Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 58

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201358 „að tryggJa framBoð og fJölBreytileika“ að því að „viðskiptavinurinn“ sé upplýstur um „gæði“ skólastarfsins svo hann geti valið rétt. • Stjórnun opinberra stofnana er viðskiptavædd, en það getur orðið til þess að lýðræði veikist og pólitísk stefnumótun innan stofnana verði jaðarsett. Tæknihyggja verður allsráðandi á vettvangi álitamála og stefnumótunar. Þátttöku- og samræðulýðræði víkur fyrir neytendalýðræði. Ábyrgð er í auknum mæli færð til stjórnenda stofnana. • Hlutverk skóla er smættað niður í atvinnuhæfni (e. employability) þannig að virði einstaklinga eða gæði skóla eru metin á mælistiku vinnumarkaðar, ekki síst þekk- ingarhagkerfisins á síðustu árum. Við þessar áherslur verður neytendavitund mið- læg en borgaravitund er jaðarsett og félagslegri samstöðu er ógnað af einkahags- munum og sjálflægni (e. self-interest). • Þáttur í tæknihyggjunni er að einblína á útkomumiðað árangursmat en gera námsferlið að aukaatriði. Minni áhersla er lögð á það hvernig námið nýtist til samskipta, lýðræðisþátttöku, valdeflingar eða þróunar eigin sjálfsmyndar. Í alþjóðlegum könnunum er prófað í þáttum sem teljast mikilvægir fyrir sam- keppnishæfni þjóða. Hæfni (e. competence) hefur leyst af hólmi menntunarhugtakið og hefur beina vísun í stofn enska orðsins „compete“ (þ.e. að keppa). Menntun í skilningi hæfniorðræðunnar snýst einmitt um samkeppni, að innbyrða ákveðna þekk- ingu og þjálfa tiltekna leikni út frá bestu fáanlegri tækni á sem stystum tíma og skapa sér þannig forskot í gegnum menntamarkaðinn. Hæfni á samræmdum prófum eða í alþjóðlegum könnunum jafngildir hnattrænum menningarauði. Menntaumræða síðustu ára hér á landi hefur markast af niðurstöðum úr þessum fjölþjóðlegu könnunum og þar ber PISA hæst. Sá ótti grípur um sig að menntakerfi þjóðarinnar sé ekki samkeppnishæft þar sem íslenska menntakerfið í heild eða ákveðnir hópar nem- enda mælist of lágt (Almar M. Halldórsson, 2006; Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, Óskar H. Níelsson og Júlíus K. Björnsson, 2010) og jafnvel neikvæðar breyt- ingar á PISA-árangri milli kannanna eftir landshlutum eru túlkaðar sem áfellisdómur yfir skólastarfi á þeim svæðum án þess að setja niðurstöðurnar í víðara samhengi (Frammistaða hefur breyst milli ára: Austfirðingum hrakar í lestri, 2007; Nemum fer aftur í lestri og stærðfræði, 2007). Umræða um jafnrétti í skólum hefur meira og minna mótast af námsárangri í samræmdum innlendum og erlendum könnunum og aðrir þættir sem skipta máli varðandi kynjajafnrétti og félagslegt réttlæti í skólum hafa verið jaðarsettir (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004). Aukin misskipting í samfélögum er m.a. réttlætt með skorti á námsgráðum eða skorti á hæfni (Jessop, 2008). Það er því ekki skrýtið að áhyggjur foreldra af náms- árangri barna sinna hafi aukist. Áhyggjur af því að lenda undir í samkeppni eru skiljanlegar, þar sem bilið milli þeirra sem hafa og hafa ekki breikkar stöðugt (Stefán Ólafsson, 2006; Wacquant, 2009). Slíkt óöryggi nærir menntamarkaðinn. Kaup foreldra á námsefni, menntaefni og námskeiðum til að efla samkeppnisstöðu barna sinna hafa í kjölfarið færst í vöxt (Robinson og Díaz, 2006) og í slíku umhverfi skiptir efnahags- staða foreldra gríðarlegu máli. Í hugmyndaheimi nýfrjálshyggju er lögð áhersla á að skólar keppi um nemendur. Aukin áhersla er á ímyndarsköpun skóla til að ná til neytenda (nemenda og foreldra).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.