Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 85

Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 85
85MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kveðjur úr héraði Jólakveðja úr Stykkishólmi SK ES SU H O R N 2 01 4 Óskum Vestlendingum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friðar Sendum íbúum Borgarbyggðar svo og Vestlendingum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar Jólakveðja S K E S S U H O R N 2 01 4 Þegar ég var beðin að skrifa þessa litlu kveðju sem þið nú lesið varð mér á að svara með þeim orðum að margir væru trúlega betur til þess hæfir en ég. Sem sagt, ég reyndi að skorast undan. Svo fór ég að hugsa hversu rangt hugarfar það væri að segja alltaf nei ef einhver treysti manni fyrir hlutum sem þessum. Því ákvað ég að verða við bóninni með það að leiðarljósi að allir hefðu frá einhverju að segja, ekki síst á að- ventunni og að blaðið yrði einsleitt og litlaust ef aldrei fengist nýtt fólk til að deila hugsun sinni. Fyrir mér eru jólin mikilvægur tími og má segja að ég finni allt- af barnið í sjálfri mér þegar ég finn fyrir fyrstu jólatilhlökkuninni ár hvert. Það stefndi nú ekki vel í að finna hana í upphafi aðventu þetta árið, haustveður í lofti og þeim at- höfnum sem áttu að vera fyrsta sunnudaginn frestað vegna veð- urs. Ekki snjókomu, heldur roki og rigningu. En það rættist sann- arlega úr þegar leið á vikuna. Það byrjaði að snjóa, ég fór á jólafund Lions, Kárarnir sungu í kirkjunni og kvenfélagskonur héldu sinn ár- lega jólabasar. Jólaandinn sveif yfir og barnið vaknaði innra með mér. Nú þegar ég sit og rita þennan pist- il fer tíminn svo hratt yfir að ég veit ekki almennilega hvernig ég á að ná að gera allt sem mig langar fram að jólum. Við hlið mér hangir atburða- dagatal Stykkishólmsbæjar þar sem hver dagur til 6. janúar hefur upp á eitthvað skemmtilegt, fróðlegt og menningarlegt að bjóða. Ég er stolt af því að sjá hvað bæjarbúar eru duglegir að leggja sitt að mörkum til að lífga upp á lífið. Um leið er ég hugsi yfir því hvernig seint verður hægt að gera öllum til hæfis. Til að bæjarfélög landsbyggðar- innar nái að halda velli verður að vera einhugur um að styðja við það starf sem þar er, ekki síst af bæjarbú- um sjálfum. Gleymum því aldrei að þeir sem standa fyrir uppákomun- um leggja í það ómælda vinnu og oftar en ekki í sjálfboðastarfi. Þessu fólki ber að þakka en því mið- ur þá vill það of oft gleymast. Við sem sækjum tónleikana, mætum á markaðina og verslum við smásal- ana finnst eins og þessir hlutir eiga bara að vera þarna, en þeir eru ekki sjálfgefnir. Ef við mætum ekki og tökum þátt í því sem er að gerast þá verður e.t.v. ekki vilji eða aðstæð- ur til að halda viðburðunum lifandi. Það er því mikilvægt að við styðjum við það starf sem fram fer í heima- byggð okkar. Um síðustu helgi gekk ég með vinkonu minni í yndislegu veðri um bæinn. Við fórum í allar versl- anir bæjarins og skoðuðum úrvalið, fórum á „Pop-Up“ markað þar sem heimafólk seldi ýmiskonar hand- verksvöru. Dagurinn einkenndist af hátíðleik, þakklæti og gleði. Ég fann hvernig jólin nálguðust, allir voru brosandi og gáfu sér tíma til að staldra við og spjalla. Þessi til- finning er góð, að vera með góðum vinum og gefa gaum að því sem er að gerast í kringum okkur. Leyfum okkur að njóta stundarinnar, vera sæl með það sem við höfum og ná því besta út úr hlutunum. Þetta eru ómetanlegar minningar sem eng- inn getur tekið af okkur. Munum að segja frá því þegar okkur líkar eitthvað og lofa það sem vel er gert hverju sinni. Gerum það strax því dagurinn sem er í dag kemur ekki aftur á morgun. Í Stykkishólmi er gott að búa. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, allan ársins hring . Hérna leikur náttúran stórt hlutverk, öll gömlu fallegu húsin og útsýni yfir eyjar og sker sé horft út á Breiða- fjörðinn. Mér þykir vænt um bæ- inn minn og ætla af heilum hug að hjálpa til við að gera hann enn betri. Ég flokka með bros á vör og nota ekki plastpoka af því ég ber virðingu fyrir umhverfinu. Frá þessum fallega stað sem nú er prýddur ljósum aðventunnar sendi ég Vestlendingum öllum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur með von um að allir njóti hátíðanna sem best. Virðum hvert annað og verum sam- kvæm sjálfum okkur, hugsum áður en við framkvæmum og tökum þátt í að viðhalda venjunum. Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir Við Egilshús í Stykkishólmi. Ljósm. Eyþór Benediktsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.