Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 87

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 87
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 87 margrét a. markÚsdÓttir og sigrÚn aðalBJarnardÓttir Framandgerving Finns á innflytjendum birtist hér þannig að „við“ Íslendingar virðumst vera normið sem „þau“, sem flytja hingað, gætu hugsanlega truflað með gjörðum sínum eða þau gætu breytt samfélagi og menningu „okkar“ á einhvern hátt. Í þessum orðum virðist ekki hugað að því að „við“ gætum átt eitthvað sameiginlegt með „þeim“ eða að samfélagið sé einnig „þeirra“ á einhvern hátt. Nokkur þeirra slá úr og í; fólk af erlendum uppruna á að fá að ráða lífsstíl sínum en þó innan ákveðins ramma. Rannveig segir sem dæmi: „Bara mega vera eins og þau vilja vera … hvernig þau vilja lifa, en ekki opna svona pólskar búðir eins og í Breiðholtinu.“ Segja má að nokkurrar mótsagnar gæti í orðum hennar að „þau“ eigi að fá að lifa á þann hátt sem þau kjósa en ættu samt sem áður ekki að fá að opna eigin verslanir. Annað dæmi er þegar Unnur ræðir skoðun sína á því hvort fólk af erlendum uppruna eigi að fá að kjósa í kosningum. Hún segir að þar sem Ísland sé „okkar land“ þá ættum „við bara að fá að kjósa okkar ríkisstjórn.“ Hún bætir þó við: „Ég hef ekkert á móti því að þau kjósi og þau mega alveg kjósa ef þau vilja, en ef ég væri útlendingur þá myndi ég ekkert vera að kjósa í öðrum löndum.“ Hún segist því ekki hafa á móti því að „þau“ kjósi en samt virðist hún vera á því að það séu einungis „við“ sem kjósum. Ef til vill er hún tvístígandi í afstöðu sinni. Andstöðu við breytingar á menningu hér á landi má einnig greina. Finnur hefur orðið: „Þegar þú flytur inn í nýtt land, þá finnst mér að þú eigir að taka upp þá menn- ingu sem er í því landi.“ Hann bætir við um tungumálið: „Ef það [fólkið] vill hafa það svoleiðis áfram hjá sér [að tala móðurmál sitt] þá getur það bara haft það á heimilinu. Mér finnst ekki að það ætti að vera að breiða það út fyrir heimilið.“ Þá virðist Lára mótfallin breytingum á trúmálum þjóðarinnar sem mögulega gætu fylgt innflytjend- um: „Íslendingar eru langflestir kristnir og já, mér finnst við eiginlega bara eiga að vera kristin þjóð.“ Að vera Íslendingur: Hjá ungmennunum fimm er einnig meira áberandi en hjá hinum hvernig þau tala um hvað það sé „að vera Íslendingur“. Þau tengja það t.d. kosninga- réttinum. Sem dæmi má taka að Ingibjörgu finnst að innflytjendur sem hafa búið hér á landi í nokkur ár eigi ekki að fá að kjósa nema þeir hafi íslenskan ríkisborgararétt: Þetta er Ísland, þetta eru okkar stjórnvöld, þið komið hingað til okkar, við erum búin að vera hérna alltaf. Mér finnst einhvern veginn að það ættu að vera Íslend- ingar hvort sem þú ert þá útlendingur með íslenskan ríkisborgararétt eða bara pjúra Íslendingur. Eins og sjá má er hér greint skýrt á milli Íslendinga og annarra. Lára talar á svipuðum nótum og segir að til þess að geta tekið þátt í kosningum ættu innflytjendur að hafa öðlast íslenskan ríkisborgararétt: „Ef þau eru komin með íslenskan ríkisborgararétt, eru orðin hluti af þjóðinni og bara góðir íbúar, þá finnst mér alveg sanngjarnt að þau hafi líka rétt … Mér finnst bara að Íslendingar eigi að kjósa í svona stjórnir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.