Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 68

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 68
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201368 „að tryggJa framBoð og fJölBreytileika“ Eins og áður sagði er ekkert í lögum sem tryggir að námsgagnagerðin, eða ferlið frá hugmynd að námsbók, sé opið og lýðræðislegt fyrir utan ákvæði sem bundin eru Námsgagnastofnun; um skipan stjórnar og að „hafa samráð“ við kennara og skóla. Í leiðum að markmiðum í stefnu Námsgagnastofnunar er þetta ákvæði skilgreint frekar, en þar segir: Tryggja þarf aðkomu fagaðila skólakerfisins, m.a. með þátttöku í starfshópum, yfir- lestri og annarri ráðgjöf. Leitast verður við að koma á samstarfi um námsefnisgerð við stofnanir og fyrirtæki sem búa yfir þekkingu sem á erindi við grunnskólanem- endur. (Námsgagnastofnun, 2012b, án blaðsíðutals) Hnykkt er á þessu í Handbók fyrir starfsmenn (Námsgagnastofnun, 2011) en þar hafa stjórnendur Námsgagnastofnunar mótað starfslýsingar og ferli utan um námsgagna- gerðina. Starfshópar sem skipaðir eru kennurum og öðrum sérfræðingum „gera til- lögur um nýtt efni, endurskoðun á eldra efni og áætlanir til framtíðar“ (bls. 4). Í starfs- lýsingu ritstjóra kemur fram að „hann velur fólk til starfa í ráðgjafarhópum, í samráði við útgáfustjóra“ (bls. 14). Lýðræðisleg aðkoma ýmissa aðila úr menntakerfinu er tryggð en fagaðilar hafa mismunandi sjónarhorn og þekkingarfræðilega afstöðu. Stjórnin kemur hvergi nærri þeirri fagpólitík en ber samt sem áður ábyrgð á námsefninu. Ekki er gert ráð fyrir sam- ráði við stjórn þegar fulltrúar í starfshópa eru valdir. Við val á stærri höfundaverkum eru heldur engin skilyrði um auglýsingar eða víðtækara samráð. Val á þeim aðilum sem ráða inntaki og áherslum er í anda nýfrjálshyggju skilgreint sem tæknilegt úrlausnarefni og ótengt pólitískri stefnumótun (Bourdieu, 2002; Dahlberg og Moss, 2005). UMrÆÐa Og ályKtanir Breytingarnar á lögum um námsgögn voru markaðar af orðræðu nýfrjálshyggjunnar. Þrástef nýfrjálshyggjunnar eins og fjölbreytni, sveigjanleiki, framboð og val eru miðlæg í meginstefnuskjölum og miðjun eða vægi hugtakanna „fjölbreytni“ og „framboð“ getur ekki orðið öllu sýnilegra en í því að þau eru einu hugtökin í markmiðagrein gildandi laga um námsgögn sem ná til allra útgefenda. Rakið er hér hvernig þrástef orðræðunnar birtast í tillögum Verslunarráðs Íslands, í greinargerð með frumvarpi til laga um námsgögn og svo í lögunum sjálfum. Einkavæðing er innleidd og búin er til eftirlíking af markaði í ýmsu er varðar starfsemi ríkisstofnunarinnar. Regluslökun er áberandi þar sem afskiptum (annarra en markaðsafla) á að halda í lágmarki og birtist m.a. í veikingu lýðræðis og fagpólitískrar stefnumótunar á námsgagnamarkaði (Ball, 1998; Dahlberg og Moss, 2005; Davies og Bansel, 2007). Regluslökunin er þó mun meira afgerandi gagnvart einkafyrirtækjum en Námsgagnastofnun. Gerðar eru ríkari kröfur til hennar um gagnsæi, ábyrgð, jafn- rétti og lýðræði. Á frjálsum markaði ráða fyrst og fremst kröfur og fjöldi neytenda (kennara, foreldra eða nemenda) efni og áherslum og neytendalýðræði er í forgrunni. Erlendar rannsóknir og innlend reynsla sýna að fyrirtæki á frjálsum markaði einbeita
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.