Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 48

Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 margir aðrir lögðu þessu góða málefni lið. Lúkas er endurlífg- unar- og hjartahnoðstæki til notkunar í sjúkrabílum. Sjúkra- flutningamenn í Búðardal þjónusta stórt svæði og meðaltími sjúkraflutninga er um 2,5 klukkustund. Tækið kemur sér því vel enda sér það algjörlega um hjartahnoð án þess að þreytast eða vera fyrir öðrum við endurlífgunina. Safnað var fyrir Lúk- asi víða á Vesturlandi á árinu. Fyrstir til að ríða á vaðið voru Sigurður Már Sigmarsson neyðarflutningamaður hjá sjúkra- flutningum á Akranesi og Guðjón Hólm Gunnarsson aðstoð- arvarðstjóri hjá Neyðarlínunni sem hófu söfnun fyrir Lúkasi á Akranesi. Fleiri byggðarlög í landshlutanum fylgdu í kjölfarið og nú má finna Lúkas í sjúkrabílum í Ólafsvík, Stykkishólmi, Dölum og í síðustu viku hófst söfnun í Borgarnesi og kemur Rótaryklúbburinn að henni ásamt fleirum. Sólarkísilverksmiðja á Grundartanga Faxaflóahafnir og bandaríska fyrirtækið Silicor Materials skrifuðu í maí undir samkomulag um að stefnt yrði að því að ný sólarkísilverksmiðja fyrirtækisins yrði valinn staður í landi Klafastaða við Grundartanga. Verksmiðjan mun framleiða til- búið hráefni til framleiðslu á sólarkísilrafhlöðum. Áætlanir gera ráð fyrir að bein störf hjá Silicor verði 450, en ljóst að af- leidd störf og starfsemi verður mun meiri að umfangi. Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri fyrirtækisins á Íslandi, sagði í sam- tali við Skessuhorn í nóvember að seldar afurðir verksmiðj- unnar verði sambærilegar að verðmæti og loðnu- og síldveið- ar við Íslandsstrendur. Ýmis fyrirtæki hafa fylgst af áhuga með fyrirætlununum, rætt er um byggingu vöruhótels á Grund- artanga og fyrirtæki sem vinna að fullframleiðslu á sólarkísil og vinnslu úr aukaafurðum hafa sýnt verkefninu áhuga. Stefnt er að því að framleiðsla hefjist í verksmiðjunni árið 2017, en áætlað er að uppbygging Silicor Materials muni kosta 94 milljarða króna. Nú þegar gætir hreyfingar á fasteignamark- aði vegna þessara fyrirætlana Ameríkananna, m.a. er aukin fasteignasala á Akranesi og eftirspurn eftir byggingarlóðum. Töp og sigrar Kosið var til sveitarstjórna hér á landi síðasta dag maímán- aðar. Sögulegt við kosningarnar á landsvísu var lítil kjörsókn og doði, einkum hjá yngra fólki. Ýmsir höfðu ástæðu til að gleðjast þegar úrslit kosninganna tóku að birtast. Aðrir síð- ur. Í þremur sveitarfélögum á Vesturlandi féllu sitjandi meiri- hlutar, þ.e. á Akranesi, í Borgarbyggð og Stykkishólmi. Á Akranesi unnu sjálfstæðismenn stórsigur, fengu fimm menn í bæjarstjórn, höfðu tvo áður, og mynduðu meirihluta að auki með einum fulltrúa Bjartrar framtíðar. Í Stykkishólmi vann H listi framfarasinnaðra Hólmara sigur, fékk fjóra bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. L listi fékk þrjá fulltrúa. Valdahlutföll snérust því við og Sturla Böðvarsson fyrrverandi bæjarstjóri, alþingismaður, ráðherra og forseti Alþingis varð að nýju bæjarfulltrúi og jafnframt bæjarstjóri. Þá stóðst meiri- hluti sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ áhlaup þriggja mótfram- boða og Kristinn Jónasson stefnir í að verða a.m.k. tveggja áratuga bæjarstjóri. Meirihluti vinstri manna í Grundarfirði hélt sömuleiðis velli. Persónukosningar fóru fram í fimm sveitarfélögum á Vesturlandi, þ.e. í Hvalfjarðarsveit, Dala- byggð, Skorradalshreppi, Helgafellssveit og Reykhólasveit. Í Dölum var þetta í annað skiptið í röð sem kosið var óhlut- bundinni kosningu, þrátt fyrir stærð sveitarfélagsins. Eftir áskoranir var orðið við því í Hvalfjarðarsveit að falla frá lista- kosningum og voru því einstaklingar í kjöri, líkt og í Dölum. Aldursforseti sveitarstjórnarmanna, Davíð Pétursson á Grund hætti setu í sveitarstjórn Skorradalshrepps eftir áratugi. Nýir sveitarstjórar tóku víða við. Regína Ásvaldsdóttir hélt áfram á Akranesi eftir að hafa gegnt starfinu fyrir vinstri menn um tíma. Þorsteinn Steinsson var ráðinn bæjarstjóri í Grundar- firði, Kolfinna Jóhannesdóttir í Borgarbyggð og Skúli Þórð- arson í Hvalfjarðarsveit. Sömu sveitarstjórar eru í Snæfellsbæ og í Dölum. Kosið var listakosningu í Eyja- og Miklaholts- hreppi. Tveir listar voru í kjöri og eðli málsins samkvæmt sigraði annar. Óútskýrður fugladauði við Fróðárrif Um 70 dauðar ritur fundust við Fróðárrif á Snæfellsnesi í byrjun júní og að auki dauðir skarfar og æðarfugl á svipuðum slóðum. Um mánuði fyrr fundust um 50 dauðir æðarfuglar í varpi skammt frá Fróðárrifi. Sérfræðingar skoðuðu svæðið en ekki fannst skýring á þessum mikla fjölda dauðra sjófugla. Sýni úr æðarfugli sem fannst í maí var sent til Bandaríkjanna og grunur beindist helst að því mengun væri að finna í ein- hverjum af ferskvatnstjörnum á svæðinu þar sem báðar fugla- tegundirnar sækja sér neysluvatn. Víkingur kvaddur Kaflaskil urðu í atvinnusögu Akraness 11. júlí þegar Víking- ur AK 100, sem gerður hefur verið út frá Akranesi í yfir 50 ár, var kvaddur. Skipinu var siglt til Danmerkur þar sem það var rifið. Fjöldi fólks var mættur til að fylgjast með brottförinni enda skipið eins konar holdgervingur sjómennskunnar á Akra- nesi og því margir sem bera sterk tengsl til skipsins. Segja má að himnarnir hafi grátið þegar skipið hélt úr höfn en úrhell- isrigning var á meðan. Víkingur var smíðaður í Bremerha- ven árið 1960 fyrir Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness, sem var fyrsta almenningshlutafélagið á Akranesi og eitt af fyrstu almenningshlutafélögum landsins. Víkingur AK land- aði síðast loðnu á vertíðinni 2013 en er í prýðilegu ásigkomu- lagi miðað við aldur og fyrri störf. Haraldur Bjarnason blaða- maður var messadrengur í hinstu för Víkings og birti Skessu- horn ítarlega lýsingu úr ferðinni og viðtöl við menn um borð og úti í Danmörku. Skrifaði Haraldur þar lokakaflann í sögu skipsins. Ekki er loku fyrir það skotið að skrif Haraldar verði notuð til útgáfu bókar um skipið, en HB Grandi ákvað nýver- ið að styrkja hann til nánari skráningar á Víkingssögunni. Allt morandi í makríl Makrílveiðar settu svip sinn á mannlífið í sumar, ekki síst á Snæfellsnesi. Ekki eru nema nokkur ár síðan makríllinn fór að sjást við Íslandsstrendur en hann er nú veiddur í stórum stíl og skapar mikla atvinnu fyrir fólk í sjávarútvegsgreinum. Makríll var ekki unninn á Akranesi en á þremur stöðum á Snæfells- nesi; í Rifi, Grundarfirði og Stykkishólmi og víða var unn- ið allan sólarhringinn. Á tímabili lönduðu um 50 makrílbát- ar í Snæfellsbæ og þeir aflahæstu lönduðu um 11-12 tonnum yfir daginn. Oft myndaðist löng löndunarbið þegar bátarn- ir komu drekkhlaðnir að landi. Sjávarútvegsráðherra bannaði síðan makrílveiðar smábáta frá og með 5. september, en þau tíðindi komu mönnum í opna skjöldu. Mokveiði hafði ver- ið á miðunum og búist var við að veiði yrði leyfð langt fram í september. Urðu margir ósáttir við þessa ákvörðun. Daginn sem ráðherra stöðvaði veiðarnar voru veidd 200 kíló af sprikl- andi makríl í einn bátinn í höfninni í Ólafsvík meðan beðið var löndunar. Margir höfðu á orði að þarna hafi ráðherrann ótímabært stöðvað arðbærustu veiðar Íslandssögunnar. Bugavirkjun gangsett Raforkuframleiðsla hófst í Bugavirkjun á Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit um miðjan júlí. Framkvæmdir við virkjunina hófust síðsumars 2012 og hafa staðið síðan með nokkrum töf- um sem urðu á framkvæmdum veturinn 2012-13, m.a. vegna Framhald á næstu opnu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.