Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 58

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 58
58 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Við óskum íbúum Snæfellsbæjar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Snæfellsbær SK ES SU H O R N 2 01 4 Sendum öllum félagsmönnum og ölskyldum þeirra hugheilar óskir um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn SDS SK ES SU H O R N 2 01 4 Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Ólína Gunnlaugsdóttir ræður ríkj- um í gamla Samkomuhúsinu á Arn- arstapa. Þar í hinu gamla félagsheim- ili og hjarta hins forna Breiðavíkur- hrepps hefur hún ásamt fjölskyldu sinni komið upp veitingahúsi og vísi að menningarmiðstöð. „Við keypt- um þetta hús 2008. Þá var það í eigu ungmennafélagsins sem hafði ákveð- ið að selja það. Við buðum í það með það í huga að húsið yrði notað áfram með einhverjum hætti sem almenn- ingshús. Ekki að því yrði breytt í sumarbústað. Það hefði orðið hálf- gerð synd.“ Við sitjum við borð í þessu merka hvíta húsi efst við veg- inn niður að Arnarstapa. Á grammó- fóninum snýst plata lágvært und- ir nálinni. Bubbi Morthens plokk- ar kassagítarinn og syngur Blús fyr- ir Rikka. „Íslenskara verður það varla nú á aðventunni hér undir Jökli,“ hugsar blaðamaður og fær sér rúsínu með kaffinu. Borin og barnfædd undir Jökli Ólína afgreiðir tvær ungar ferðakon- ur sem greinilega má heyra að eru frá einu af löndum Suður Evrópu. Þær eru komnar langt að heiman um vet- ur en sjálfsagt sælar með sitt kaffi og súkkulaði hjá Ólínu að hafa sótt heim þetta skrítna land úti í miðju Norður Atlantshafinu. Gestgjafinn er á hinn bóginn á heimavelli. „Hér hef ég átt heima alla mína tíð,“ segir Ólína. „Foreldrar mínir bjuggu á Hellnum. Þau voru dæmi- gerðir útvegsbændur hér undir Jökli. Pabbi réri alltaf á sjó á sínum smá- báti eins og reyndar afi minn og langafi. Faðir minn var frá Dagverð- ará og móðir mín frá Hellnum, það er Bárðarbúð. Foreldrar hennar voru svo frá Hellnum og Arnarstapa. Hún hét Kristín Kristjánsdóttir. Pabbi hét Gunnlaugur Hallgrímsson. Ég ólst upp og hrærðist í þessu mannlífi hér undir Jökli. Fiskurinn var náttúrulega aðal atvinnuvegurinn. Sem krakki fór ég strax að vinna við fisk. Einkum við saltfiskverkun. Héðan réru menn og svo framleiddi eiginlega hver fyrir sig sinn eigin saltfisk og seldi. Þannig var það á tímabili en svo voru stofnuð fé- lög um vinnsluna sem tóku í auknum mæli við afla sjómannanna. Frændi minn Kristinn Kristjánsson í Bárð- arbúð stofnaði verkun á Hellnum á sjötta áratugnum. Svo var á áttunda áratugnum stofnað félag hér á Arn- arstapa um að taka við fisk frá trillu- körlum og verka. Þá vann ég þar og svo heima við bústörf. Síðan var ég í skóla á veturna.“ Halda í lífshætti útvegsbændanna Ólína býr nú á Hellnum ásamt Kristni Jóni Einarssyni (Kidda) eig- inmanni sínum í húsinu sem foreldr- ar hennar byggðu þar á sínum tíma. Það er á Ökrum. Kristinn er sjómað- ur og trésmiður. „Börnin eru nú öll fjögur orðin fullorðin, farin suður og komin í framhaldsskóla. Tvær yngstu dæturnar eru að læra til stúdents- prófs í Reykjavík. Það hentar ekki okkur sem búum hér sunnan Jökuls að senda börnin okkar í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í Grundarfirði. Samgöngurnar eru of erfiðar og of langt að fara. Það er út í hött að aka tvisvar á dag héðan yfir til Grundar- fjarðar.“ Þrátt fyrir að Kristinn starfi við smíðar og Ólína sinni ferðamennsku þá er stutt í önnur áhugamál. Sjórinn og sjósókn eru fólkinu undir Jökli í blóð borin. „Við áttum trillu í mörg ár. Ég á enn gömlu trilluna mína. Þegar ég var 19 ára keypti ég trébát sem afi minn hafði smíðað á sínum tíma. Hann smíðaði þá marga. Það var hætt að nota hann og mig lang- aði bara til að eiga hann sem minja- grip. Foreldrar mínir voru hins veg- ar mjög áhugasamir um að báturinn yrði gerður upp. Pabbi hjálpaði mér við það. Þessi bátur fór svo á flot. Við rérum fyrst á honum saman ég og Kiddi. Ég á þennan bát enn, hann stendur inni í hlöðu og er í ágætu lagi þó hann sé kannski eitthvað farinn að þorna. Mig minnir að báturinn sé smíðaður 1955 þannig að hann fyllir brátt sextugt. Hann heitir Suðri.“ Þau Kristinn og Ólína hafa á viss- an hátt haldið í lífsstíl útvegsbænd- anna. „Við erum enn með smá bú- skap, eigum nokkrar kindur.“ Hús með mikla og góða menningarsögu Við snúum talinu að Samkomuhús- inu þar sem við sitjum. Þarna er lít- ið eldhús, afgreiðsla og salir. Í innri salnum er leiksvið. Bókahillur hylja veggi. Í litlu herbergi milli salanna tveggja er vísir að litlu safni sem við komum nánar að síðar í samtalinu. „Húsið á mikla sögu sem gamla félagsheimilið í Breiðavíkurhrepp. Það var á sinn hátt hjarta sveitarinnar á sínum tíma eins og svo mörg önn- ur félagsheimili á landsbyggðinni. Það var byggt 1950 og síðar stækk- að. Þessi félagsheimilamenning sem var svo sterk féll svo einhvern veg- inn niður á níunda áratugnum eða þar um bil. Mörg þessara húsa fengu ný hlutverk svo sem í ferðaþjón- ustu eins og þetta eða standa nán- ast ónotuð í dag. Hugmynd okk- ar var að koma hér upp menningar- tengdri ferðaþjónustu. Ég á rosalega mikið af gömlu dóti sem Kiddi mað- urinn minn er sjálfsagt alsæll með að losna við af heimilinu,“ segir Ólína og hlær við. „Meiningin var að vera hér með eins konar safn. Veitingareksturinn yrði svo stuðningsstarfsemi til að fá inn fjármuni í reksturinn. Það hefur síðan undið upp á sig á kostnað hug- myndarinnar um að koma upp safni. Það er bara svo mikil umferð ferða- fólks hér. Það fólk sem sækir Snæ- fellsnesið heim kemur flest á Arn- arstapa. Reksturinn hér hefur geng- ið vel. Ég hef ekki auglýst mikið eða markaðssett. Þetta fór rólega af stað. Ég hef ekki verið með neinn alvöru rekstur hér nema síðustu árin. Ég fékk leyfið til þess árið 2012. Segja má því að ég sé bara búin að hafa opið í tvö sumur og svo nú í fyrravet- ur og aftur nú.“ Hefur opið allt árið um kring Það vekur sérstaka athygli að heyra að Samkomuhúsið sé opið yfir vetr- artímann. Ólína segir að það sé vissulega rólegra þá en yfir sumar- ið. „Yngsta dóttir okkar og vinkonur hennar og mínar hafa hlaupið undir bagga hérna með mér á sumrin. Ég er hins vegar ein við störf um vetr- artímann.“ Það eru fastir hópar ferðamanna sem sækir Snæfelssnes heim yfir vet- urinn sem gerir það kleift að halda Samkomuhúsinu opnu. „Ég tek á móti hópum sem koma reglulega nokkrum sinnum í viku hingað vest- ur í vetrarferðum á vegum ferða- skrifstofa. Fólkið borðar þá hádegs- mat hér. Ég gef þeim einfaldan hefð- bundinn íslenskan mat, bý bara til það sem ég kann. Þó ekki hákarl og skötu reyndar, heldur kjötsúpu, plokkfisk, rjómapönnukökur og ann- að. Ég reyni að nota kjöt úr okkar heimabúskap í matreiðsluna hérna. Fiskurinn er héðan frá Arnarstapa. Grænmetið kemur úr Staðarsveit- inni. Einnig rófur, kartöflur og gul- rætur. Það er voðalega gaman að geta nýtt það sem er á svæðinu. Mig lang- ar til að geta haldið mig við það. Út- lendingunum finnst þetta alltaf jafn merkilegt þegar ég segi þeim frá því að maturinn sé allur úr hráefni héð- an. Þetta er það sem ferðafólkið vill. Þau eru komin til að upplifa Ísland Ólína Gunnlaugsdóttir frá Ökrum á Hellnum: „Það er ákaflega góður andi í Samkomuhúsinu á Arnarstapa“ Ólína Gunnlaugsdóttir við dyr Samkomuhússins á Arnarstapa þar sem hún rekur veitingahús fyrir gesti á ferð undir Jökli. Hinn formfagri Arnarstapi rís og ber við himinn að baki Samkomu- húsinu. Ferðafólk hvaðanæva að úr heiminum ber að garði í Samkomu- húsinu og vilja upplifa það sem íslenskt er. Ljóðabókin Illgresi eftir Örn Arnarson (Magnús Stefánsson) var ein bóka í safni Þórðar frá Dagverðará og liggur frammi merkt honum eigin hendi, greinilega mikið lesin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.