Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Side 59

Skessuhorn - 17.12.2014, Side 59
59MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Óskum félagsmönnum okkar, fjölskyldum þeirra og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári S K E S S U H O R N 2 0 1 3 og það sem íslenskt er. Þetta er ekk- ert mikið flóknara en svo. Erlend- ir ferðamenn eru ekki að heimsækja Ísland til að borða þar sama mat og þeir geta fengið í New York, París eða Lundúnum, bara til að nefna dæmi.“ Varðandi gestaganginn tiltekur Ólína sumrin sem dæmi. Þá komi skemmtiferðaskipin til Grundar- fjarðar. „Ef allir hóparnir lenda sam- an þá geta komið hingað 200 til 300 manns í einu. Húsið hér rúmar stóra hópa, ef hér er vel raðað má hæglega taka á móti 70 til 80 manns. Hing- að komu alls 880 manns nú í október. Það er gott miðað við árstíma.“ Góður andi – eða andar! Ólína segir að það sé ákaflega góður andi í Samkomuhúsinu. Fólk sem sé næmt fyrir yfirskilvitlegum áhrifum finni fyrir mikilli nærveru einhvers sem venjulegt fólk sjái ekki í húsinu. Sjálf segist hún aðspurð ekki vera skyggn. „Maður verður þó var við að hér opnast hurðir og svona. Það heyrast merkileg hljóð. En þetta er óskaplega notalegt hús sem fær fólk til að líða vel. Bókasafn sveitarinnar var hér til áratuga. Sjálf sanka ég að mér öllum bókum sem ég kemst yfir og fjalla á einhver hátt um Snæfells- nes,“ segir Ólína. Við skoðum bóka- hillur sem hylja heilan vegg. Þetta er rétt. Lokkandi bókakilir segja okk- ur að þarna sé mikill fróðleikur um Nesið, mannlíf þess, sögu og nátt- úru. Gulir miðar stingast upp úr mörg- um bókanna. Ólína segir þá vera eftir sig. „Ég hef mikinn áhuga á alls konar þjóðfræði og því sem snertir mann- lífið. Ég stunda nú nám til BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Prófritgerðin fjallar um byggðasafn- ið í Norska húsinu í Stykkishólmi. Ég er að skrifa hana núna og útskrif- ast vonandi næsta vor.“ Fleira forvitnilegt er að sjá. „Ég er með grammófón og vínylplötur. Við höfum haldið plötukvöld hérna, svo- kallaðar vínylmessur. Þá komum við saman fólk héðan úr sveitinni og spil- um tónlist eingöngu af slíkum hljóm- plötum. Það hefur verið ákaflega vel heppnað,“ segir Ólína og bætir við að félagslíf í Staðarsveitinni og undir Jökli sé ákaflega líflegt. „Það er við- burður nánast á hverju kvöldi. Hér er karlakór, kirkjukór að sjálfsögðu og leshringur. Það má nefna að karl- arnir eru mjög virkir og duglegir að hittast. Samheldnin er mikil og vin- skapur á milli fólks. Heimafólk kem- ur oft hingað, bæði það sem býr hér fast og líka fólkið úr sumarbústöðun- um hér.“ Þórður frá Dagverðará er með sinn stað Þá komum við að vísinum að safninu sem nefnt var hér að framan. Í sam- komuhúsinu er lítið herbergi helgað Þórði Halldórssyni lífskúnstner og sagnaþul frá Dagverðará. Þar má sjá ýmsa muni úr hans eigu auk málverka og bóka sem hann samdi. Þórður á Dagverðará var bróðir ömmu Ólínu í föðurætt. „Ég þekkti Þórð vel. Hann kom hér oft á Hellnar og Arnarstapa. Ferðunum fækkaði hins vegar þeg- ar ellin sótti á, sjónin fór að daprast og hann gat ekki lengur ekið sjálf- ur. Fram að því kom hann sínar föstu ferðir, ekki síst til að sækja ölkeldu- vatnið sem hann hafði mikla trú á. Hann var sögumaður. Þegar fleiri en einn voru að hlusta á hann þá fór hann á flug. Þá breyttist hann í þenn- an sagnaþul, var þá að segja sögur. Ef maður var hins vegar einn með hon- um þá varð hann bara Doddi frændi og spjallaði um ýmislegt. Hann tók af sér þessa grímu sagnaþulsins og varð hann sjálfur. Hann var óskap- lega hjálpsamur og velviljaður mað- ur, átti enga afkomendur en það eru margir sem minnast hans með mik- illi hlýju.“ Ólína segir að tilurð þessa litla safns um Þórð frænda hennar eigi sér ákveðna forsögu. „Fyrir 100 ára ártíð hans 2005 voru stofnuð sérstök Hollvinasamtök Þórðar frá Dag- verðará. Settar voru upp sýningar í Malarrifsvita, Ólafsvík, Langaholti og víðar með söguspjöldum. Þetta endaði svo hér hjá mér. Kannski vegna skyldleikans en líka þar sem ég er hér á svæðinu, hef húsnæði undir hlutina og áhugann. Ég tók að mér að gæta þeirra muna sem tilheyrðu Þórði bæði úr hans dánarbúi og svo þess sem hefur rekið á fjörurnar. Það er svo ætlunin að vera með fasta sýn- ingu hérna í húsinu sem verður til- einkuð Þórði. Ég er smám saman að koma hlutunum hans fyrir hér.“ Síþenkjandi sagnamaður Jarðneskum eigum Þórðar var hald- ið til haga eftir að hann lést norður á Akureyri 2003. Fæddur 1905 varð hann háaldraður maður. „Hann bjó í fjölda ára á Akureyri. Sambýliskona hans var Margrét á Öxnafelli sem bjó í mörg ár hér á Arnarstapa. Þau kynntust hér og gerðust svona félagar með samningi sín á milli um að þau skyldu hjálpast að í gegnum lífið. Þau voru ekki par heldur vinir og félagar og bjuggu saman allt þar til Margrét lést 1989. Hún var einn þekktasti sjá- andi og miðill landsins á sínum tíma. Hún var mjög sérstök eins og Þórð- ur reyndar líka. Ég hugsa að hún hafi þó séð meira heldur en hann. Hún sá alla skapaða hluti. Doddi frændi var öðruvísi. Hann var sagnamaðurinn,“ rifjar Ólína upp. Þórður Halldórsson var að sögn frænku hans í mörgu tilliti maður á undan sinni samtíð. „Þórður hugs- aði mikið um heilsufar og hann var upptekinn af náttúrunni og náttúru- vernd. Hann sá fyrir sér að hér yrði komið upp eins konar heilsulind- um undir Jökli. Doddi frændi hafði mikla trú á ölkelduvatninu eins og ég minntist á, og spáði mikið í mat- aræði, var talsmaður þess að borða mikið af fitu. Hann var alltaf mjög heilsuhraustur og dó hreinlega úr elli nær hundrað ára gamall. Þórð- ur var mikill útivistarmaður og nátt- úrubarn.“ Ólína segir að frændi hennar hafi verið þenkjandi maður sem vissi sínu viti. „Ég hef verið að glugga að- eins í kistil sem hann lét eftir sig þar sem eru sendibréf, skáldskapur og fleira. Hann hafði ýmsar hugmynd- ir. Hannaði meðal annars veiðarfæri og spáði mikið í fiskveiðar. Þórður var alltaf mikið á sjó framan af ævi, þangað til hann lenti í slysi þar sem hann var nærri drukknaður. Þá fór hann í land. Upp frá því sennilega ákveður hann að verða skáld, byrj- ar að yrkja og sendir frá sér ljóða- bók. Seinna komu fleiri bækur í samvinnu við aðra. Einnig fór hann að mála og hélt sýningar. Síðan var hann alltaf þessi mikli sögumaður. Á sínum tíma var kannski talað um að hann væri svo lyginn en í dag sér fólk að hann var gangandi sagnaþul- ur. Hann sagði sögur sem hann bjó til sjálfur, hann var að skemmta fólki eins og gert hefur verið um aldir.“ Ný heimildakvikmynd um Þórð Ólína segir að skáldsaga Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli, byggi mikið á sögum Þórðar. „Kilj- an dvaldi á Hótel Búðum og fékk Dodda til sín. Svo birtist þessi saga. Mér skilst að Dodda hafi nú eitthvað mislíkað eða orðið kannski hissa að sjá það sem hann hafði sagt Nóbel- skáldinu koma með eitthvað stílfærð- um hætti í þessari bók. Síðar þegar ráðist var í að gera kvikmynd upp úr Brekkukotsannál þá var Dodda boð- ið að leika eitt aðalhlutverkið sem var afinn. Ég er með símskeyti þar sem honum er boðið þetta hlutverk en Doddi þáði það ekki.“ Minningin um Þórð Halldórsson frá Dagverðará lifir þó með ýmsum hætti. Á sínum tíma var gerð kvik- mynd eftir Kristnihaldi undir Jökli. Nú síðast hefur Kári G. Schram kvikmyndagerðarmaður gert heim- ildakvikmynd um Þórð sem frum- sýnd var í nóvember síðastliðinn. Hún ber heitið Jöklarinn. „Mér finnst myndin fallega gerð,“ segir Ólína að lokum þar sem hún minnist Dodda frænda síns í Samkomuhús- inu á Arnarstapa. mþh Bókasafn Samkomuhússins er að stórum hluta helgað sögu Snæfellsness, mann- lífi þess og náttúru. Sjálf hefur Ólína að læra mannfræði við Háskóla Íslands. Ólína við kommóðu og ýmsa aðra muni úr eigu Þórðar frænda hennar sem alltaf var kallaður Doddi af ættingjum. Þórður Halldórsson frá Dagverðará var mikill veiðimaður og náttúrubarn. Knippi af lúðuönglum Þórðar sem fundust í dyngju hans, eins og skrifað stendur á miðanum. Litakassi, penslar og málverk eftir Þórð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.