Skessuhorn - 17.12.2014, Síða 71
71MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
WWW.3XTECHNOLOGY.COM | WWW.SKAGINN.COM
Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar, sem og
landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Með kærri þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu.
HUGHEILAR JÓLA-
OG NÝÁRSKVEÐJUR
ir upp úr. Hekla, dóttir Heiðrún-
ar, spilar á harmónikku og syng-
ur allan daginn og sonurinn Snorri
var í lúðrasveitinni þegar hann var
yngri og spilar oft á hljómborð sér
til ánægju heima fyrir. Það ætti því
ekki að koma á óvart að á heim-
ili Heiðrúnar eru mörg hljóðfæri.
„Eitt sinn ætlaði ég að fara út í búð
að kaupa mjólk en kom heim með
bassa! Maðurinn minn hefur gert
mikið grín af því,“ segir hún og
skellihlær.
Kom verulega á óvart
Heiðrún segir að það hafi komið
sér verulega á óvart þegar hún hlaut
menningarverðlaunin í haust. Hún
fékk símtal og var beðin að koma
niður á skrifstofu Akraneskaup-
staðar. „Ég hélt að það væri verið
að fara að ræða við mig um eitthvað
spilerí fyrir jólin en svo var mér sagt
frá þessu. Ég átti síður en svo von á
einhverju svona og mér brá ofboðs-
lega mikið.“ Hún er þó stolt af við-
urkenningunni og þakklát. „Að fá
viðurkenningu fyrir vinnuna sem
maður hefur lagt á sig er alveg ólýs-
anlegt. Ég tel ekki tímana sem ég
vinn, hugsa frekar um útkomuna.
Þó maður fái launin ekki alltaf öll
í peningum, þá er svo margt ann-
að sem skiptir máli. Eins og áhugi
og vilji barnanna og punkturinn
yfir i-ið er að fá svona viðurkenn-
ingu,“ segir hún þakklát. Hún bætir
því við að hún og Samúel hafi áður
fengið viðurkenningu frá Akranes-
kaupstað sem henni þótti vænt um,
eftir að söngleikurinn var sýndur.
„Það óskuðu mér mjög margir til
hamingju eftir að ég fékk menning-
arverðlaunin og ég var fegin að fá
svona jákvæð viðbrögð. Það hefði
ekki verið gaman að fá svona við-
urkenningu ef fólkið í samfélaginu
hefði ekki verið sátt við það.“
Þrjú verkföll á árinu
Árið hefur verið viðburðarríkt hjá
Heiðrúnu. Hún er líklega ein af
fáum sem hefur farið í mörg verk-
föll á einu og sama árinu. Líkt og
flestir vita fóru allflestar kennara-
stéttir í verkföll á þessu ári. Heið-
rún starfar á þremur mismun-
andi skólastigum og tók því þátt í
þremur verkfallsaðgerðum 2014;
þegar grunnskóla- og framhalds-
skólakennarar fóru í verkföll og
svo auðvitað þegar tónlistarkenn-
arar fóru í verkfall núna í haust.
„Það verkfall varð fimm vikna
langt. Það sem kom mér mest á
óvart við það verkfall var að eng-
ar samningaviðræður áttu sér í
raun og veru stað fyrr en eftir fjór-
ar vikur.“ Hún segir að verkfallið
hafi haft mikil áhrif á sig persónu-
lega. „Ég hefði aldrei getað trú-
að því hvað það hafði mikil áhrif
á mig að vera í verkfalli í svona
langan tíma. Það sem bjargaði mér
var kennslan í Brekkubæjarskóla
og tónlistartímar á starfsbraut-
inni í fjölbrautaskólanum. Krakk-
arnir þar eru svo dásamlega þakk-
lát og glöð og það er svo gaman
að kenna þeim. Þau björguðu al-
veg geðheilsunni minni í verkfall-
inu í haust,“ segir hún og brosir.
Hún segir verkfall tónlistarkenn-
ara hafa haft ýmsar afleiðingar sem
bitnað hafi á nemendum. Má þar
nefna tónleikana Ungir – Gaml-
ir sem áttu að vera á Vökudögum
í byrjun nóvember en hefur verið
frestað fram á vor. „Eins hafa yfir-
leitt verið haldnir nokkrir jólatón-
leikar með nemendum úr tónlistar-
skólanum en núna verða þeir mun
færri. Samstarfið í tónlistarvalinu
féll líka niður og því verða minni
tónleikar tengdir því. Við erum að
reyna að klóra í bakkann og bjarga
því sem bjargað verður.“
Er í hljómsveit
Þrátt fyrir að vera jafn mikið í
tónlist og raun ber vitni semur
Heiðrún ekki mikið tónlist sjálf.
Hún segist semja eitt og eitt lag.
„Ég hef gert það, en ekki mikið.
Ég er með eitt og eitt í kollinum
en á erfitt með að koma þeim frá
mér.“ Hún er þó í hljómsveit sem
spilar aðallega frumsamda tón-
list. Hljómsveitin heitir Hvísl og
er skipuð Heiðrúnu, Samúel Þor-
steinssyni, Gunnari Sturlu Her-
varssyni, Elfu Margréti Ingva-
dóttur og Gunnhildi Vilhjálms-
dóttur. „Gunnar Sturla er snilling-
ur í að semja og við spilum mikið
af lögum eftir hann. En við erum
líka með nokkrar ábreiður sem við
setjum í okkar eigin búning. Við
erum með ansi mörg hljóðfæri í
þessari hljómsveit, svo sem harm-
ónikku, trompet, klukkuspil, alls
kyns slagverk, melodiku og klar-
ínett,“ útskýrir hún. Hljómsveit-
in hefur verið starfandi í rúmt ár
en ekki komið mikið fram opin-
berlega. „Það stendur nú til bóta.
Við ætlum til dæmis að halda tón-
leika á Akranesi á næsta ári, ein-
hverja svona kósý tónleika á góð-
um stað.“
Heldur í danskar hefðir
Spjallinu við Heiðrúnu fer senn að
ljúka. Tíminn hefur liðið hratt og
hún þarf að fara að kenna nemend-
um Brekkubæjarskóla. Hún seg-
ir þennan árstíma vera skemmti-
legan, bæði í vinnunni og heima.
„Mér finnst aðdragandi jólanna
svo skemmtilegur tími. Kertaljós
og kósýheit, samverustundir með
fjölskyldunni og það er svo gaman
að spila jólatónlist með nemend-
um. Jólaljósin eru líka kærkomin,
þau lífga svo upp á myrkrið sem
fylgir þessum árstíma.“ Hún seg-
ist njóta þess að upplifa aðdrag-
anda jólanna með börnunum sín-
um. Fjölskylda Heiðrúnar hélt
jólin í Danmörku þau ár sem þau
bjuggu þar og halda enn í dansk-
ar hefðir. „Við gerum enn eplaskíf-
ur og höfum lifandi ljós á jólatrénu
á aðfangadagskvöld og á gamlárs-
kvöld,“ segir Heiðrún kát að end-
ingu. Svo er hún rokin í tónlist-
arkennsluna, enda bíða krakkarn-
ir spenntir eftir að fá að syngja og
spila jólalögin.
grþ
Jólatré Heiðrúnar og fjölskyldu er ansi danskt að sjá en þau halda í danskar hefðir
og hafa lifandi ljós á trénu. Ljósm. úr einkasafni.