Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 49

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 49
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 49 Helga rUt gUðmUndsdÓttir þætti, en það eru einangrun tónmenntakennara og áhyggjur þeirra af hópastærðum. Hvorugur þessara þátta var á spurningalistanum, sem hafður var til hliðsjónar í við- tölunum, en báðir þættir komu ítrekað fram hjá viðmælendum. Allir viðmælendur voru eini tónmenntakennari síns skóla, en margir nefndu að gott væri að hafa annan kennara sem þeir gætu unnið með og skipst á hugmyndum við. Þörf tónmenntakennara fyrir samstarf og óttinn við einangrun í starfi er nokkuð sem skólastjórnendur ættu að hafa í huga við ráðningar. Margir tónmenntakennarar hafa réttindi til þess að kenna fleiri námsgreinar og því ættu að vera möguleikar á því að ráða fleiri en einn tónmenntakennara við hvern skóla sem kenndu þá fleira en aðeins tónmennt. Einnig má koma í veg fyrir einangrun með því að virkja tón- menntakennara betur í samstarfi við aðra kennara en nú er gert. Samkvæmt mörgum viðmælendum í þessari rannsókn eru hópastærðir eða fjöldi nemenda í bekk sá þáttur sem einna helst hamlar frjálsu og skapandi starfi í tónmennt. Ekki er þó tryggt að smærri hópar leysi allan vanda og tryggi nýstárlegri starfshætti í tónmenntakennslu. Í fyrsta lagi var því ekki þannig varið í þessari rannsókn að tónmenntakennarar með stærri hópa kenndu síður með skapandi hætti en þeir sem höfðu minni hópa. Í öðru lagi má í þessu sambandi benda á nýlega heimild um skap- andi starf og tónsmíðar í norskum sjöttu bekkjum, þar sem kennarar voru einir með 22−27 nemendur í einu í slíkri vinnu. Kennarar þessara bekkja álitu húsnæði vera helsta takmarkandi þáttinn í slíkri vinnu en ræddu ekki um að minnka þyrfti hópa. Norsku kennararnir skiptu nemendum upp í litla hópa sem þurftu að vinna sjálfstætt á svæðum á víð og dreif um skólann (Turøy, 2007). Þetta er kennsluaðferð sem ekki virtist algeng hjá tónmenntakennurunum í þessari rannsókn. Erfitt er þó að bera áherslur í kennslu íslenskra tónmenntakennara saman við það sem gerist erlendis. Í fyrsta lagi eru heimildir um áherslur í kennslu oft aðeins frá- sagnir af einstökum dæmum, fremur en yfirgripsmiklar úttektir, og því erfitt að vita hvernig kennslan hér er frábrugðin dæmigerðri kennslu erlendis. Einnig torveldar það samanburð að hér á landi er mest áhersla lögð á kennslu yngstu aldurshópanna í tónmennt og því aðrar áherslur og efnisval en erlendis, þar sem tónmennt er oftar í boði fyrir táningsaldurinn. Á hinum Norðurlöndunum hefur hlutur popptónlistar aukist verulega í námsefni og kennsluáherslum, en slíkt er ekki hægt að merkja í kennslu viðmælendanna í þessari rannsókn, þó popptónlist komi við sögu í einhverj- um hluta tónmenntakennslunnar. Þessi áherslumunur stafar líklega af því að íslenskir nemendur í tónmennt eru almennt yngri en þeir sem rætt er um á hinum Norður- löndunum. Viðmælendurnir í þessari rannsókn voru ekki frábrugðnir „framúrskarandi“ tón- menntakennurunum í grein Kristínar Valsdóttur (2009), hvað varðaði nálgun og út- færslur í kennslu, sem voru í samræmi við persónulegan áhuga og styrkleika hvers kennara. Um leið og tónmenntakennararnir voru úrræðagóðir með námsefni og leiðir má líka segja að útfærslur þeirra í kennslu væru í tiltölulega föstum skorðum. Það var ekki margt sem kom á óvart varðandi val á viðfangsefnum eða kennsluaðferðum og var margt líkt frá einum kennara til annars, þó að samsetningin væri með ólíkum hætti. Mikið er um kennarastýringu og þó slíkt geti falið í sér virkni nemenda mætti hæglega auka virkni nemenda í tímum með fjölbreyttari leiðum í kennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.