Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 19

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 19
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 19 ragnHildUr BJarnadÓttir og byggist á samspili hugar og líkama. Að fylgjast með starfi annarra og gera eins og þeir geta verið fyrstu skref í starfsnámi og liður í að ná tökum á daglegum athöfnum og viðfangsefnum í starfinu og verða þannig fullgildur þátttakandi í því. Námið fer ekki einungis fram í þessum samskiptum milli meistara og lærlings. Litið er á félags- lega þátttöku, þátttöku í skólasamfélaginu í þessu tilviki, sem farveg starfsmenntunar. Þessar kenningar hafa notið mikilla vinsælda og eru taldar eiga þátt í vaxandi áhuga á gildi þess hluta starfsnáms sem fram fer á starfsvettvangi. Flestir fræðimenn, sem hafa fjallað um starfstengda leiðsögn á síðastliðnum árum, líta svo á að námið sé aðstæðubundið og margir þeirra vitna í skrif Lave og Wengers um breytta þátttöku í starfi sem markmið (Lave, 1996; Lave og Wenger, 1991; Wenger, 1998). Meðal annars hafa Handal og Korthagen tengt sínar áherslur við þessar kenningar (sjá kaflann hér á undan) (Handal, 2007; Korthagen, 2010). Markmið: Leiðsögninni er ætlað að stuðla að breyttri þátttöku kennaranemans í starfi þannig að hann verði smátt og smátt fullgildur þátttakandi í starfi og starfs- menningu. Áhersla er lögð á sjálft ferlið frá því að vera nýliði eða nemandi og til þess að vera fullgildur starfsmaður. Markmiðin geta verið mismunandi eða aðstæðubund- in og eru einnig háð því hvar námsmaðurinn er staddur í námsferlinu. Takmarkið er að neminn verði meistari á sínu sviði. Gagnrýni: Þessar kenningar eiga djúpar rætur í verkmenntun. Þær þykja því henta vel til að varpa ljósi á starfsnám þar sem verkleg færni skipar háan sess, til dæmis listnám og rannsóknarnám, en þykja ekki hafa sannað gildi sitt þegar námið er fræði- legra (Skagen, 2004). Bent hefur verið á hættuna á að námið og leiðsögnin miðist við aðlögun að hefðbundnum gildum í starfi og starfsmenningu og að leiðsögnin beinist í of ríkum mæli að árangri eða frammistöðu í starfi (Sundli, 2007b). Einnig hefur verið bent á að gildi fræðilegra hugtaka og kenninga sé vanmetið í mörgum þessara kenn- inga (Edwards, 2005a). Athygli hefur verið vakin á að námsferli séu ekki nógu vel útskýrð og að tengja þurfi þessar hugmyndir betur við skilgreiningar á því hvernig hugsun og skilningur einstaklinga þróast í samskiptum við aðra og á grundvelli eigin reynslu (Korthagen, 2010). Áhersla hafi frekar verið lögð á að þróa þessar kenningar og móta hugmyndafræðilegan bakgrunn þeirra en á útfærslu leiðsagnarinnar og námsmarkmið fyrir kennaranema. 3. Persónulegur styrkur og félagsleg hæfni kennarans Í þessum kafla er fjallað um leiðsögn þar sem markmiðið er að efla tilfinningalega og félagslega hæfni kennaranema til að takast á við kennarastarfið og þá einkum seiglu þeirra, sjálfstraust, faglega sjálfsvitund og samskiptahæfni. Í mörgum tilvikum eru markmið og aðferðir leiðsagnarinnar andsvar við áherslunni á vitsmuni og þekkingu. Fyrir nokkrum árum rannsakaði ég, ásamt fjórum öðrum norrænum háskólakenn- urum, reynslu norrænna kennaranema af erfiðum viðfangsefnum í vettvangsnámi. Þátttakendur voru verðandi grunnskólakennarar í Reykjavík, Tromsø, Umeå og Þórs- höfn. Þar kom fram að helmingur þátttakendanna lýsti erfiðleikum sem voru af til- finningalegum toga og tengdust samskiptum við aðra (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2008). Ekki mátti greina mun milli landa hvað þessi atriði varðaði. Ályktun mín var sú að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.