Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 14

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201314 leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar um leiðsögn og skólamenning og aðstæður í skólastarfi áþekkar þar og hér á landi. Niðurstaða rannsóknar minnar var að skipa kenningunum í fjóra flokka og taldi ég að þannig mætti draga upp skýrustu myndina af þessu flókna landslagi leiðsagnar- kenninga og margþættra markmiða . Í fyrsta flokknum eru kenningar sem þróuðust á síðustu áratugum 20. aldar og eru enn í fullu gildi, í hinum flokkunum eru kenn- ingar sem hafa mótast á þessari öld. Hugsanlega má líta á þessa flokka sem fjórar leiðsagnarstefnur . Samantekt mín er þó ekki tæmandi; til dæmis hafa fræðimenn fjallað um leiðsögn þar sem tekið er mið af kerfakenningum (e. system theories) og einnig starfendarannsóknum (e. action research), sem ég taldi rétt að draga ekki inn í þessa samantekt þar sem markmiðin eru ekki í fyrirrúmi og geta auk þess tilheyrt fleiri en einum flokki. Næstu fjórir kaflar eru þannig byggðir upp að fjallað er um helstu áherslur, fræði- legan bakgrunn og hugtök í hverjum flokki fyrir sig. Einnig eru nefndir nokkrir fræði- menn sem fjallað hafa um leiðsögn frá viðkomandi sjónarhóli. Auk þess er komið lauslega inn á samskipti í leiðsögninni og leiðsagnarhlutverkið. Í lok hvers kafla er svo stutt samantekt yfir helstu markmið leiðsagnarinnar og einnig getið um helstu gagn- rýni á kenningarnar. Í sumum tilvikum er gagnrýnin studd rannsóknum en í öðrum tilvikum er um ályktanir eða ábendingar að ræða. Í kafla með samantekt er yfirlitstafla (sjá bls. 26) þar sem dregnar eru saman niðurstöður um helstu einkenni leiðsagnar- kenninganna og einnig er þar fjallað um þætti sem eru ólíkir eða þeim sameiginlegir. Nokkur atriði eru sameiginleg allri umfjöllun um leiðsögn kennaranema. Þau eru því ekki tilgreind sérstaklega í köflunum fjórum hér á eftir. Þá á ég til dæmis við að alltaf er stefnt að starfsmenntun nemanna. Sá sem er í leiðsagnarhlutverki verður að geta hlustað vel, stutt og hvatt kennaranemann auk þess að vera umburðarlyndur. Góð tengsl eða samskipti milli leiðsagnarkennara og kennaranema eru talin mikilvæg enda þótt áherslur séu mismunandi með tilliti til innihalds, valdastöðu og samskipta- forms. 1. Ígrundun um starfið og eigin starfskenningu Eins og fram kom í inngangi hefur hið hefðbundna hlutverk leiðsagnarkennara verið að styðja kennaranema í því að takast á við kennarastarfið, einkum hagnýtar hliðar þess, og í að beita þekkingu sinni úr háskólanámi á starfsvettvangi. Um og eftir 1980 komu fram kenningar um starfstengda leiðsögn þar sem „menntandi samskipti“ og fagmennska eru lykilhugtök (Handal og Lauvås, 1983; Korthagen, 1985; Zeichner, 1983, 1990). Áherslan færðist frá frammistöðu í starfi yfir á kennaranemann sem lærir af eigin reynslu. Fyrirmyndin er kennarinn sem fagmaður; hann er ábyrgur starfs- maður og tekur mið af viðurkenndri þekkingu og siðareglum sem tengjast starfinu. Leiðsögn felst samkvæmt þessum kenningum bæði í stuðningi og í ögrun. Í bók minni Leiðsögn – liður í starfsmenntun kennara (Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993) skilgreini ég starfstengda leiðsögn sem samskiptaferli þar sem stefnt er að því að skjólstæðingur- inn öðlist persónulegan og faglegan styrk sem nýtist honum í starfi. Síðan segir: Í starfstengdri leiðsögn er ætlast til að skjólstæðingurinn viti í lok leiðsagnartímans meira en áður um eðli viðkomandi starfs, að hann sé færari um að takast á við ýmis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.