Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 6

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Ný reglugerð um merkingar matvæla LANDIÐ: Landbúnaðar- ráðherra undirritaði í síð- ustu viku reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með henni er ætlunin að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupp- lýsingar. Reglugerðin, sem innleiðir reglugerð Evrópu- sambandsins, gerir kröfu um skýrari, ítarlegri og ná- kvæmari upplýsingar um innihald matvæla. Í reglu- gerðinni er fjallað um al- mennar meginreglur, kröf- ur og skyldur er varða mat- vælaupplýsingar, einkum merkingar matvæla. Meðal breytinga sem gerðar eru á núgildandi reglum má nefna að kröfur eru gerðar um betri læsileika á umbúðum, skýrari reglur um upplýs- ingagjöf um ofnæmisvalda í matvælum, kröfur um til- teknar næringarupplýsing- ar á forpökkuðum matvæl- um og kröfur um uppruna- merkingar á kjöti. Reglu- gerðin gildir um stjórnend- ur matvælafyrirtækja á öll- um stigum matvælaferlisins þegar starfsemi þeirra varð- ar miðlun matvælaupplýs- inga til neytenda. Hún gild- ir um öll matvæli sem ætluð eru lokaneytendum, þ.m.t. matvæli sem stóreldhús af- greiða og matvæli sem ætl- uð eru fyrir stóreldhús. –mm Sjö sækja um stöðu rektors LbhÍ SV.LAND: Alls sóttu sjö um stöðu rektors við Land- búnaðarháskóla Íslands, en umsóknarfrestur rann út 5. desember síðastliðinn. Þetta voru: Björn Þorsteins- son, Freyr Einarsson, Guð- mundur Kjartansson, Ívar Jónsson, Jón Örvar G. Jóns- son, Sigríður Kristjánsdóttir og Þórunn Pétursdóttir. Há- skólaráð LbhÍ ákvað á fundi sínum sl. föstudag að vísa umsóknum til valnefndar en í henni sitja Ásgeir Jónsson, Guðfinna Bjarnadóttir og Torfi Jóhannesson. –mm Rof á vatns­ afhendingu AKRANES: Starfsmenn Orkuveitu Reykjavík- ur glímdu við það aðfarar- nótt sl. sunnudags að gera við tvær bilanir sem urðu á Deildartunguæðinni á laug- ardagskvöldinu. Heitt vatn fór að streyma til Akraness á ný fyrir hádegi en lág- ur þrýstingur var fram eft- ir degi meðan verið var að safna nýjum birgðum. Á næstu vikum verður tekinn í notkun nýr 6200 kúbik- metra heitavatnsgeymir á Akranesi og á tilkoma hans að draga úr hættu á heita- vatnsleysi í bænum þegar gera þarf við eða sinna end- urnýjun aðveituæðarinnar. –mm Næsta blað SKESSUHORN: Næsta tölublað af Skessuhorni, og jafnframt það síðasta á árinu, kemur út þriðjudag- inn 30. desember. Vegna undirbúnings fyrir það blað verða starfsmenn í vinnu þessa viku, fríi alla næstu viku. Vinnslu áramótablaðs lýkur mánudaginn 29. des- ember. Þeir sem vilja koma efni á framfæri í áramóta- blaðið sendi tölvupóst í síðasta lagi á hádegi 29. desember á skessuhorn@ skessuhorn.is en auglýsing- ar á palina@skessuhorn.is Pantanasími auglýsinga er 433-5500. Fyrsta blað nýs árs kemur út miðvikudag- inn 7. janúar. -mm Óhöpp rakin til veðurs og færðar LBD: Liðin vika í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum einkenndist af verkefnum sem tengdust veðri og færð. Komu 18 slík mál inn á borð lögreglu, mörg vegna muna sem voru að fjúka eða vegna vand- ræða sökum færðar. Þrjú umferðaróhöpp voru til- kynnt til lögreglu. Bílvelta undir Hafnarfjalli, aftan- ákeyrsla á Holtavörðuheiði og ekið var á hross í Dala- sýslu. Lögregla telur að í öllum tilvikum hafi veður og færð að einhverju leyti verið orsakavaldur. Eng- in slys urðu á fólki í þess- um umferðaróhöppum. Þá var ein bifreið tekin úr um- ferð í vikunni og skráning- armerki klippt af þar sem hún var ótryggð. –þá Óli Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Loftorku í Borgarnesi, hef- ur ákveðið að láta af starfi fram- kvæmdastjóra um næstu áramót. Óli Jón hefur gegnt starfinu und- anfarin átta ár. Við starfinu tek- ur Bergþór Ólason, sem hefur ver- ið fjármálastjóri Loftorku í rúm fimm ár. Félagið er til helminga í eigu þeirra feðga. Óli Jón fer þó ekki langt, heldur mun hann starfa áfram hjá félaginu og hafa með höndum margþætt verkefni. Óli Jón Gunnarsson segir að kominn hafi verið tími til að yngri maður tæki við starfinu. „Ég hef beðið í nokkurn tíma eftir þessum ánægjulegu tímamótum, á með- an Bergþór var að sinna sínu MBA námi við Háskólann í Manches- ter. Það er kominn tími til að yngri maður taki við. Ég er búinn að vera í krefjandi stjórnunarstörfum í 37 ár og hlakka til að slaka aðeins á þótt mér þyki byggingabransinn af- skaplega skemmtilegur.“ Bergþór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur und- anfarin misseri lagt stund á MBA nám við Manchester Business School. Áður starfaði hann með- al annars á fjármálamarkaði og sem aðstoðarmaður ráðherra. Hann segir þetta mikla áskorun að tak- ast á við. „Ástand á þeim markaði sem við störfum á er jafnt og þétt að batna, verkefnum að fjölga og þau eru að stækka. Það er í mörg horn að líta í jafn umfangsmikl- um og fjölbreyttum rekstri og hér er stundaður og ég held að enginn álasi karli föður mínum að vilja geta haft örlítið meira svigrúm en und- anfarna áratugi. Starfsmannahóp- urinn hjá okkur er þéttur og góður og í honum býr gríðarleg reynsla í framleiðsu forsteyptra eininga, röra og blautsteypu. Ég er bjartsýnn á framhaldið og sannfærður um að hér muni félagið styrkjast jafnt og þétt á næstu misserum,“ segir Berg- þór. mm Flotbryggja í höfninni í Stykkis- hólmi dró ankerin og skekktist í hvassviðrinu síðastliðinn miðviku- dag. Bryggjan bognaði mikið og þurfti að færa innstu bátana svo ekki færi illa, að sögn Hrannars Péturs- son hafnarstjóra. Bryggjan slitnaði þó ekki heldur drógust steinarnir eftir botninum og má ætla að ysti steinnin hafi farið sjö metra eftir botninum. sá Þær Sigga Ketils og Valdís, félagar í Prjónaklúbbi RKÍ á Skaganum, eru í önnum þessa dagana að fylla á sér- útbúna fatapoka sem fara til barna í Hvíta-Rússlandi núna fyrir jólin. Fötin koma af Akranesi í gegnum Búkollu og svo fá börnin ytra líka nýprjón frá prónahópnum; húfur, sokka og vettlinga. Ekki amalegt það. Um 20 konur eru í prjóna- klúbbnum og hittast vikulega til að prjóna og skipuleggja sitt starf. Sigga og Valdís ætla sér að pakka í 300 poka og segjast alltaf setja meira en á pokanum standi. mm/kp/ Ljósm. Kristinn Pétursson Fylla á fatapoka sem fara til bágstaddra Flotbryggja skekktist í hvassviðri Feðgarnir Bergþór og Óli Jón í Loftorku. Bergþór verður framkvæmdastjóri Loftorku í Borgarnesi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.