Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 11

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 11 ragnHildUr BJarnadÓttir og aðstæðubundið ferli hafa einnig haft mikil áhrif á skilgreiningar á starfsnámi og leiðsögn, meðal annars hefur hugtakið lærlingsnám fengið nýja merkingu. Kenningar hafa mótast á undanförnum áratug þar sem stefnt er að víðtækari menntun með leiðsögninni, meðal annars í samstarfshópum, og einnig að því að skólinn sem heild beri ábyrgð á vettvangsnámi og leiðsögn kennaranema sem þá er ætlað að vera afl í bæði kennaramenntun og skólaþróun (sjá m.a. Darling-Hammond, 2006; Edwards og Mutton, 2007; Hargreaves og Fullan, 2000; Le Cornu og Ewing, 2008; Sundli, 2007a). Skilgreiningar á starfstengdri leiðsögn og markmiðum með henni eru þannig mismunandi enda þótt samskipti séu alltaf kjarni skilgreininganna og meginmark- miðið sé starfsmenntun einstaklinga og hópa. Stundum eru skilgreiningarnar óljósar enda eru hugtök um leiðsögn mörg og í stöðugri þróun. Til dæmis er orðið mentor nú í auknum mæli notað um þá sem sinna hefðbundinni starfstengdri leiðsögn, meðal annars leiðsögn kennaranema, bæði í skrifum á ensku og norrænum tungu- málum. Hugtakið leiðsögn virðist núna vera í brennidepli umræðunnar um menntun kennara og er líklegt að það stafi meðal annars af áherslu á að nám sé félagslegt og aðstæðubundið ferli og viðurkenningu á mikilvægi leiðsagnar fyrir nýliða í kennslu (European Commission, 2010). Þar sem leiðsögn kennaranema er meginviðfangsefni þessarar greinar er vett- vangsnám kennaranema umgjörð þeirrar leiðsagnar sem hér er fjallað um. Skipan vettvangsnáms hefur breyst víðast hvar á undanförnum árum og á það einnig við um fyrirkomulagið í kennaramenntun á Íslandi. Þá er vísað til samstarfsverkefna milli háskóla og almennra skóla um kennaramenntun (e. partnership projects). Tilgangur- inn er meðal annars að skapa meiri samfellu í vettvangsnámi kennaranema og einnig að efla samstarf stofnana um kennaramenntun og skólaþróun. Þessar breytingar vekja spurningar um það hvernig skilgreina skuli leiðsögn í breyttu landslagi vettvangs- náms. Markmið með vettvangsnámi – vettvangsnám sem umgjörð leiðsagnar Rannsóknir á markmiðum vettvangsnáms benda til þess að þar megi greina tvö megin- sjónarmið: Annars vegar áherslu á að kennaranemar kynnist starfinu og öðlist hagnýta færni og jafnframt þjálfun í að beita þekkingu sinni úr háskólanámi í starfinu; hins vegar áherslu á almenna menntun nemanna þar sem fagmennska og siðræn gildi eru í fyrirrúmi (Brekke, 2010; Ulvik og Smith, 2011). Í kennsluskrá Kennaraháskóla Íslands og síðar á Menntavísindasviði hefur fyrra sjónarhornið verið áberandi fram til þessa. Í kennsluskrá ársins 2007 stendur: „Markmið vettvangsnáms er að kennaranemum gefist kostur á að kynnast og öðlast skilning á mikilvægustu hliðum kennarastarfsins og skólans og fái þjálfun í starfi“ (Kennaraháskóli Íslands, 2007). Einnig kemur þar fram að vettvangsnáminu sé ætlað að tengja þá fræðilegu þekkingu sem nemendur hafa aflað sér í náminu við starf í skólum. Í kennsluskrá Menntavísindasviðs fyrir há- skólaárið 2012–2013 hafa bæst við markmið um víðtækari menntun kennaranema sem fela í sér þróun viðhorfa og siðrænna gilda. Í vettvangsnámi eiga nemarnir að öðlast „það persónulega öryggi sem fagmanni er nauðsynlegt til þess að ná árangri sem er forsenda starfsánægju“ og einnig er stefnt að því að þeir öðlist „færni í samvinnu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.