Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 42

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 42
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201342 tÓnmenntakennsla í íslenskUm grUnnskÓlUm við um tiltekna viðmælendur eða aðstæður. Spurningalistinn var unnin af rannsak- andanum og tók mið af fyrri rannsóknum meðal tónmenntakennara, þannig að bæta mætti við þær upplýsingar sem þegar voru fyrir hendi. Rannsakandi og aðstoðar- maður hans tóku viðtölin og sá hvor um umritun á sínum viðtölum. Rannsakandinn greindi gögnin og beitti lýsandi greiningu á lokuðu spurningarnar en þemagreiningu við úrvinnslu svara við hálfopnum spurningum. Lýsandi greining fólst í því að flokka og telja svör við lokuðum spurningum sem lutu til dæmis að bakgrunni og menntun viðmælenda. Þemagreiningin var gerð þannig að fyrst voru allir textar með svörum brotnir niður eftir þema eða umfjöllunarefni textans, án þess að inntak væri skoðað sérstaklega. Á næsta stigi voru þemu flokkuð eftir inntaki. Þar á eftir voru þemu og inntak þeirra borin saman milli viðtala, svo unnt væri að draga saman hvenær þemu hefðu sameiginlegt inntak og hvenær ekki. Að lokum voru niðurstöður fyrir hvert þema dregnar saman í stutta texta sem lýstu inntakinu í svörum viðmælenda. niÐUrstÖÐUr Hér á eftir verða helstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar. Framsetning verður með þeim hætti að heiti yfirkafla endurspegla lykilspurningar rannsóknarinnar er lúta að starfssviði, viðhorfum og persónulegum áherslum tónmenntakennaranna. Til þess að gera framsetninguna skýrari eru nokkur þemu sem fram komu við greiningu gagnanna dregin fram í titlum undirkafla. Starfssvið tónmenntakennara Almennt hlutverk Allir viðmælendur nema einn sögðu sitt helsta hlutverk vera að kenna náms- greinina tónmennt. Þessi eini sagði hlutverk sitt fyrst og fremst vera það að halda utan um tónlist og tónlistarlífið í sínum skóla. Það virtist í raun vera hlut- verk margra hinna tónmenntakennaranna en aðkoma og umsjón með tónlistar- lífi í skólunum er í misföstum skorðum. Algengt er að auk tónmenntakennsl- unnar sjái tónmenntakennari um samsöng, kórstarf, uppsetningu söngleikja og aðstoði við tónlistaratriði á bekkjarkvöldum og/eða foreldraskemmtunum. Undirleikur Oft er leitað eftir undirleiksfærni tónmenntakennara við ýmsar uppákomur og skemmtanir á vegum skólanna. Píanó er algengasta undirleikshljóðfærið hjá átta kennurum af þessum tólf og þrír nota gítar eða annað við undirleik. Flestir virðast líta á það sem gefið að leitað sé til þeirra með undirleik. Aðeins einn tónmenntakennari í úrtakinu sagðist ekkert geta spilað undir söng en benti jafnframt á það að við skólann væri annar kennari sem sinnti því hlutverki. Svo virðist sem undirleikur undir söng sé mikilvægur þáttur í mörgum íslenskum skólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.