Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 141

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 141
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 141 margrét tHeodÓrsdÓttir stefnumótun hnykkt á því hversu vellíðan í skólastarfi er mikilvæg. Að hún sé grunn- stoð, rétt eins og að tileinka sér þekkingu, leikni og færni á ýmsum sviðum. Það er vel. HraUstlEiKaMErKi Ég sé að hið almenna skólakerfi hefur tekið miklum og afar jákvæðum breytingum á þeim rúmum þremur áratugum sem ég hef starfað í grunnskóla. Það eru mörg merki um það. Ég verð þó að viðurkenna að sýnina á það sem aðrir eru að gera hef ég fyrst og fremst fengið með skoðun utan frá. Mína skólainnviði þekki ég auðvitað út og inn en það sem ég sé að er að gerast í skólamálum almennt færir mér heim sanninn um að fagmennska og fjölbreytilegt skólastarf er staðreynd á Íslandi. aÐ láta DraUMinn VErÐa aÐ VErUlEiKa Á hverjum tíma spretta upp hugmyndir og áherslur, oftast í takt við tímann. Við María Solveig, vinkona mín og samstarfskona í rúm tuttugu ár, stofnuðum Tjarnarskóla árið 1985. Sumt af því sem við lögðum upp með til þess að styðja við unglingana í skólanum hefur einnig verið tekið upp í hinu „almenna“ skólakerfi. Ég ætla að nefna þrennt: Einstaklingsmiðað nám, möguleika á að sinna „heimanámi“ í skólanum og þá námsgrein sem við höfum alltaf kallað mannrækt í Tjarnarskóla en kom löngu síðar inn í námskrá grunnskólanna undir nafninu lífsleikni. Allt frá fyrsta skólaárinu okkar höfðum við séð að heilbrigði og velferð eru með því mikilvægasta í hinum svo nefnda Tjarnarskólatakti, sem við tölum gjarnan um þegar umhyggju, menningu og heimilislegt yfirbragð skólastarfsins ber á góma með öllu sínu manneskjulega ívafi sem við kjósum að hafa yfir og allt um kring. Börn og ungmenni verja stórum hluta dagsins í skóla og það gefur auga leið að þar á sér stað mikilvægt uppeldi þar sem góð samskipti eru þungamiðjan ásamt víðtækum undir- búningi fyrir lífið og tilveruna. Samspil og góð samvinna milli skóla og uppalenda vegur einnig þungt. aÐ tala UppHátt – lEita lEiÐa Í saMEiningU Öflugt upplýsingastreymi frá skólanum stuðlar að því að foreldrar geti fylgst með hag og framvindu unglingsins í skólanum. Það er okkar vinnulag að láta okkur hag nemenda varða í nánast öllu tilliti. Þá koma foreldrar einnig sterkir inn. Sú sam- vinna birtist meðal annars í því í Tjarnarskóla að þegar viðhorfskannanir Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafa verið lagðar fyrir foreldrana hefur ánægjustig- ið reynst hátt. Við erum auðvitað afar glöð yfir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.