í Kennaraskólanum: Sérstaklega tel jeg það mjög þýðingarmikið að hún taki að sér kennsluna í Kennara- skólanum, því þaðan eiga kennaraefnin að koma með fullkomna þekkingu og áhuga á þessu sviði, og heimilisiðnaður getur aldrei komist í rétt horf fyrr en handavinna, bæði fyrir stúlkur og pilta, verður að skyldunámsgrein í öllum barnaskólum lands- ins, á sama hátt og nú er lögkveðið í öllum alþýðuskólum á Norðurlöndum. (Elín Briem Jónsson, 1922)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.