Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 87

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 87
87MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kveðjur úr héraði Kveðja úr Dalasýslu Gleðileg jól gamur.is 5775757 gamur@gamur.is Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram til stórra afreka í endurvinnslumálum. Hugsum áður en við hendum. Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins. Óskum íbúum Hvalfjarðarsveitar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4 Enn styttist í jól og allt fer á fullt eins og vera ber. Tíminn líður stundum svo hratt, sérstaklega þeg- ar maður hættir að telja árin. En samt er einmitt tíminn það mikil- vægasta í lífi hvers manns. Hvernig við nýtum hann af því við vitum öll að hann er takmarkaður. Þegar ég lít yfir árið, velti ég fyr- ir mér í hvað tíminn fór þetta árið. Kosningar, eldgos og skuldaleið- rétting og jafnréttismál koma fyrst upp. Ofarlega í huga mínum er það réttlæti sem er að fást með skulda- leiðréttingunni margumtöluðu. En það eru ekki allir sömu skoðunar. Til dæmis var eldri maður sem kom að orði við mig fyrir nokkru um þessi mál. Hann sagði, ég skuldaði ekki neitt og ég tapaði engu, hvað fæ ég út úr þessu? Ég sagði að hann hefði verið í fyrsta björgunarhópn- um þar sem voru innistæðueigend- ur. Þeim var bjargað fyrst og fengu allgóða vexti líka. Það varð fátt um svör. En ég gat séð að karl var góð- ur með sig þegar hann áttaði sig á að hann hefði fengið eitthvað fyrir sinn snúð líka. Á þessu ári hafa jafnréttismál verið ofarlega á baugi. Konur í stjórnunarstöður, jafnlaunastaðl- ar og fleira í þeim dúr. Allt er þetta gott og gilt. Sjálf tel mig jafnrétt- issinnaða, en án öfga. Mikilvæg- ast er að passa að jafnréttið breytist ekki í forréttindi. Línan getur orðið stutt þarna á milli. Ég er sannfærð um að konur geti leyst flest verk af hendi jafn vel og karlar eða jafnvel betur. Og öfugt líka. En mér finnst samt rangt að konur eigi að njóta forréttinda vegna kynferðis. Hið sanna jafnrétti hlýtur að felast í því að sá hæfasti til verksins verði allt- af fyrir valinu. Í Dalasýslu fór fram persónukjör í annað sinn og komust flestir að sem lýstu áhuga og er það vel. Þar eru einnig að styrkjast verulega stoðir mjólkurstöðvarinnar, fiskvinnsla og frysting með blóma, verkstæði og viðgerðaþjónustur, upplýsingamið- stöð, blómabúð og kaffihús, hand- verksmarkaðir og fleira. En samt höfum við einungis minnstu og dýrustu gerð af matvöruverslun og er það miður. Vesturland er stórt landbúnað- arhérað og því skyldi maður ætla að þar stæðu menn saman í því að standa vörð um afkomu sína. Eft- irlitskerfin í landbúnaði eru að vaxa stjórnlaust og sífellt virðist fjölga verkefnum. Nú stefnir líka í eftirlit með músaveiðum og hvaða aðferð- um má beita við þær ef marka má fréttir undanfarið. Þarf ekki að fara að staldra aðeins við og íhuga hvert er verið að stefna? Gleymum því ekki að byggðirnar eru brothættar og þar munar um hvert einasta bú og hvern einasta mann. Kæru vinir nær og fjær. Er ekki upplagt að setja sér áramótaheit eða markmið fyrir næsta ár? Gleðj- umst með nágrannanum þegar vel gengur og réttum honum hjálp- arhönd þegar þörf krefur. Sýnum hvort öðru umburðarlyndi og vel- vild. Verum þolinmóð og hrósum eftir megni og umfram allt, látum ekki særandi orð falla að nauðsynja- lausu. Þannig getum við lagt okkar að mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. Lykilorðið er sam- staða og það er nákvæmlega það sem lítil samfélög þurfa svo mjög á að halda. Það styttist í að við hjónin kveðj- um þetta hérað og það munum við gera með söknuði. Því vil ég nota tækifærið og þakka allt gott okk- ur auðsýnt og óska Dalamönnum sem og öllum Vestlendingum góðr- ar jólahátíðar og árs og friðar í hér- aði á komandi árum. Guðrún Jóhannsdóttir Sólheimum í Laxárdal, Dalasýslu Smáfuglar í Dölum sitja að snæðingi. Ljósm. Björn Anton Einarsson, Toni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.