Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Bræður lesa
BORGARNES: Bræðurnir
Ævar Þór og Guðni Líndal
Benediktssynir komust ekki
í Landnámssetrið í síðustu
viku vegna veðurs, en neita
að láta veðurguðina stöðva
sig. Þeir bjóða til sögu-
stundar á Sögulofti Land-
námssetursins í Borgarnesi
fimmtudaginn 18. desemb-
er klukkan 17:30. Frítt er
inn, frí bókamerki og plak-
öt og upplestur á tveimur af
skemmtilegustu barnabók-
um þessi jólin; Leitinni að
Blóðey og Þinni eigin þjóð-
sögu.
–þit
Meiri afli í
nóvember
LANDIÐ: Heildarafli ís-
lenskra fiskiskipa í nóvem-
ber síðastliðnum var um 88
þúsund tonn. Það er 7,6%
meiri afli en í sama mán-
uði árið áður. Á tólf mánaða
tímabili var heildaraflinn
u.þ.b. 1.078 þúsund tonn og
minnkaði um 20,6% miðað
við fyrra tólf mánaða tíma-
bil. Magnvísitala á föstu
verðlagi var um 3,4% lægri
miðað við nóvember í fyrra,
en á tólf mánaða tímabilinu
desember 2013 til nóvem-
ber 2014 hefur orðið lækk-
un á magnvísitölunni um
10,8% miðað við sama
tímabil ári fyrr.
–mm
Hljóðvist verð
ur kortlögð
GRUNDARTANGI: Um-
hverfis,- skipulags- og nátt-
úruverndarnefnd Hvalfjarð-
arsveitar samþykkti á fundi
sínum sl. fimmtudag að
leggja til við sveitarstjórn
að á árinu 2015 verði ráð-
ist í kortlagningu hávaða frá
iðnaðarsvæðinu á Grund-
artanga. Það verði gert í
samræmi við reglugerð um
kortlagningu hávaða og
aðgerðaáætlanir. Nefndin
leggur þetta til í ljósi þeirra
athugasemda sem bárust
vegna breytts aðalskipulags
og landnotkunar í Kata-
neslandi á Grundartanga
nú nýverið. Vegna athuga-
semdanna var haft samráð
við Ólaf Hjálmarsson verk-
fræðing vegna mögulegra
aðgerða til að skoða ástand
hljóðvistar á athafna- og
iðnaðarsvæðinu á Grundar-
tanga.
–þá
Þurrkara og
þvottavél stolið
AKRANES: Lögreglunni
á Akranesi barst í vikunni
tilkynning um að þvottavél
og þurrkara hafi verið stol-
ið úr þvottaherbergi í fjöl-
býlishúsi í bænum. Einn
ökumaður var stöðvaður í
vikunni fyrir að aka sviptur
ökuréttindum. Annar öku-
maður var tekinn fyrir að
aka undir áhrifum áfengis.
–þá
Dramatískur
sigur
Skagamanna
KARFAN: Skagamenn
unnu dramatískan sigur á
Þór á Akureyri sl. mánu-
dagskvöld í fyrstu deild-
inni í körfubolta. Sveiflur
voru í leiknum og það var
Áskell Jónsson besti maður
ÍA og vallarins sem skoraði
sigurstigið af vítalínunni í
83:82 sigri ÍA. Skagamenn
náðu þar með að laga stöðu
sína í deildinni eru komnir
með 8 stig og jafnir Breiða-
bliki í 5.-6. sæti. ÍA er að
nálgast fjögur efstu leiðin
og Skagamenn geta stigið
skrefi nær með sigri í næstu
umferð. Ísfirðingar, sem
eru í næstneðsta sæti deild-
arinnar, koma í heimsókn
á Skagann nk. föstudag en
þá fer fram síðasta umferð
1. deildar á þessu ári. Hjá
ÍA skoraði Jamarco War-
ren 28 stig, Áskell Jónsson
25, Fannar Freyr Helgason
10, Magnús Bjarki Guð-
mundsson 7, Birkir Guð-
jónsson 6, Jón Rúnar Bald-
vinsson 4 og Oddur Helgi
Óskarsson 3. –þá
Aflatölur fyrir
Vesturland
6. 12. desember.
Tölur (í kílóum) frá
Fiskistofu
Akranes 6 bátar.
Heildarlöndun: 12.051
kg.
Mestur afli: Emilía AK:
2.782 kg í einni löndun.
Engum afla var landað á
Arnarstapa.
Grundarfjörður 11 bátar.
Heildarlöndun: 233.714
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
62.436 kg í einni löndun.
Ólafsvík 13 bátar.
Heildarlöndun: 106.984
kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
21.288 kg í þremur lönd-
unum.
Rif 17 bátar.
Heildarlöndun: 352.998
kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
62.651 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 6 bátar.
Heildarlöndun: 118.280
kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
47.393 kg í einni löndun.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Rifsnes SH –RF:
62.651 kg. 9. desember
2. Hringur SH – GRU:
62.436 kg. 9. desember
3. Örvar SH – RIF:
62.095 kg. 6. desember
4. Þórsnes SH – STY:
47.393 kg. 8. desember
5. Farsæll SH – GRU:
46.987 kg. 7. desember
mþh
Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvík-
ur eru orðnir hluti af aðventunni í
Snæfellsbæ og eiga þeir sína dyggu
gesti sem koma og njóta kvöldsins
með kórnum. Þetta árið var engin
undantekning og fóru tónleikarn-
ir fram í Ólafsvíkurkirkju 11. des-
ember síðastliðinn. Á efnisskránni
voru að sjálfsögðu jólalög og var yf-
irskrift tónleikanna Hátíðleg jóla-
stemning og létt sveifla. Veronica
Osterhammer kórstjóri söng tvö
einsöngslög eins og henni er einni
lagið við undirleik Valentinu Kay. Í
lok tónleika bað stjórn kórsins um
orðið og vildi þakka kórstjóranum
Veronicu Osterhammer og und-
irleikaranum Elenu Makew fyrir
þeirra góðu störf bæði í þágu kórs-
ins og einnig tónlistarlífs í Snæ-
fellsbæ og færði af þessu tilefni
þeim og Valentinu Kay blómvendi
að gjöf. Áður en kórinn kvaddi með
því að syngja tónleikagesti út sagði
Veronica frá því að hvað kórstarfið
væri fjölbreytt og skemmtilegt og
hvatti nýja félaga til að mæta á æf-
ingu nú eftir áramótin því að eitt af
verkefnunum framundan væri með-
al annars ferð til Þýskalands þar
sem haldnir yrðu tónleikar. Kynnt-
ir voru þrír nýir kórfélagar sem
komu í kórinn nú í haust og þeim
klappað lof í lófa. Að venju endaði
kvöldið svo í safnaðarheimilinu þar
sem gestir og kórfélagar gæddu sér
á kaffi og konfekti. þa
Undir síðustu vikulok lauk lagn-
ingu ljósleiðarastrengs í jörð í
Helgafellssveit. Lagðir voru alls
70 kílómetrar og verða tengingar
um 60 til að byrja með eða fleiri
en íbúðarhús í sveitarfélaginu. Í
byrjun árs verður gengið frá ten-
ingum til notenda sem og bún-
aðinum í símstöðinni í Stykkis-
hólmi en þar verður gert ráð fyrir
144 notendum í Helgafellssveit-
inni. „Við áætlum að þetta end-
ist næstu 30 árin,“ segir Jóhann-
es Eyberg Ragnarsson bóndi í
Hraunholti, fyrrverandi sveitar-
stjórnarmaður í Helgafellssveit,
og sá sem hefur haft með verkið
að gera fyrir hönd sveitarfélags-
ins.
Fyrsti metrinn af ljósleiðara-
lögninni var plægður niður 12.
september á Sauraengjum í miðri
sveitinni í átt til Stykkishólms.
Lagningu lauk við Hamraenda
hjá Stykkishólmi. Segir Jóhannes
að verkið hafi verið vel undirbú-
ið og gengið frábærlega vel, en
aðeins voru fimm menn í vinnu-
flokknum. Verktaki var Austfirsk-
ir verktakar, Sveinn Guðjónsson.
Segir Jóhannes vel vandað til
verksins. Flestir þeir sem tengj-
ast ljósleiðaranum verða sum-
arbústaðaeigendur. Aðeins er bú-
skapur stundaður á 14 bæjum í
Helgafellsveitinni en búseta þó
á mörgum fleiri. Áætlaður kostn-
aður við lagningu ljósleiðarans
var 57 milljónir króna.
þá
Hátíðleg stund þegar Kirkjukór
Ólafsvíkur heldur jólatónleikana
Mokað yfir ljósleiðarann í Ögurslandi.
Ljósleiðaralögn að ljúka
í Helgafellssveit
Sveinn Guðjónsson hjá Austfirskum verktökum og Jóhannes Eyberg Ragnarsson
bóndi á Hraunhálsi við lagningu ljósleiðarans skammt frá bænum Ögri sl.
fimmtudag.