Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 76

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 76
76 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Menningarlífið á Akranesi hefur sjaldan verið í jafn miklum blóma og nú. Stóran þátt í því eiga Vin- ir Hallarinnar, sem staðið hafa fyr- ir fjölbreyttu menningar- og lista- lífi í Bíóhöllinni á Akranesi og víð- ar. Ísólfur Haraldsson er í forsvari fyrir Vini Hallarinnar en hann er framkvæmdarstjóri Bíóhallarinn- ar á Akranesi. Ísólfur er frumkvöð- ull af Guðs náð og hefur með hug- myndaflugi sínu og metnaði veitt íbúm á Akranesi aðgang í sinni heimabyggð að mörgu því besta sem íslenskt menningarlíf hefur upp á að bjóða. Varð að eignast gítar Ísólfur er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann er sonur Harald- ar Sturlaugssonar og Ingibjarg- ar Pálmadóttur, þriðji í röðinni af fjórum bræðrum. Segja má að „Bíóhallar blóðið“ renni í honum en það voru langafi og –amma hans sem gáfu Akraneskaupstað bíóið á sínum tíma, þau Haraldur Böðv- arsson og Ingunn Sveinsdóttir. Ís- ólfur sýndi bíóinu snemma áhuga og heillaðist ungur af því lífi sem þar var. „Ég bjó nánast við hlið- ina á bíóinu þegar ég var lítill. Ég man alltaf eftir ákveðnum aðil- um þegar þeir voru að koma hing- að til að halda tónleika. Eins tók ég vel eftir því þegar hljómsveit- arrútur voru fyrir utan hótelið. Þá laumaðist maður þarna í kring og þótti þetta mjög spennandi,“ rifjar hann upp. Ísólfur var hrifinn af bíl- um sem barn og hann man vel eftir þegar hann sá Bubba koma á Skag- ann í eitt sinn, á Range Rover bif- reið. „Þarna var flottur kall á flott- um bíl og ég varð alveg heillaður. Mér tókst einhvern veginn að kom- ast inn á tónleikana um kvöldið. Bubbi var á sviðinu með flottan gít- ar. Svo byrjar hann að spila og eitt- hvað small hjá mér. Eftir þetta varð ég að eignast gítar,“ segir hann. Seldu gellur fyrir græjum Áður en Ísólfur fékk fyrsta gítarinn hafði hann fengið að heyra allskyns kasettur hjá Pálma, eldri bróður sínum. Eins var diskabúr í Brekku- bæjarskóla og hann beið bara eftir því að eldast, til að komast þar inn. „Ég var sjúkur í öll hljóðfæri, hljóð- kerfi og tónlist. Óli Palli, frændi minn, kenndi mér svo nokkur grip á gítarinn. Ég fór svo í tónlistar- skólann og lærði hjá Edda Lár. Ég sýndi mikinn áhuga fyrst en á end- anum missti ég áhugann. Ég vildi frekar bara læra lög og þolinmæð- in var alveg á þrotum,“ segir hann um fyrstu kynnin af tónlistinni. En snemma beygist krókurinn. Ísólfur fór ungur að hugsa um viðburði og tónleika. Tólf ára gamall var hann farinn að ráða hljómsveitir til að spila á bekkjarkvöldum og hann sýndi fljótt sjálfsbjargarviðleitni þegar kom að vinnu. „Ég og vinur minn, Bjarni Guðjónsson, fengum að hirða fiskhausa niðri í HB. Við létum Bjarna Þór sauma lógó á hatta fyrir okkur og skárum svo gellur og seldum í fiskbúðir. Við vorum að safna okkur fyrir Pioneer græjum. Við gerðum þetta í einhvern tíma en fórum svo að selja gellurnar til einstaklinga til að fá betri prís,“ segir hann og hlær að endurminn- ingunni. Einnig rifjar hann upp að móðir hans hafi látið hann bera út stefnuskrá Framsóknarflokksins á Akranesi. „En ég fór og seldi hana í hús. Það komst reyndar fljótlega upp og ég þurfti að skila pening- unum. En mig minnir að fólki hafi þótt þetta svo fyndið að fæstir vildu fá endurgreitt.“ Strauk úr leikskólanum Ísólfur átti erfitt með að festa hug- ann við námið á yngri árum. Hann fór því austur í Eiðaskóla í tí- unda bekk, þar sem hann ætlaði að taka sig á í náminu. „Ég átti rosa- lega erfitt með að vera fastur inni í skólastofu. Ég strauk til dæmis reglulega úr leikskólanum. Þvæld- ist um allt, niður í HB, á spítalann og víðar,“ útskýrir hann. Á Eiðum var mikið tónlistarlíf. Ísólfur fór í hljómsveit með Magna Ásgeirssyni og í skólanum var stúdíó. „Ég var meira og minna þar. Við fengum nokkur gigg og hituðum til dæmis upp fyrir Vini vors og blóma í Vala- skjálfi. Þessi tími sem ég var þarna var eitt mesta partý sem ég hef lent í en á endanum fékk ég heimþrá.“ Ísólfur kom því heim á Skagann og fékk þá loks aðgang að diskabúrinu í Brekkubæjarskóla. Bíóhöllin hans skóli Eftir að grunnskóla lauk hóf Ísólf- ur nám við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. „En ég fór aðallega í skólann út af félagslíf- inu, frekar en til að læra. Það end- aði svo með því að ég fékk frjálsa mætingu í skólanum, sagðist þurfa að vinna. Ég vann á Bifvélaverk- stæði HB og var að sniglast í kring- um Breiðina og Barbró.“ Á end- anum flosnaði hann upp úr nám- inu og fór að vinna. Ísólfur kynnt- ist eiginkonu sinni, Aldísi Birnu Róbertsdóttur frá Grund í Innri - Akraneshrepp. Þau eignuðust fljót- lega sitt fyrsta barn, Róbertu Lilju sem nú er 13 ára. Í dag eru börnin þrjú, auk Róbertu Lilju eru Pálmi Rúnar 9 ára og Ingibjörg 5 ára. Um mitt ár 2001 auglýsti Akraneskaup- staður eftir nýjum aðila til að taka við Bíóhöllinni. Rekstur hallarinn- ar var þá 60% staða og sóttu Ísólfur og félagi hans, Árni Eyþór Gísla- son um starfið og deildu stöðugild- inu. Þeir tóku við rekstrinum um mitt ár 2001. „Hann sá um rekst- urinn en ég um markaðssetningu og um að fá filmur. Ég fór fljótt á fullt í að hringja og díla við fólk og fá hljómsveitir. Ég fékk strax stór- ar hugmyndir og dreymdi stóra drauma.“ En strákarnir voru ungir og ekki höfðu allir trú á þeim. „Við vorum auðvitað mjög ungir. Ég bjó um þetta leyti í kjallaranum hjá ömmu minni. Maður fékk að heyra að ég væri bara krakki og að ég gæti gleymt þessu. En það virkaði frekar á mig sem hvatning. Ég gafst aldrei upp og vildi sanna mig,“ segir Ísólf- ur. Hann segist hafa litið á reynsl- una sem sinn skóla, sem hann ætl- aði sér að ganga í gegnum. „Ef illa gekk og mistökin skullu á manni, þá hugsaði ég bara að þetta væri mín skólaganga og það sem ég ætl- aði að borga fyrir að vera í þessum skóla.“ Gat ekki stólað á áhorf Ísólfur segir að starfið hafi verið erf- itt til að byrja með „Þegar við byrj- um hér gat maður ekkert stólað á áhorf eða neitt slíkt. Það gekk ekki vel til að byrja með en mér fannst þetta allt svo æðislegt og skemmti- legt og langaði að smita það yfir í fólkið. Ég horfði mikið til Akur- eyrar enda var flott menningarlíf þar og mig langaði að hafa það eins hér,“ útskýrir hann. Hann gafst ekki upp og segist hafa sett upp ýmsa viðburði. „Símtölin voru erfið fyrst. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég var að gera. En viðburðir voru sett- ir upp engu að síður og þetta ein- hvern veginn gekk. Ég þurfti bara að læra þetta og öðlast traust. Í dag gengur þetta auðveldara fyrir sig.“ En róðurinn var þungur og Ísólf- ur ákvað að taka einnig við rekstri Breiðarinnar, gamla hótel Akra- ness. „Árni var á þeim tíma farinn út úr þessu og ég var einn eftir með mikið af ungu fólki í kringum mig. Þegar ég tók við Breiðinni þá var pælingin sú að peningarnir þurftu að koma annars staðar frá. Fólk var frekar til í að fara á ball og hella sig fullt en að fara á tónleika.“ Renndu blint í sjóinn Og þannig byrjaði boltinn að rúlla. Ísólfur og Vinir Hallarinnar ákváðu að halda fyrstu Lopapeysuna, sem haldin hefur verið árlega undanfar- in tíu ár á Írskum dögum á Akra- nesi. „Allt í einu varð þessi hug- mynd bara til. Við hugsuðum út fyrir boxið til að reyna að fjár- magna það sem við erum að gera hér í Bíóhöllinni.Við fengum að- ila inn svo sem hljómsveitir, gæsl- una og fleiri sem tóku bara prósent- ur,“ segir hann og rifjar upp hversu magnað það hafi verið að sitja á kaffistofunni í Sementsverksmiðj- unni ásamt þeim hljómsveitum sem komu fram á fyrstu hátíðinni og sjá svæðið fyllast af fólki. „Þetta var æðislegt og hitti beint í mark. Við renndum blint í sjóinn, það var engin forsala – ekki neitt. Fólki fannst nafnið reyndar ömurlegt en það passaði viðburðinum vel. Fyr- ir okkur merkir orðið lopapeysa ákveðið kæruleysi en samt mikla hlýju og það er einmitt sú stemning sem er á Lopapeysunni. Þarna var fólk að hittast úti og hafa gaman, svipuð stemning eins og í réttum. Hvað er þetta? Þetta er bara lopa- peysa,“ segir hann brosandi. Gleymdist að taka til Ísólfur segir að það hafi tekið nokk- ur ár að finna út úr því hvernig best væri að standa að stórum við- burð eins og þessum. „Fyrsta árið gleymdist til dæmis að hugsa um að einhver þyrfti að taka til eftir við- burðinn! Maður var að skólast til fyrstu árin og ákveðinn mannskap- ur festist í kringum þetta, en að vin- um Hallarinnar stendur einstaklega samheldinn og góður hópur og má þar m.a. nefna Ingþór Bergmann verkstjóra Lopapeysunnar,“ Hann „Mér þykir vænt um þetta hús“ Spjallað við Ísólf Haraldsson framkvæmdastjóra Bíóhallarinnar á Akranesi Ísólfur Haraldsson hefur séð um rekstur Bíóhallarinnar frá 2001. Ljósm. mþh. Ísólfur með yngstu dóttur sína, Ingibjörgu. Ljósm. mþh. Aldís Birna Róbertsdóttir, eiginkona Ísólfs, farðar Siggu Beinteins fyrir jóla- tónleika hennar. Ljósm. mþh. Ísólfur níu ára gamall, með gítarinn á sviði ásamt Heiðrúnu Hámundardóttur og Ingþóri Bergmann. Ljósm. úr einkasafni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.