Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 127

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 127
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 127 inga maría ingVarsdÓttir skólastigum og hafa verið að vinna að verkefnum sem hægt er að nýta í útikennslu (Landvernd, e.d.). Einnig eru fjölbreytt verkefni í skýrslu rannsóknar- og þróunar- hópsins GETA til sjálfbærni – menntun til aðgerða (Stefán Bergmann o.fl., 2010). DÆMi úr Eigin ranni Starfs- og kennsluaðferðir í Tjarnarseli hafa frá árinu 1996 einkennst af útinámi í vett- vangsferðum og umhverfismennt. Unnið var þróunarverkefni á árunum 1997–1999 og gefin út handbók um vettvangsferðir árið 2002. Skólinn er þátttakandi í verkefni Landverndar, Skóli á grænni grein, og hefur fengið grænfánann fjórum sinnum. Leik- skólinn er sífellt að endurmeta stefnu sína og áherslur í námi barna og nú í ljósi nýrrar aðalnámskrár með tilliti til grunnþátta menntunar. Kennsluaðferðir Tjarnarsels byggjast meðal annars á aðferð Josephs Cornell (1989) sem er byggð á markvissu útinámi í vettvangsferðum. Hann leggur áherslu á að kennarinn sé meðvitaður um áhrif sín á andrúmsloftið og noti gleðina (e. joy) í kennslu sinni. Hann segir hlutverk kennara í námi barna tvíþætt. Annars vegar þarf hann að vera virkur þátttakandi án þess þó að vera í hlutverki stjórnanda. Hins vegar þarf kennarinn að geta tekið þátt í og borið virðingu fyrir sjálfsprottnum leik og námi barnsins og hafa að auki, líkt og börnin, gaman af því sem verið er að gera. Hér á eftir eru nokkur dæmi um verkefni sem tengjast sjálfbærni til menntunar og hafa verið þróuð og unnin í Tjarnarseli. Dæmi I: Áskoranir og ævintýri: Útinám og fjölnotagarður Þróunarverkefnið Áskoranir og ævintýri: Útinám og fjölnotagarður fékk styrki árið 2013 úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla og Manngildissjóði Reykjanesbæjar. Í verkefninu er lögð áhersla á að samþætta grunnþætti menntunar við efnahags-, sam- félags- og félagslega velferð og umhverfisvernd (Tjarnarsel, e.d.). Markmið verkefnisins er meðal annars að umbylta og þróa náttúrulegt útisvæði leikskólans og nota sem mest endurnýtanlegan og náttúrulegan efnivið með sjálfbærni að leiðarljósi. Einnig er verið að innleiða starfsaðferðir sem byggjast á grunnþáttum menntunar. Þróunarverkefnið er unnið í samvinnu barna, kennara, foreldra, fræðslu- og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar og SAGE Gardens¹. Þróunarverk- efninu er ætlað að skilja eftir verkþekkingu og ábyrgðartilfinningu þátttakenda fyrir náttúru og umhverfi. Verkefnið var vel kynnt fyrir áðurnefndum aðilum og óskað m.a. eftir þátttöku þeirra við hugmyndavinnuna og framkvæmdir. Jafnræðis var gætt í þróunarferlinu og fengu allir þátttakendur í verkefninu tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og hugmyndum um útileiksvæði. Sérstaklega var lögð áhersla á að virkja börn- in til að hafa áhrif á náms- og starfsumhverfi sitt. Ráðist var í mikla hugmyndavinnu og sett var upp vinnusmiðja þar sem börn og foreldrar útfærðu hugmyndir sínar og óskir um „draumaútileiksvæði“ svo sem með teikningum og módelum. Einnig unnu kennarar úr hugmyndum sínum eftir kynnisferð sem þeir fóru til Hollands þar sem þeir kynntu sér náttúruleg útileiksvæði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.