Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 56

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 56
56 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Bók Más Jónssonar geymir mik- ið af forvitnilegum upplýsingum. Langelsta varðveitta uppskrift- in af svæðinu sem tekið er fyrir í henni er frá 1688. Hún geymir skrá yfir eftirlátnar eigur aldraðs niðursetnings á bænum Kollslæk í Hálsasveit: „Anno 1688 þann 12. maí að Kollslæk var þetta eftirskrifað eft- ir fátækan sveitamann Sumarliða Pálsson að borguðum kostnaði og fyrirhöfn. Í fyrstu sex einskeft- urekkjuvoðir, hálf sjöunda alin óþæfð einskefta, einskeftubrekán fornt, einskeftuhempa sauðsvört og vaðmálsbuxur sauðsvartar, tvennir buxnagarmar og hempu- spjör, hvít einskeftupeysa og sort- að einskeftukot, peysuræfill og kotræfill, fangalitlar nærbuxur, prjónhúfa, sortuð einskeftuhetta, tvennir sokkar heillegir, tvenn- ir vettlingar svartir, hvítir háleist- ar, fimm gæruskinn, þrír lambsk- lippingar, duggarasokkar einir og vettlingar, leðurskór heill, tveir fjórðungar smörs í skrínu að vér mentum vegast mundi.“ Samkvæmt þessu átti Sumarliði ekkert nema nokkur fataplögg og vart til skiptanna, þegar hann dó utan gæruskinnin fimm, lambsk- lippingana þrjá og smörklípuna. Þetta hefur verið eins konar líf- eyrissjóður hans. Annað dæmi er Sigríður Berg- þórsdóttir, látin úr mislingum í Húsafelli sumarið 1846. „Þann 14. júlí er dáin Sigríður Berg- þórsdóttir vinnukona á Húsafelli um tvítugsaldur að öllu leyti hér á sveit uppalin, en þó orðin nokk- urn veginn fötuð og átti dálítið af silfri og eina kind. Húsbóndi hennar sem var óskar að eigur hennar væri seldar til lúkningar útfararinnar,“ skrifar hreppstjóri í tilkynningu til sýslumanns. Hreppsjóra var falið að meta og skrá eigur Sigríðar sem síðan voru boðnar upp til að greiða fyr- ir útför hennar. Þær voru guðs- orðabók í skruddu, einskeftuk- ventreyja og tvær bláar vaðmáls- samfellur með silfurhnapp. Blátt vaðmálsupphlutsfat með níu litlum silfurmillum, annað með átta koparmillum og þriðja með sex. Bláröndótt hvunndagssvunta og blá þríhyrna, svartur nærpils- garmur, hnjáskýlur og röndótt pils. Einskeftutreyja, sniðtrey- jugarmur, ný vaðmálsskyrta og önnur garmur. Röndótt litarsv- unta, blá peysa, tvær húfur, önn- ur nýleg og hin forn. Tvenn- ir sokkagarmar bláir, neðanfest- ingar í sama lit, hvítir háleist- ar og íleppar, þrennir vettlingar. Faldur og dökkur silkiklútur lít- ill, annar með rauðum og græn- um bekkjum. Svartur léreftsklút- ur með bekkjum og grænröndótt- ur silkidreginn, þriðji bládropótt- ur og svartur. Lítilfjörlegt belti með silfurpörum. Einnig átti Sigríður ask, spón og bandprjóna, vasa með nál- húsi og rusli, kistustokk með lé- legri skrá, kvenístöð og eina kind lambgota. Þetta var allt selt á uppboði og fengust fyrir 16 ríkisdalir og 92 skildingar. Alls átti dánarbúið þá 21 ríkisdal og 38 skildinga. Það dugði fyrir kostnaði við skiptin og því að koma líki Sigríðar ofan í jörðina. Eftir það stóðu 2 ríkis- dalir og 16 skildingar sem skiptust jafnt á eftirlifandi móður hennar Þorbjörgu Böðvarsdóttur á Jafn- askarði í Stafholtstungum og al- systur Þorbjörgu Bergþórsdóttur á Lambastöðum í Álftaneshreppi. mþh Nýverið kom út sérlega áhugaverð bók sem varpar ljósi á líf og efnahag alþýðufólks í efstu byggðum Borg- arfjarðar á árunum fyrir miðbik 19. aldar. Már Jónsson hefur rannsakað gamlar bækur hreppstjóra og sýslu- manna á Vesturlandi. Í bókinni „Hvítur jökull, snauðir menn. Eft- irlátnar eigur alþýðu í efstu byggð- um Borgarfjarðar á öðrum fjórð- ungi 19. aldar,“ varpar hann ljósi á æviferla og eftirlátnar eigur sextán kvenna og ellefu karla sem bjuggu í kirkjusóknum Gilsbakka og Stóra- Áss á fyrrihluta 19. aldar. Bókin gefur einstæða mynd af lífskjör- um fólksins sem byggði þetta hérað fyrir um tveimur öldum síðan. Mikill fjársjóður heimilda Már Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands annast útgáf- una sem kemur út í ritröð Snorra- stofu í Reykholti. „Þessi rannsókn hófst árið 2009 út frá hugleiðingum um það hvað almenningur átti fyrr á tímum. Ég fékk stundum fyrirspurnir um eig- ur fólks svo sem fatnað, búsáhöld og þess konar. Fyrsta atlaga mín að efninu opinberlega var reynd- ar þá um haustið á málþingi um borgfirsk fræði í Borgarnesi. Vitað var að hreppstjórar fóru fyrrum á heimilin þegar fólk dó og skrifuðu þetta upp, enda var það skylda sam- kvæmt lögum ef fólk átti lítil börn eða ættingja sem voru ekki til stað- ar en áttu erfðarétt. Allt var skrifað upp; fatnaður, áhöld, bækur, rúm og aðrir innviðir og áfram má telja. Ég hafði vitað af þessum gögnum í nokkur ár en aldrei gert neitt með þau í rannsóknaskyni. Þarna hófst þá vinna við að athuga hvað væri til af svona skrám og hvernig væri haldið utan um þær. Í ljós kom að þetta efni er mjög vel varðveitt frá um 1780 og alla 19. öldina úr öll- um sýslum landsins. Það eru alls til um 25 til 30 þúsund skrár yfir eign- ir sem fólk lét eftir sig,“ segir Már Jónsson. Mörg hundruð kassar á Þjóðskjalasafni Það kemur vissulega á óvart hve mikið er til af þessum skrám. Ýms- ir fræðimenn hafa gripið í þessi gögn en Már gerir það með skipu- legri hætti. „Fyrsta hugsunin var að komast að því hvernig mætti ná utan um þessi skiptagögn. Langstærstur hluti þessara pappíra er varðveitt- ur í skjalasöfnum sýslumannsemb- ættanna. Þau báru ábyrgð á þessum skiptagögnum í erfðamálum. Sýslu- menn héldu skiptabækur og áttu að geyma dánarbúsuppskriftirnar sem hreppstjórarnir yfirleitt öfluðu og skráðu. Í Þjóðskjalasafni eru mörg hundruð kassar sneisafullir af þess- um gögnum. Þetta eru í fyrsta lagi uppskriftirnar á því sem fólk lét eftir sig og svo skiptabækur þar sem arf- inum var skipt á milli fólks.“ Næsta skref hefur svo verið að hug- leiða hvernig megi nýta vitneskjuna sem liggur í þessum gömlu skrám. „Árið 2012 skrifaði ég grein í tíma- ritið Sögu um þetta kerfi, lagaleg- an ramma þess og varðveislu gagna. Ég velti því í framhaldinu fyrir mér hvernig koma ætti þessu á framfæri og ræddi við það um ýmsa, en án ár- angurs, þangað til Snorrastofa átt- aði sig á því mikilvægi svona texta til skilnings á horfnu samfélagi okk- ar Íslendinga. Úr varð bókin Hvít- ur jökull – Snauðir menn. Í henni er tekið fyrir svæðið í gömlu sóknum Gilsbakka og Stóra Áss í Hvítársíðu og Hálsasveit. Þarna bjuggu kannski ekki nema 150 til 200 manns en efniviðurinn var samt sem áður ríkulegur. Það vill svo skemmtilega til að á svona 30 ára tímabili þá eru til mjög þétt gögn einmitt fyrir þess- ar litlu sóknir. Ég þekki sjálfur svæð- ið mjög vel. Tengdafaðir minn er fæddur í Fljótstungu og frændfólk eiginkonu minnar er þaðan og frá Húsafelli þannig að við erum mik- ið á þessu svæði.“ Skráningu gagna frá Vesturlandi er lokið Már hefur lokið við gera skrá yfir öll skiptagögn frá Vesturlandi til aldamótanna 1900 og reyndar allt landið til 1820 og sumar sýslur til 1860. Það er mikil vinna að fara yfir þessa gömlu pappíra. „Þetta er óaðgengilegt í dag í mörgum skiln- ingi. Gögnin liggja í mörgum köss- um, það er lítil yfirsýn og örðugt að leita að einhverju ákveðnu svo sem um tiltekna einstaklinga. Frágang- urinn á skjölunum er líka misjafn. Það sem ég geri er að fletta í gegn- um hvern kassa og skrá jafnóðum það sem ég finn um hvern einstak- ling. Smám saman myndast gagna- grunnur sem hægt er að nota til að fá yfirsýn um það hvað er til. Ann- að sem gerir þetta óaðgengilegt fyr- ir fólk flest er að skrift þessa tíma er torráðin þeim sem ekki eru vanir að lesa úr henni.“ Rannsóknavinnan sem hófst á gögnum úr uppsveitum Borgar- fjarðar gæti með tímanum leitt fram einstæðan gagnagrunn sem síð- an mætti tengja við aðrar heimild- ir. „Ég er svona rúmlega hálfnað- ur með að skrá þessi gögn á tölvu- tækt form. Hugmyndin er að þau verði síðan gerð aðgengileg á vegum Þjóðskjalasafns, til dæmis í tengslum við Manntalsvef þess á vefslóðinni manntal.is. Þá verður hægt að skoða svona gögn yfir ákveðnar sóknir eða Eftirlátnar eigur tveggja blásnauðra Borgfirðinga Már Jónsson sendir frá sér bókina Hvítur jökull, snauðir menn: Einstæðar heimildir um lífskjör Vestlendinga á fyrri hluta 19. aldar tiltekna bæi. Bókin sem nú var að koma út nær yfir 27 manns. Við eigum hins vegar gögn um hátt í 30 þúsund einstaklinga. Umfangið er því gríðarleg og auðvitað verður aldrei hægt að gefa þetta allt út, en ég geri mér vonir um að geta tek- ið fyrir einhver minni svæði á sama hátt og í þessari bók. Það er mik- ill fróðleikur í þessum gögnum. Í skiptabókunum er líka að finna stór- merkilegar ættfræðiupplýsingar sem liggja kannski ekki alveg á lausu því þar eru tilgreindir ættingjar látinna sem eru jafnframt erfingjar. Þetta á sérstaklega við ef ekki voru fyrir hendi beinir afkomendur.“ Djúp gjá á milli fátækra og ríkra Möguleikarnir eru margir. „Það mætti taka saman efnið fyrir Borgar- fjörðinn allan, til dæmis eftir gömlu hreppunum eða sóknunum. Það eru til um tvö þúsund uppskrifuð dánar- bú frá þessum tíma í héraðinu, ekki reyndar frá hverri einustu jörð. Frá sumum er mjög lítið en öðrum mik- ið, til dæmis Fljótstungu og Gilj- um, svo að dæmi séu tekin úr bók- inni. Þarna eru dánarbú frá sárafá- tæku fólki sem dó í vesöld upp á aðra komið þar sem kannski var verið að reyna að finna einhver föt eða dót sem hægt væri að selja til að eiga fyr- ir útförinni. Á hinn bóginn eru svo dánarbú vellauðugra prófasta, sýslu- manna og annarra sem bjuggu við ríkidæmi. Hjá þeim sjáum við út- lend húsgögn, postulín, silfurbún- að, dúka og aðra hluti sem finnast ekki hjá alþýðufólki. Greinilega hef- ur þarna á fyrri hluta 19. aldar verið ofboðslegur munur á heimilum eft- ir efnahag.“ Í bók Más rekur hann dánarbú fólks sem bjó á 12 bæjum. Þau voru á ýmsum aldri og dó á árunum 1824 – 1851. Heimildirnar draga upp ein- stæðar myndir af einstaklingunum. „Ég skrifa um hverja persónu í bók- inni og reyni að tæma eftir fremsta megni allt sem hægt er að rekja úr heimildum um æviferil fólksins. Svo birti ég skiptagögnin sem skráð voru um þau og hvernig erfðamálum var háttað.“ Forvitnilegar bókaskrár Eitt af því sem kemur fram í þess- um skrám er hvaða bækur fólk átti. Þessar bókaskrár eru gott dæmi um þá innsýn sem skrárnar gefa í líf al- þýðufólks. Margir af þessum ein- staklingum eru forfeður og formæð- ur eða ættingjar núlifandi Vestlend- inga og annarra Íslendinga. „Prest- ar áttu að skrifa niður bókaeign fólks í sóknarmannatölin, en það átti bara við um guðsorðabækurnar. Þeir skráðu ekki aðrar bókmennt- ir svo sem lækningarit, rímnakveð- skap og þess háttar. Í dánarbúum er hins vegar allt tekið með. Fólk átti þó einkum bækur sem voru trúar- legs efnis. Það áttu allir sálmabækur og þess háttar. Oft er tekið fram að bækurnar séu lúnar og skemmdar, greinilega af miklum lestri. Mín til- finning er sú að þetta fólk hafi virki- lega viljað eiga þessar bækur og lesið þær bókstaflega í tætlur, en ekki af því að prestarnir skipuðu því að gera það. Á sumum heimilum voru til tvö eintök af Passíusálmum eða tiltekn- um bænabókum. Fólk var trúað. Það leitaði einlægt huggunar í guðsorð- inu enda lifði það flest erfiðu lífi sé borið saman við nútímann. Barna- dauði, ólæknandi veikindi og annað var nánast daglegt brauð bara til að nefna dæmi. Við erfðaskipti er svo passað vel upp á að til að mynda öll börnin sem lifa eftir hinn látna fái bækur í sínar hendur sem arf. Þann- ig voru bækurnar látnar ganga áfram milli kynslóðanna,“ segir Már Jóns- son að lokum. mþh Fyrsta blaðsíða uppskriftar á dánarbúi Magnúsar Erlendssonar úr Fljótstungu sem lést 31. október 1843. Í byrjun desember hélt Már Jónsson erindi í Snorrastofu um rannsóknir sínar á skrám yfir eftirlátnar eigur alþýðu í uppsveitum Borgarfjarðar á öndverðri 19. öld. Már Jónsson, síra Geir Waage, Páll Guðmundsson frá Húsafelli og Bergur Þorleifsson skoða gömul skjöl í Snorrastofu að loknum fyrirlestri Más 2. desember síðastliðinn. Kápa bókarinnar „Hvítur jökull, snauðir menn.“ Hana prýðir mynd eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Heiti bókarinnar er sótt í ljóðið Landslag eftir Jón Óskar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.