Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 20

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 20
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201320 leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar nauðsynlegt væri að leita leiða til að styðja við starfshæfni kennaranema, sem ekki er einungis fagleg og hagnýt heldur einnig persónuleg og félagsleg. Þessar niðurstöður eru í samræmi við margar aðrar rannsóknir sem sýna að kennara- starfið reynir mjög á tilfinningalega og félagslega hæfni kennara, ekki síður en á þekk- ingu þeirra og skilning (Hargreaves, 1998; Laursen, 2004; Søndenå, 2008). Jafnvel er talið að krafan um slíka hæfni hafi bæði aukist og orðið sýnilegri í seinni tíð þar sem kennurum er nú ætlað, samkvæmt námskrám, að stuðla að félagslegum og tilfinn- ingalegum þroska nemenda sinna (Hargreaves, 1998; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1999; Klette, 2002; Krejsler, Laursen og Ravn, 2004; McLean, 1999). Kennsla er krefj- andi starf sem reynir á persónulega eiginleika kennara ekki síður en faglega hæfni þeirra. Einkum hefur öryggisleysi nýliða í kennslu verið umfjöllunarefni fræðimanna og er brottfall þeirra úr starfi oft nefnt sem dæmi um mikilvægi þess að nýliðar í kennarastarfi njóti leiðsagnar (Darling-Hammond, 2003; Edwards og Mutton, 2007; OECD, 2005). Ljóst er að það er erfitt að hafa áhrif á persónulega eiginleika kennaranema. Margir fræðimenn hafa engu að síður leitast við að skilgreina og rannsaka þá persónulegu eiginleika sem tengjast kennarahlutverkinu og hægt er að hafa áhrif á með kennara- menntun – meðal annars með leiðsögn. Ég nefni hér nokkur hugtök og rannsóknir sem hafa verið ríkjandi í þeirri umfjöllun: Seigla: Hugtakið seigla (e. resilience) hefur verið notað til að varpa ljósi á þann persónulega styrk sem efla þarf með nýjum kennurum í ljósi þess hve erfitt starfið virðist vera (Le Cornu, 2009; Tait, 2008). Seigla er yfirleitt skilgreind sem hæfni til að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti eða sem hæfni til að líta á krefjandi viðfangsefni sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál (Masten, Best og Garmezy, 1990). Þegar kennarar eiga í hlut virðist slík hæfni samsett úr margs konar eiginleikum, meðal annars trú á eigin getu, sjálfstjórn og félagslegri hæfni (Tait, 2008). Sjálfstraust – trú á eigin getu: Starfshæfni kennara felst ekki aðeins í þekkingu, skiln- ingi og færni; hugtakið hæfni felur í sér að einstaklingurinn getur beitt vitneskjunni, skilningnum og færninni í athöfnum. Slík geta er, samkvæmt rannsóknum, háð sjálfs- trausti eða því að einstaklingurinn hafi trú á eigin getu til að ráða við viðfangsefnin (Bandura, 1997; Deci, 1975; Markus, Cross og Wurf, 1990). Sjálfstraustið er því þáttur í hæfninni. Albert Bandura (1997) skilgreinir hugtakið „self-efficacy“ sem trú einstak- linga á eigin getu til að ná árangri á afmörkuðu sviði. Slíkt sjálfstraust hefur áhrif á val fólks á viðfangsefnum, áhuga á þeim og hversu lengi það endist í þeim þrátt fyrir erfiðleika. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nýútskrifaðir kennarar, sem þróa með sér trú á eigin getu í upphafi starfsferilsins, eru líklegri en aðrir til að endast í starfi (Hoy og Spero, 2005; Smethem, 2007). Samskipta- og tengslahæfni: Anne Edwards og samstarfsmenn hennar í Englandi nota hugtakið „relational agency“, sem á íslensku mætti þýða sem tengslabundna gerendahæfni, um þá samskiptahæfni sem kennarastarfið gerir kröfur um, meðal annars vegna þess öryggisleysis sem því fylgir. Þau skilgreina slíka hæfni sem getu til að setja sig inn í hugmyndir annarra og til að túlka þær og bregðast við þeim á stöðugt faglegri hátt þegar hópur vinnur með afmörkuð viðfangsefni (Edwards og D’Arcy, 2004). Slík samskiptahæfni felur í sér getu til að veita stuðning og þiggja stuðning frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.