Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 12

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201312 leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar samstarfi, temji sér umburðarlyndi og fordómalaus viðhorf og hafi manngildis- og jafnréttissjónarmið ávallt að leiðarljósi“ (Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, 2012). Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur á undanförnum árum verið unnið að endurskoðun og endurskipulagningu á vettvangsnámi kennaranema og komið á svokölluðu heimaskólakerfi. Samstarfssamningar hafa verið gerðir við leik-, grunn- og framhaldsskóla um að þeir taki að sér að vera heimaskólar fyrir hópa kennaranema. Á fyrsta eða öðru námsári fá allir kennaranemar sérstakan heimaskóla þar sem þeir stunda sitt vettvangsnám og hafa aðgang að á námstímanum (Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, 2012). Þannig er ætlast til að þeir kynnist skólastarfinu í heild en ekki einungis sjálfri kennslunni. Samstarfið miðar bæði að því að bæta og auka samfellu í vettvangsnámi kennaranema og einnig að því að efla faglega starfshæfni allra þátttakenda í samstarfinu – kennara, stjórnenda, stofnana – en ekki eingöngu kennaranema. Einnig er stefnt að því að fleiri einstaklingar komi að vettvangsnámi en tíðkast hefur og þá er átt við allt skólasamfélagið í hverjum heimaskóla en ekki eingöngu kennaranema, leiðsagnarkennara og háskólakennara. Í Háskólanum á Akur- eyri er einnig nú um stundir verið að endurskipuleggja vettvangsnám þar sem mark- miðin eru á svipuðum nótum. Samstarfsskólarnir eru kallaðir starfsþróunarskólar og er ætlast til að bæði leiðsagnarkennarar og aðrir kennarar í skólunum veiti kennara- nemum leiðsögn (Anna Elísa Hreiðarsdóttir, María Steingrímsdóttir og Trausti Þor- steinsson, 2011). Samstarfsverkefni af þessu tagi hafa verið ríkjandi í stefnumótun um kennara- menntun á síðastliðnum áratug (Darling-Hammond, 2006; Edwards og Protheroe, 2004; Le Cornu og Ewing, 2008). Sums staðar eiga þau rætur í þeim viðhorfum, sem víða hafa náð fótfestu á undanförnum árum, að kennaramenntun þurfi að færa í auknum mæli út í skólana. Jafnvel er talað um „umpólun“ (e. practicum turn) í því sambandi. Víða er þó megináhersla lögð á að efla samstarf háskóla og heimaskóla um vettvangsnám kennaranema og samábyrgð þessara stofnana á menntun kennara og þróun skólastarfs, eins og á við um endurskoðun vettvangsnáms hér á landi. Skortur á tengslum milli háskólanáms og starfsvettvangsins hefur þótt vera akkilesarhæll kennaramenntunarinnar og lengi hefur verið leitað leiða til að brúa þetta bil. Kenneth Zeichner (2010) og fleiri fræðimenn hafa lýst því hvernig samstarfs- verkefni hafi – og geti – skapað svigrúm fyrir breytt samstarf milli háskóla og vett- vangs þar sem jafnrétti og lýðræðisleg samvinna er höfð að leiðarljósi. Þeir vilja nota hugtakið þriðja svæðið (e. third space) um þetta sérstaka svigrúm til samstarfs. Þeir telja að fræðilega þekkingin hafi skipað æðri sess en sú hagnýta í tilraunum til að tengja saman fræði og starf og að það valdamisvægi hafi staðið í vegi fyrir árangri. Áherslan á að móta þriðja svæðið í kennaramenntun sé stefnubreyting í viðhorfum til kennaramenntunar þar sem hún feli í sér viðurkenningu á því að fræðileg þekking háskólakennara, sem byggð er á rannsóknum, og hagnýt þekking kennara, sem verður til við beina reynslu í starfi, sé jafngild. Bæði háskólakennarar og starfandi kennarar búi yfir mikilvægri sérfræðiþekkingu og góð kennaramenntun sé háð því að þróuð sé ný þekking í samstarfi beggja aðila – og þá á jafningjagrundvelli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.