Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 64

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 64
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201364 „að tryggJa framBoð og fJölBreytileika“ grunnskólastarfsins, þ.e. öllum námsgreinum og námsþáttum, en ekki eingöngu þátt- um sem eru samkeppnishæfir og seljast vel. Rétt eins og ríkisskólum ber henni skylda til að sinna öllum nemendum, öllum námsgreinum og sviðum en ekki eingöngu þeim sem „gefa arð“. Í orðræðu nýfrjálshyggjunnar eru kröfur um menntun sem almanna- gæði jaðarsettar en menntun sem er skilgreind sem einkahagsmunir eða vara verður miðlæg (Ball, 2006; Davies og Bansel, 2007). Slík hugsun á í þessu tilfelli við um alla aðila sem gefa út námsgögn nema Námsgagnastofnun. Um hlutverk og skyldur stofnana sem semja námsgögn Inntakið í markmiðsgrein laga um námsgögn er einfalt. Markmiðið er eingöngu að „tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna“ (Lög um námsgögn nr. 71/2007, 1. grein) og hefur þessi grein rýrnað mjög frá fyrri lögum. Það á þó eingöngu við um fyrirtæki á markaði þar sem tilgreind eru áfram sérstök ákvæði um hlutverk Náms- gagnastofnunar (sbr. 3., 4., og 5. grein). Hvergi er tryggð sameiginleg ábyrgð, samráð eða framtíðarsýn eins og víða er að finna í menntalögum (t.d. í Lögum um grunn- skóla nr. 91/2008). Einkaframtaki og fyrirtækjum eru ekki settar skorður varðandi hlutverk umfram það markmið „að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna“. Þetta þrástef er bundið þeirri sýn að aukið framboð muni sjálfkrafa tryggja meiri fjöl- breytni og gæði. Í íslenskum lögum er varða menntageirann eru dæmi um að ríkisreknar stofnanir búi við meira aðhald, eftirlit og kröfur um lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð en einkareknar stofnanir og sjálfseignarstofnanir. Í lögum um námsgögn er eftirtektarvert að markmiðagreinin úr eldri lögum (Lög um Námsgagnastofnun nr . 23/1990) er eingöngu bundin við Námsgagnastofnun, sem þarf að leggja til námsgögn á öllum stigum og í öllum greinum grunnskólans. Námsgagnastofnun ber ábyrgð á útgáfu, framleiðslu og dreifingu námsgagna … hefur með höndum þróun námsgagna og hefur frumkvæði að könnunum og rann- sóknum á gerð þeirra og notkun … skal hafa samráð við kennara og skóla og fylgjast með þróun og nýsköpun í námsgagnagerð fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. (Lög um námsgögn nr. 71/2007) Hér birtist skýrt dæmi um regluslökun gagnvart einkafyrirtækjum á meðan reglum og kröfum er áfram haldið að ríkisstofnunum. Hvergi er minnst á öll þessi mikilvægu atriði í tengslum við námsgagnafyrirtæki á markaði. Samkvæmt þessu þarf ekki að vinna kannanir og rannsóknir á gerð og notkun námsgagna sem gefin eru út af öðrum en Námsgagnastofnun. Ábyrgð einkaframtaksins og námsgagnafyrirtækja er eingöngu bundin við að auka framboð og fjölbreytileika. Mat á námsgögnum Í gildandi lögum um námsgögn er eitt ákvæði sem varðar mat á námsgögnum en það á eingöngu við eftir að búið er að gefa námsefni út. Kveðið er á um að ef útgefið námsefni reynist vafasamt sé heimilt „að óska eftir því að menntamálaráðuneytið meti hvort viðkomandi námsgögn séu hæf til notkunar í kennslu“ (Lög um námsgögn nr. 71/2007, 8. grein). Slíkt fyrirkomulag býður ekki upp á markvissar athuganir. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.