Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 12

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Á hádegi á föstudaginn opnaði verslunarfyrirtækið Lífland nýja og glæsilega reiðvöru- og bú- rekstrarverslun að Borgarbraut 55 í Borgarnesi, þar sem síðast var rekin efnalaug. Henni er fyrst og fremst ætlað að þjóna Vestur- landi. Þessi verslun tekur að hluta til við af hlutverki verslunarinnar Knapans sem var til húsa í Hyrnu- torgi en hefur nú verið lokað. Segja má þó að Knapinn hafi ekki farið langt. Hin nýja verslun Líflands er handan Borgarbrautar beint á móti Hyrnutorgi. „Knapinn var með hestavörur og rekstrarvörur til bænda. Við ætlum að halda þessu áfram og auka úr- valið af rekstrarvörunum. Við vilj- um að bændur geti komið og keypt það sem þá vantar í allt sem teng- ist venjulegum búrekstri. Það má nefna bætiefni, handverkfæri eins og skóflur og flórsköfur, vinnu- fatnað svo sem vettlinga, galla og fleira. Margt af þeim fatnaði til að mynda sem við erum að selja eru mjög fínar flíkur sem henta afar vel til útivistar auk þess að vera vinnu- fatnaður,“ segir Þórir Haraldsson framkvæmdastjóri Líflands. Ný Líflandsverslun á Vestur- landi þýðir að fyrirtækið færir út kvíarnar í verslanarekstri sínum. „Við erum með tvær verslanir í Reykjavík, eina á Akureyri og eina á Blönduósi. Fólk vill hafa þjón- ustu í heimabyggð og við erum að svara þeirri eftirspurn. Við viljum því efla okkur hérna á Vesturlandi og vera með verslun í landshlutan- um,“ segir Þórir Haraldsson. mþh Bílaþjónustufyrirtækið Bílar og Dekk á Akranesi hefur fjárfest í nýj- um og fullkomnum sprautuklefa til bílamálunar. „Við ætlum að bjóða upp á réttingar og sprautun, bæði fyrir einstaklinga og trygginga- félögin. Við erum búnir að semja við stærstu félögin í því. Við bætum við starfi bílamálara á verkstæðinu og vonandi bætast svo fleiri starfs- menn við. Hérna verður líka rétt- ingaverkstæði. Það gætu því orðið tveir til þrír starfsmenn til viðbót- ar hjá Bílar og Dekk,“ segir Ólafur Eyberg Rósantsson við Skessuhorn. Hann hefur rekið Bíla og Dekk ásamt Óskari Rafni Þorsteinssyni síðan þeir félagar stofnuðu fyrir- tækið í sameiningu snemma sum- ars 2008. Nýi sprautuklefinn er af þýskri gerð. „Þessi klefi er fluttur inn splunkunýr og ónotaður. Hann er fjórir sinnum sjö metrar að inn- anmáli þannig að það er pláss fyr- ir stóra bíla inni í honum. Þetta er allt samkvæmt nýjustu gerð,“ seg- ir Óskar Rafn. Ólafur Eyberg bæt- ir því við að með þessu sé fyrirtæk- ið komið með alhliða viðgerða- og viðhaldsþjónustu á bílum. „Við erum hér við Akursbrautina með alla okkar þjónustu í aðskildum rýmum, hlið við hlið og undir einu þaki. Hér stundum við nú almenn- ar bíla- og vélaviðgerðir, rekum dekkjaverkstæði, erum með smur- þjónustu og svo núna bílasprautun- ar- og réttingaverkstæði. Við eigum að geta þjónustað okkar viðskipta- vini frá A til Ö eins og maður seg- ir.“ Undanfarið hafa þeir félagar unnið baki brotnu við að koma nýja klefanum fyrir. Nú er allt klapp- að og klárt. „Það er þegar búið að mála einn bíl í klefanum og við erum með fjóra bókaða í vikunni þannig að þetta fer bara vel af stað,“ segja þeir Ólafur Eyberg og Ósk- ar Rafn. mþh Aðalfundur hestamannafélagsins Faxa í Borgarfirði fór nýverið fram. Gestur fundarins var Erling Sig- urðsson og flutti hann skemmti- legan og fróðlegan pistil, sem vakti mikla kátínu fundarmanna. Viður- kenningu fyrir vel unnin störf fyr- ir félagið kom að þessu sinni í hlut Randi Holaker á Skáney en hún hefur unnið mikið og gott starf í gegnum árin sérstaklega í tengslum við KB mótaröðina. Íþróttamaður Faxa var Konráð Axel Gylfason á Sturlu-Reykjum II. Þetta er jafnframt í þriðja sinn sem hann hlýtur þennan titil þrátt fyrir ungan aldur, en Konráð er 17 ára. Faxafélagar óska Randi og Konráð til hamingju með sín verðlaun, seg- ir í tilkynningu frá félaginu. mm Laugardaginn 20. desember og sunnudaginn 21. desember verða haldnir tvennir styrktartónleikar í Akranesvita. Á laugardeginum verða Stúkurnar með tónleika sem hefjast kl. 20.00. Á sunnudegin- um verða 12 mismunandi tónlist- armenn sem munu flytja tónlist í vitanum, en þeir tónleikar hefj- ast kl. 14.00. „Ekkert kostar á tón- leikana en frjáls framlög verða vel þegin. Allir listamenn gefa vinnu sína, sem er ómetanlegt, og vil ég hér með þakka þeim fyrir það. All- ur ágóði rennur til Hollvinasam- taka Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands HVE, en samtökin eru að safna fyrir sneiðmyndatæki fyr- ir HVE um þessar mundir,“ segir í tilkynningu frá Hilmari Sigvalda- syni vitaverði. mm Stúkurnar munu koma fram á fyrri tónleikunum. Tvennir tónleikar í Akranesvita um helgina Konráð Axel Gylfason á Verði á Landsmóti. Randi og Konráð færð viðurkenning frá Faxa Randi Holaker á Skáney. Þórir Haraldsson framkvæmdastjóri, Kristinn Björnsson stjórnarformaður Líflands og Sigurgeir Sindri Sigurgeirs- son bóndi og formaður Bændasamtaka Íslands. Lífland opnaði nýja verslun á Vesturlandi Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar færði Þóri Haraldssyni framkvæmdastjóra blómvönd með hamingjuóskum á opnunardaginn. Fjöldi viðskiptavina lagði leið sína í nýju Líflandsverslunina á opnunardaginn. Gunnfríður Harðardóttir (Guffý) sem verður verslunarstjóri og var áður með Knapann, og Ásta Þorsteins- dóttir voru meðal þeirra sem sáu um afgreiðslu. Sprautuklefinn er af þýskri gerð og hinn vandaðasti með góðri lýsingu og afar fullkominni loftræstingu. Nýtt bílasprautunarverkstæði opnað á Akranesi Ólafur Eyberg Rósantsson og Óskar Rafn Þorsteinsson fyrir framan nýja sprautuklefann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.