Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 18

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 18
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201318 leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar þátttöku leiðbeinandans í athöfnum nemandans og byggist sú þátttaka á sameigin- legum áhuga þeirra, sem Rogoff kallar samhuglægni (e. intersubjectivity), og sam- vinnunámi þar sem þátttakendur reyna að setja sig hver inn í annars sjónarhorn og stefna að sameiginlegum markmiðum. Hins vegar felast aðferðirnar í leiðsögn þar sem leiðbeinandinn leiðir nemandann inn í menningu athafna og starfs, til dæmis með því að útskýra og ræða hugtök, venjur og gildi (Rogoff, 1990). Skilgreiningar Rogoff og ályktanir eru byggðar á viðamiklum empírískum rannsóknum. Kenningar Lave og samstarfsmanna um aðstæðubundið nám tengjast starfs- menntun með beinni hætti en kenning Rogoff og hafa hinar fyrrnefndu verið ríkjandi í rannsóknum á kennaramenntun á síðastliðnum árum. Starfsnám felst samkvæmt skil- greiningum Lave og félaga í úrvinnslu á þekkingu og reynslu þar sem lærlingurinn þróar með sér nýjar og fjölbreyttari leiðir til að túlka og bregðast við umhverfinu og verður þannig sífellt upplýstari þátttakandi í starfi, starfssamfélagi og starfsmenn- ingu (Chaiklin og Lave, 1996; Lave og Wenger, 1991). Samkvæmt þessari fræðasýn er nám alltaf háð aðstæðum og menningu. Til dæmis læra kennaranemar að fást við hegðunarvandamál með því að takast á við þau á sjálfum starfsvettvangnum, ræða við reynda kennara og með því að kynna sér þá þekkingu og siðrænu viðmið sem til- heyra skólamenningunni. Bókin Mesterlære – læring som social praksis (1999) í ritstjórn Klaus Nielsen og Steinars Kvale hafði mikil áhrif á rannsóknir norrænna fræðimanna á starfsnámi. Höfundar gagnrýna áhersluna á bóknám í starfstengdu háskólanámi og telja að margt megi læra af fyrri hugmyndum um iðnmenntun. Meðal höfunda eru Lave og fræðimenn við danska háskóla sem unnu með henni á þessum tíma. Rannsóknir höfundanna varpa ljósi á það hvernig fullorðnir nemendur tileinka sér og þróa þekkingu sína með beinni þátttöku í starfi og starfsmenningu og einnig í öðrum menningarlegum athöfnum. Niðurstöðurnar veita innsýn í það hvernig nýliðar þróast frá því að vera lærlingar með yfirborðsþekkingu á starfi til fullrar þátttöku í starfssamfélagi eða námssamfélagi og hvernig þeir fara að því að nýta sér þau verkfæri, meðal annars tungumálið, sem tilheyra menningunni. Í einum kaflanum fjalla Hubert og Stuart Dreyfus um kenningu sína um það hvernig starfshæfni þróast en þeir hafa skilgreint sérstök stig í ferlinu frá því að vera nýliði og til þess að vera hæfur starfsmaður – og síðar sérfræðingur – í starfi (Dreyfus og Dreyfus, 1999). Fyrstu stigin einkennast af því að nýliðinn er upp- tekinn af afmörkuðum athöfnum og skortir heildarsýn yfir starfið og starfsaðstæður. Síðari stigin í ferlinu einkennast af auknum skilningi á aðstæðum, möguleikum á að forgangsraða í starfi og heildarsýn yfir viðmið, reglur og gildi. Fleiri fræðimenn hafa fjallað um og skilgreint þróunarferli starfsmanna í ljósi þessarar sýnar á starfsmennt- un (sjá m.a. Wenger, McDermott og Snyder, 2002). Í skilgreiningum á lærlingsnámi er hlutverk þess sem veit meira – kennara eða „meistara“ – talið skipta sköpum (Nielsen og Kvale, 1999; Rogoff, 1990); ekki samt í þeirri merkingu að meistarinn miðli þekkingu til lærlingsins heldur er lögð áhersla á að lærlingurinn sé virkur í eigin námi og njóti stuðnings og leiðsagnar meistarans við námið. Engu að síður er meistarinn – í þessu tilviki „góði kennarinn“ – fyrirmyndin sem býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu sem neminn getur nýtt sér. Lögð er áhersla á gildi athafna og þess að kunna til verka þar sem starfsnám er að hluta til verknám
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.