Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 18

Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Tíðir vetrarstormar hafa leik- ið rannsóknasvæði fornleifafræð- inga á Gufuskálum grátt að und- anförnu. Vísindafólkið óttast að orðið hafi óbætanlegt tjón á merk- um menningarminjum. „Þetta lít- ur bara skelfilega út. Af þeim ljós- myndum að dæma sem Þór Magn- ússon á Gufuskálum hefur sent okkur þá virðist eyðileggingin vera mikil. Sjórinn er búinn að fletta miklu af jarðvegi í burtu og kasta til grjóti úr vegghleðslum sem þá er komið niður á klettana,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands í sam- tali við Skessuhorn. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá er af- skaplega mikið farið af þeim gömlu verbúðum sem við vorum að rann- saka snemma í sumar. Sennilega er meiri partur þeirra nú horfinn.“ Óbætanlegt tjón ef illur grunur reynist réttur Lilja segist hrædd um nú hafi orð- ið mikið og óbætanlegt menningar- sögulegt tjón. Fornleifafræðing- ar frá Íslandi, Bandaríkjunum og Skotlandi hafa undanfarin ár stund- að rannsóknir á verbúðarústunum á Gufuskálum. Þær hafa leitt í ljós að fiskur var veiddur og verkað- ur þarna alveg frá byrjun 15. aldar og fram á 18. öld. Umfangið var þó mest á 15. og 16. öld. „Í sumar vor- um við komin niður á elstu búsetu- minjarnar í þeim verbúðum sem við vorum að rannsaka. Við vor- um þó ekki búin að fullgrafa í þeim. Sem betur fer vorum við þó búin að teikna upp veggi verbúðarinnar. En ég óttast að elstu gólflögin og ruslalögin séu nú horfin. Í þeim var án vafa að finna miklar upplýsing- ar um verbúðalífið þarna á Gufu- skálum og utanverðu Snæfellsnesi á 14. og 15. öld. Með þessum upp- greftri þarna vorum við þegar búin að fá ómetanlegar upplýsingar um sjósókn og verbúðir á Gufuskálum á 15. öld.“ Að sögn Lilju er svo að sjá sem öll strandlengjan við Gufuskála hafi látið á sjá í briminu undanfar- ið. Stór verbúðarhóll þarna skammt frá staðnum sem rannsakaður var í sumar, sem átti alveg eftir að kanna virðist hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum. Dapurleg sýn á svæðinu Blaðamaður Skessuhorns heimsótti uppgraftarsvæðið í júní síðastlið- inn. Þá benti Lilja á að þessar minj- ar væru í bráðri hættu á að hverfa vegna ágangs sjávar. „Ég veit ekki alveg hvað tekur við nú. Minja- stofnun ákvað í haust að meta þetta svæði upp á nýtt með tilliti til þess hversu merkilegt það er. Ég hef sótt um meira fjármagn til rannsókna þarna úr Fornminjasjóði. Það skýr- ist nú 5. janúar hvað út úr því kem- ur.“ Þór Magnússon á Gufuskálum sem skoðað hefur svæðið og tek- ið myndir af skemmunum segir greinilegt að sjór hafi gengið yfir stórt svæði þar sem verbúðarrúst- irnar séu og allt vestur að Írskra- brunni. „Sjónin sem mætti fékk manni til að líða dapurlega fyrir hönd fornleifafræðinganna sem eru búin að leggja gríðarlega og frá- bæra vinnu í þessar rannsóknir. Það hefur bæði orðið landbrot og gróð- urskemmdir,“ segir hann. Sjálf segist Lilja Björk Pálsdótt- ir fornleifafræðingur ætla að fara vestur á Gufuskála og skoða svæðið um leið og hún hefur tök á eftir há- tíðarnar til að meta frekar það tjón sem hefur orðið. mþh Óttast óbætanlegt tjón á einstökum fornminjum um útræði frá Gufuskálum á Snæfellsnesi Svona var umhorfs á svæðinu þegar rannsóknir voru stundaðar þar í sumar. Þegar þeim lauk var sandpokum raðað upp til varnar fornminjunum gegn brimróti vetrarins. Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur (fyrir miðju) ræðir við hjónin Óskar Guð- mundsson og Kristínu Ólafsdóttir á rannsóknasvæðinu á Gufuskálum í sumar. Eftir stormana nú í desember hefur sjórinn splundrað sandpokum og grjóti um allt svæðið. Sjá má fleiri myndir af vettvangi á Facebook-síðu Gufuskálaverkefnsins (Gufuskálar Archaeology). Ljósm. Þór Magnússon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.