Helgafell - 01.04.1944, Page 129
LISTASTEFNUR
ándu öldinni Köfðu enskir málarar
mestan áhuga á mannamyndagerð, og
í mannamyndum Reynolds, Gains-
boroughs, Romneys og annarra, er
lögð meiri stund á virðuleik og hlé-
drægni en glæsimennsku og gáfur,
sem franskir listamenn á þeim tíma
hafa mest dálæti á.
Myndin af Jane, greifajrú af Harr-
ington, eftir Reynolds, er gott dæmi
hins svonefnda ,,stöðu“-stíls í manna-
myndum. Þessi tegund mannamynda,
sem sennilega er fundin upp af
Tizian, en náði hámarki hjá Van Dyc\
á 17. öld, er lögð til grundvallar í
flestum enskum mannamyndum á 18.
öld. I slíkri ,,stöðu“-mynd lætur
listamaðurinn sig minna skipta
persónuleika þess, sem fyrir situr, en
stöðu hans eða tign. Þannig er sér-
hver tiginborinn maður, sem Van Dyck
málar, fyrst og fremst aðalsmaður, en
því næst kemur einstaklingurinn til
greina.
Ensk venja í myndlist á 18. öld varð
einnig að hefð í Ameríku. Væri ógjörn-
ingur að draga markalínur þar á milli,
því að margir hinna amerísku lista-
manna ólu mestan hluta aldurs síns
í Englandi. Þó er að vísu sá munur á,
að mikill hluti amerískra listkaupenda
og listunnenda var úr hópi kaupmanna,
miðstéttar, en ekki aðalsmanna. Vegna
þessa vildu þeir að öllum jafnaði
heldur láta mála sig af raunsæi.
Enginn vafi er á því, að John Single-
ton Copley var mesti mannamynda-
málari í Bandaríkjunum á 18. öld, og
mynd hans of Frú Seymour Fort er
ekki aðeins ein af beztu myndum hans,
heldur einhver bezt heppnaða mynd
þeirrar tegundar, sem gerð var á 18.
öldinni. Hún er framúrskarandi túlkun
á traustri miðstéttarmaddömu, sem staf-
ar frá sér lífi og fjöri, athafnaþörf og
áhuga á öllu, sem fyrir ber. En í mynd-
inni er litum einnig raðað vandlega
og virðulega, — hinir ströngu hvítu og
svörtu litir myndarinnar verða enn á-
hrifameiri vegna þess að þeir eru
látnir bera við stóra, rauðá stólinn og
tjaldið.
Það er eitthvað sérstaklega og sér-
kennilega amerískt við Charles Wilson
Peale, sem varð ættfaðir mikillar mál-
araættar. Hann var fyrst og fremst
hagleiksmaður, alltaf reiðubúinn að
spreyta sig á hverju sem var, og hafði
sívakandi áhuga á ólíkustu viðfangsefn-
um. Sjálfsmynd hans er sérstaklega
heillandi, — en þar er hann sýndur í
því hlutverki, sem hann unni mest,
sem leiðsögumaður í hinum dásam-
lega heimi náttúrunnar. Þetta efni,
mannsmynd á framsviði myndflatar-
ins, sem lyftir upp tjaldi, svo að fjar-
vídd opnast, hefur heillað marga mál-
ara. Grant Wood notaði það nýlega
í mynd af Washington.
Þar sem er Benjamín West (en hann
dvaldist lengi í Englandi), á Amer-
íka málara, sem menn hafa ekki enn
gert sér ljóst, hver áhrif hafði á mynd-
list 18. og 19. aldar.
Myndin Dau&i hershöfSingjans, sem
sýnir áherzlu lagða á litasamstæður,
notkun baksviðsins og samtíðarfat-
að, og ber nokkurn blæ hetju-
sagna, er fyrirboði ýmissa viðhorfa
rómantísku stefnunnar á 19. öld.
Nú orðið leikur enginn vafi á því,
að margir hinna miklu frönsku
rómantísku málara sáu og grand-
skoðuðu myndir eins og þessa.
Þær höfðu mikil áhrif á meðferð þeirra
á sögulegum efnum. Með Benjamín
West erum við að komast í umhverfi
19. aldarinnar, svo að hér er vel til
fallið að láta staðar numið í þessari
grein um natúralistiska myndlist frá
endurreisn til rokokó.
Þegar við lítum um öxl yfir þetta
langa tímabil, sem nú hefur verið fjall-
að um, getum við dregið af því nokkr-
ar ályktanir. Þessi tími, frá 14. 18.