Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Aldrei verður fólk of oft minnt á að fara varlega með eld yfir hátíðarn- ar. Sérstaklega eru það kertaskreyt- ingar og óvarin ljós sem skapa eld- hættu. Næstu dagana er spáð strekkings norðanátt með hríðarveðri á norð- anverðu landinu en úrkomulitu syðra. Hiti verður frá frostmarki og niður í tíu gráðu frost. Á laugardag er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það fari að snjóa sunnan- og vestanlands. Hvassviðri og slydda eða rigning um kvöldið. Hægari vindur og úrkomulítið á norðaust- anverðu landinu. Hlýnandi í bili. Á sunnudag er svo spáð breytilegri átt og víða éljum, en snjókoma við norðurströndina. Kólnandi veður skömmu fyrir jól. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns. „Hvernig spáir þú að 2015 verði fyrir þig fjárhagslega?“ Mis- munandi álit kom fram við spurn- ingunni. „Betra en árið 2014“ sögðu 35,91% svarenda, „Jafn gott/slæmt“ var svar 35,6%. „Verra en árið 2014“ sögðu 28,48%. Í þessari viku er spurt: Hver er uppáhalds jólamaturinn? Sá eða þeir sem viðhalda hinum sanna, hófstillta jólaanda, eru Vest- lendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Sendum íbúum Vesturlands, félagsmönnum, félagasamtökum, fyrirtækjum og öðrum velunnurum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur Þökkum gott samstarf og stuðning á árinu Stjórn Hollvinasamtaka HVE SK ES SU H O R N 2 01 4 Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar samþykkt samhljóða Frumvarp að fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2015 svo og þriggja ára áætlun fyrir árin 2016-2018 var sam- þykkt í bæjarstjórn Akraneskaup- staðar síðastliðinn fimmtudag. „Áframhaldandi aðhald í rekstri, niðurgreiðsla skulda og aukin framlegð, bætt þjónusta við fatl- aða íbúa og auknar fjárfestingar eru meðal helstu áhersluatriða bæjarstjórnar Akraneskaupstað- ar á næsta ári,“ segir í tilkynn- ingu frá bæjarstjórn. Í fjárhagsáætlun fyrir 2015 er gert ráð fyrir 80 milljóna króna rekstrarafgangi árið 2015 og verður það þriðja árið í röð sem gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu í rekstri sveitarfélags- ins. Ráðgert er að greiða niður skuldir um 348 milljónir króna, þar af eru lífeyrisskuldbinding- ar um 80 milljónir. Skuldahlut- fallið er áætlað 113% á árinu 2015 en stefnt er að því að það fari lækkandi og verði 105% árið 2018. Almennar gjaldskrár munu taka verðlagsbreytingum, 3,4% á árinu 2015. Fjárfestingar aukast á milli ára en gert er ráð fyrir um 434 milljónum króna í fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald eigna. Þar vega mest útgjöld vegna fyr- irhugaðrar þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða að Dalbraut 6 og breytingar á húsnæði við Vest- urgötu 102 til að mæta búsetu- þörf fatlaðra. Ennfremur er gert ráð fyrir áframhaldandi upp- byggingu í gamla miðbænum, meðal annars með stofnun hús- verndarsjóðs þar sem íbúar geta sótt um styrki til að endurgera eldri hús. Þá verður farið í end- urbætur á götum og leikvöllum í bænum. Rekstrarútgjöld í aðalsjóði hækka á milli ára um 7,67% en þar af hækka útgjöld til skóla- mála um 236 mkr. vegna ný- gerðra kjarasamninga. Útgjöld til skólanna nema 2.350 millj- ónum króna. Til velferðarmála er varið 764 milljónum, þar af rúmlega 400 milljónum til málaflokks fatlaðra. Gert er ráð fyrir fjármagni vegna stofnunar þróunarfélags á Grundartanga- svæðinu og vegna vinnu starfs- hópa sem vinna að mótun skipu- lags vegna Sementsreitsins og vegna hafnarsvæðisins og Breið- arinnar, en vænst er uppbygg- ingar í tengslum við öll þessi svæði á næstu árum. Veltufjárhlutfallið er áætlað 1,03 á árinu 2015 og er stefnt að því að það fari hækkandi á næstu þremur árum og verði 1,82 árið 2018. Sama gildir um eiginfjár- hlutfallið sem er 53% á árinu 2015 og áætlað 56% árið 2018. Þá er gert ráð fyrir því að fram- legðarhlutfallið aukist úr 5,40% árið 2015 í 7% árið 2018. mm Vetrarríki við Sólmundarhöfða á Akranesi í gær. Ljósm. mþh. Hjónin Pauline McCarthy og Tryggvi Sigfússon á Akranesi halda fremur óhefðbundin jól á ári hverju. Á hverju aðfangadagskvöldi opna þau heimili sitt þeim sem ella væru einir á jólum. Pauline hefur búið á Íslandi í 23 ár og hefur haldið slík boð í 21 ár. „Ég byrjaði á þessu þegar ég bjó í Reykjavík. En fyrst eftir að ég flutti á Akranes þekkti ég engan og gat því ekki boðið neinum heim. Fyrir þriðju jólin okkar hér á Akranesi hafði ég hins vegar kynnst fólki hjá Rauða krossinum og við buðum fólki heim í gegnum Rauða krossinn. Í dag geri ég bara við- burð á Facebook. Við höfum einn- ig hengt upp auglýsingar í Háskóla Íslands, þar eru svo margir erlendir nemendur sem eru einir á jólunum. Það er svo sorglegt að vera einn á jólunum,“ útskýrir Pauline í samtali við Skessuhorn. Ellefu næturgestir á jólanótt Aðfangadagskvöld verður fyr- ir vikið mjög fjölbreytt á heimili Pauline og Tryggva. Mismunandi fjöldi gesta er og misjafnt hvaðan úr heiminum þeir koma. „Það hef- ur komið til okkar fólk alls staðar að úr heiminum. Stundum er einn gestur, stundum eru þeir 17. Í ár reikna ég með átta manns, en það gæti þó bæst við. Í fyrra komu tólf gestir, einn héðan af Akranesi en hinir úr Reykjavík. Þá þurftu ell- efu manns að gista hjá okkur á jóla- nótt, þannig að það var sofið í öll- um rúmum og sófum,“ segir Paul- ine og brosir. Þá er einnig breyti- legt hvaða matur er hafður á borð- um á aðfangadagskvöld. Pauline sér að mestu leyti um eldamennsk- una sjálf ásamt Tryggva. „Yfir- leitt verður þetta eins og hlaðborð. Stundum koma gestirnir með eitt- hvað með sér. Það er alveg velkom- ið en ekki nauðsynlegt, enda hafa sumir lítið á milli handanna. Við höfum verið með ýmislegt á borð- unum, svo sem kjúkling, svínakjöt og lamb.“ Aðspurð um hvernig jólaboðin ganga fyrir sig svarar hún: „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel og verið nóg til af mat. Við borðum jólamat og opnum litlar jólagjaf- ir. Eitthvað lítið og sætt sem nota- legt er að fá í jólagjöf. Svo syngj- um við stundum jólalög og fleira. Í fyrra eyddi spænsk kona jólunum með okkur og hún kenndi okkur að dansa salsa. Þetta er mjög breyti- legt á milli ára,“ segir Pauline að endingu. Hún ítrekar að allir eru velkomnir í jólaboðið sem verð- ur klukkan 18 á aðfangadagskvöld, jafnt útlendingar sem Íslendingar. Hægt er að hafa samband við hana í síma 824-2640 eða með tölvu- pósti: akranes.celt@gmail.com grþ Heldur jólaboð fyrir ókunnuga á aðfangadag Pauline McCarthy býður fólki heim, sem annars væri eitt á jólunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.