Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 150

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 150
höfundur, Ellen Calmon, er núverandi framkvæmdastjóri. Það getur talist grafa nokk- uð undan fræðilegu hlutleysi bókarinnar að hún er unnin í samstarfi við ADHD-sam- tökin, sem eru hagsmunasamtök áhugamanna um ADHD, en þar vegur upp á móti að sérkennsluritstjóri Námsgagnastofnunar er skráður ritstjóri bókarinnar og margir sérfræðingar, foreldrar og „greindir“ einstaklingar hafa komið að gerð hennar. Helst til langt er seilst til að sannfæra lesendur um trúverðugleika þess sem haldið er fram: „rannsóknarniðurstöður um réttmæti [ADHD] standa … á traustari grunni en rannsóknir á flestum öðrum geðröskunum“ (bls. 8) vegna þess hversu margar rannsóknir hafi verið gerðar á fyrirbærinu. En fjöldi rannsókna skiptir minna máli en niðurstöður þeirra þegar réttmæti á í hlut eins og krabbameinsrannsóknir eru vís- bending um. ADHD er lítt skilið fyrirbæri þó að ámóta hegðunarmynstur hafi verið þekkt meðal barna í a.m.k. 100 ár og umtalsverðar rannsóknir hafi farið fram á því undanfarna áratugi. Orsakir, einkenni, áhrifaþættir, nýgengi og áhrifarík meðferð eru ekki ótvíræð um ADHD fremur en svo marga aðra mannlega kvilla eða „raskanir“, eins og raunar er viðurkennt annars staðar í bókinni (bls. 10). Því ber að taka með fyrirvara fullyrðingar um réttmæti, lögmæti og orsakasamhengi í rannsóknarniður- stöðum að því er varðar ADHD. Þar mætti stíga varlegar til jarðar. Meginskilaboð bókarinnar eru þau að það mundi bæta líf nemenda með ADHD til muna ef viðhorf til þeirra væru jákvæðari og byggð á þeirri þekkingu að ADHD sé þroskafrávik af líffræðilegum toga og sjónum beint að styrkleikum einstaklinga. Þessi sterki undirliggjandi boðskapur er skiljanlegur í ljósi þess að viðbrögð umhverfisins við hegðun eru afar menningar- og aðstæðubundin og breytileg milli skóla, en við- horf virðast skipta sköpum um hvort litið er á slíka nemendur sem vandamál eða viðfangsefni (sjá t.d. Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörgu Kaldalóns, 2006). Ef sannfæra þarf kennara og foreldra um gildi slíkra viðhorfa og þekkingar er skiljanlegt að mikið sé lagt upp úr því að gera trúverðugleika bókarinnar sem mestan. saMantEKt ADHD-handbókin er gagnlegt rit fyrir alla kennara og foreldra, háskólanema í upp- eldis- og kennslufræðinámi, þroskaþjálfa og námsráðgjafa í leik-, grunn- og fram- haldsskólum. Bókin á sem sagt ekki bara erindi við þá sem fjalla um og umgangast grunnskólanemendur með ADHD heldur öll börn og fullorðna sem stríða við erfið- leika af ámóta tagi. Hafa þarf í huga að nálgun bókarhöfundar, sem leggur áherslu á greiningarviðmið, minnislista, beina þjálfun, skilvirkni og árangur, er ekki sú eina sem kemur til greina, en hún mun henta fjölmörgum við ýmsar aðstæður. Helsta gildi bókarinnar er einmitt sá fjöldi hugmynda sem safnað hefur verið saman og þýddur á íslensku og þær upplýsingar um stofnanir og félagasamtök sem geta komið að góðu gagni í daglegu skólastarfi. adHd -HandBÓkin Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.