Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 28

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Það getur vissulega verið mis- jafnt hvaða merkingu við leggj- um í jólin. Sumir sjá þau fyrst og fremst sem tækifæri til að slappa af í faðmi fjölskyldunn- ar og til að eiga rólega daga þar sem nánd, hlýja og væntum- þykja fær ráðið ríkjum. Aðrir leggja áherslu á mat og drykk og að allt fari fram eftir fast- mótuðum siðum og venjum. Í þriðja lagi má svo nefna þau, sem sjá jólin sem trúarhátíð þar sem innihald og merking hins kristna boðskapar er sett í önd- vegi. Ekkert af þessu þarf þó að útiloka annað því allt getur þetta farið saman. Það er hins vegar undir okkur sjálfum kom- ið hvort og hvernig við glæðum jólin innihaldi; boða jólin ein- ungis „nýárs blessaða sól og náttúrunnar jól“ þar sem nýr sólargangur hefur hringferð sína enn einu sinni eða flytja þau kannski líka „líf og líkn- arráð og ljóma heit af Drott- ins náð,“ eins og séra Matth- ías Jochumsson yrkir í einum sálma sinna? Vetrarsólstöður hafa ekki allt- af verið kristin trúarhátíð og það er líklega ekki fyrr en á fjórðu öld sem kristnir menn fara að halda sérstaklega upp á fæð- ingu Krists á þessum árstíma. Þeir syngja honum þá sérstaka messu – Kristsmessu – og af því draga jólin heiti sitt á ensku. Það hefur hins vegar ekki allt- af verið eining um það á meðal enskumælandi hvort og hvern- ig beri að haga jólahaldi. Nýleg frétt frá bænum Santa Monica á vesturströnd Bandaríkjanna undirstrikar að jólin og hinn kristni boðskapur þeirra er ekki öllum jafn kærkominn. Í Santa Monica, sem stendur rétt fyrir utan L.A. hefur sá háttur ver- ið hafður á í meira en 60 ár, að þar hafa kirkjur fengið að stilla upp í almenningsgarði helgi- myndum til að minna á hinn trúarlega þátt jólanna. Venj- an hefur verið sú, að þar sem um mjög afmarkað rými er að ræða í garðinum, að þá hef- ur verið dregið um það hvaða kirkjur og trúfélög fá að stilla upp myndum sínum á hverj- um tíma. Fyrir örfáum árum gerðis það, þegar dregið var um hverjir ættu að fá pláss í garð- inum, að trúleysingjar fengu að taka þátt í útdrættinum í fyrsta sinn. Og viti menn, af tuttugu og einum vinningshafa komu 18 úr röðum trúleysingja. Og trúleysingjarnir hófust þegar handa við að skreyta í garðin- um. Reyndar létu þeir 15 rými standa auð en í þeim þremur sem þeir skreyttu mátti sjá boð- skap á borð við: „Látum rökhyggjuna hafa yf- irhöndina, á þessum tíma við vetrarsólstöður. Það eru engir guðir, engir djöflar, engir engl- ar, hvorki himnaríki né hel- víti. Það er bara hinn náttúru- legi heimur.“ Og með þessum hætti komu þeir boðskap sínum á framfæri. En hér vakna ýms- ar spurningar: Hver er þess t.d. umkominn að skera úr um af hverju hinn náttúrulegi heim- ur samanstendur? Og hver eru grundvallarlögmál tilverunnar? Til að geta skorið úr um það, þarf annað hvort að koma sér saman um þær forsendur sem við skoðum heiminn út frá eða sanna þær, og þá stöndum við frammi fyrir því, að hin kalda rökhyggja, sem trúleysingjarnir vilja oft og tíðum halda á lofti, nær ekki flugi nema samstaða sé um forsendurnar, og þá sam- stöðu skortir einfaldlega því það er ekki hægt að sýna fram á réttmæti forsendnanna eða sanna þær með neinum óyggj- andi hætti. Rökhyggjan, sem trúleys- ingjarnir kalla eftir til að skera úr um hvað sé rétt og hvað sé rangt, og hvað gott og hvað illt, verður því að láta í minni pok- ann hvort sem henni líkar það betur eða ver. Og það verð- ur hún líka að gera við vetrar- sólstöður þegar við höldum jól, því þegar við erum við leidd inn í fjárhúsið í Betlehem og að jöt- unni þar sem barnið litla hvíl- ir, og okkur er sagt að þar hvíli sjálfur Guð, þá vitum við að við þurfum að taka alla okkar hug- myndafræði og alla rökhugsun til endurskoðunar. Og það sem fæðing Krists í brjósti hvers og eins gerir alla jafna er að hún kollvarpar því sem fyrir er, en kallar um leið fram nýja hugsun, nýja nálgun og nýjar aðferðir en jafnframt nýja von. Hið gamla er farið og allt verður sem nýtt. Tungutak trúarinnar bygg- ir nefnilega ekki á ískaldri rök- hyggju hugsunarinnar þar sem eitt leiðir stöðugt af öðru undir formerkjum sálarlausrar nauð- hyggju, heldur má miklu frem- ur segja, að tungutak trúarinnar byggi á eldheitri ástríðu hjart- ans þar sem myndmál og lík- ingar, sem stöðugt eru að öðlast nýtt samhengi og þar með sífellt nýjar skírskotanir, fá að njóta sín varpandi stöðugt nýju ljósi á óteljandi möguleika mannsins á sérhverju andartaki ævinnar. Og eitt af þessum andartökum ævinnar, sem felur í sér óendan- lega djúpa möguleika, er andar- takið þegar við á jólum stönd- um frammi fyrir jötu barnsins í Betlehem og áttum okkur á því, að þar hvílir sjálfur Guð í heim- inn borinn. Njótum öll jólanna og opn- um hug okkar og hjarta fyrir þeim boðskap sem frásagan um fæðingu Jesú Krists í heiminn felur í sér. Gleðileg Jól! Jólin eru framundan með frið sinn, fögnuð og fyrirheit Hugvekja eftir séra Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprest í Saurbæ Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ljósm. mþh.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.