Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 44

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201344 tÓnmenntakennsla í íslenskUm grUnnskÓlUm Persónulegar áherslur í tónmenntakennslu Söngur mikilvægasti þátturinn Aðspurðir um hvað þeir leggðu mesta áherslu á í tónmenntakennslu nefndu allir söng sem einn af helstu þáttunum í kennslu sinni og átta þeirra nefndu söng fyrstan allra þátta. Það er til marks um mikilvægi söngs í hugum þessara kennara að allir nema einn sögðu að þeir myndu sinna söngþættinum ef þeir hefðu aðeins tíma fyrir einn þátt í tónmennt. Jafnframt tóku þrír þeirra fram að þeir myndu ekki vilja kenna tón- mennt með þeim hætti að það væri bara sungið og ekkert annað gert. Skapandi vinna, hljóðfæranotkun og hreyfing Þegar tónmenntakennararnir voru inntir eftir því hvaða námsþætti þeim fyndist mega sleppa að kenna, t.d. ef tími væri naumur voru svörin um margt lík. Alls voru átta á því að kennslu í nótnalestri og/eða tónfræði mætti sleppa en þar á eftir kom tónlistarsaga og umfjöllun um tónskáld, sem þrír voru sammála um að væri ofaukið í tónmenntakennslu. Tveir færðu rök fyrir því að ekki þyrfti að sinna hreyfingu svo mikið í tónmennt þar sem þeim þætti væri sinnt í dansi og íþróttum í þeirra skóla. Einn nefndi sérstaklega að hljóðfæranotkun og skapandi vinna yrði gjarnan útundan í kennslu hans vegna hópastærða og tímaskorts. Í viðtölum við hina kennarana kom einnig fram að þessum þætti væri oft minna sinnt en öðrum. Mörgum finnst þeir ekki hafa bolmagn eða færni til þess að sinna skapandi vinnu með hljóðfæri sem skyldi. Nótnalestur, tónfræði og tónlistarsaga Þó að nótnalestur, tónfræði og tónlistarsaga væru þættir sem helst mætti sleppa úr tónmenntakennslu að mati margra viðmælenda voru þessir þættir veigamiklir og jafnvel ómissandi að mati annarra viðmælenda. Hjá fjórum kennurum skipaði tón- fræði og nótnalestur sinn sess í kennslunni og notuðu þrír þeirra blokkflautur við nótnakennsluna í sumum árgöngum. Sömuleiðis fannst tveimur viðmælendum tón- skáldakynningar og innsýn í vestræna tónlistarsögu mikilvægir þættir og væru þeir órjúfanlegur hluti af tónmenntakennslu þeirra. Í máli eins viðmælanda sem kenndi á blokkflautu kom fram athyglisverð rök- semdafærsla. Mikilvægi nótnalesturskennslu byggðist á því að hún væri forsenda blokkflautukennslunnar en um leið var blokkflautan nefnd sem tæki til þess að kenna nemendum að lesa nótur. Það var hins vegar ekki ljóst hvort skipti meira máli, blokk- flautunámið eða nótnalesturinn, heldur virtust þættirnir kalla hvor á annan. Þetta endurspeglar hugsanlega óskýra og óljósa stöðu nótnalesturs í tónmennt í íslensku skólakerfi, þar sem hvorki er tekið fram að slík kennsla sé mikilvæg né hver sé til- gangur hennar. Kennsluaðstaða Ólíkar áherslur í tónmenntakennslu mátti greina í því hvernig kennararnir töluðu um eigin kennslu og hlutverk sitt, en jafnframt endurspegluðust áherslur kennarans í því hvernig kennslurými var skipulagt. Allir viðmælendur höfðu nokkuð gott eða mjög gott rými til kennslu. Réttur helmingur þeirra skipulagði kennslustofuna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.