Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 88

Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 88
88 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kveðjur úr héraði Aðventan er sá árstími sem er í miklu uppáhaldi á mínu heimili og mér finnst mikilvægt að skapa já- kvæðar minningar, hafa afslappað andrúmsloft og njóta þess að hlakka til jólanna. Í ár er áhersla lögð á samveru fjölskyldunnar og er boð- ið upp á samverudagatal til að stytta biðina eftir jólunum. Það kallar á skipulag en hefur alveg slegið í gegn hjá dætrunum og eftirvænt- ingin er meiri á hverjum morgni en áður. Föndurstund, smáköku- bakstur, sundferð, spil eða púsl, allt er þetta svo skemmtilegt þegar allir gefa sér tíma og njóta samvistanna. Þá er aðventan oft ansi erilsöm og jólaandinn, tilhlökkun og gleði svíf- ur alls staðar yfir vötnum. Að búa í Borgarnesi, þar sem við þekktum ekki nokkurn mann, var að margra mati skrýtin ákvörð- un sem við hjón tókum á sín- um tíma, en hér erum við enn. Að horfa á Hafnarfjallið, Skessuhorn- ið og Bauluna út um gluggana og skreppa svo niður í fjöru að hlusta á fuglana og moka í sandinum eru forréttindi að okkar mati. Einkunn- ir eru nokkuð vinsæll áningarstaður fjölskyldunnar. Sumir fara ríðandi á vorkvöldi og reyna að greina mis- munandi fuglategundir út frá söng þeirra, sumir fara hlaupandi um svæðið og njóta útivistar og útsýnis og sumir fara til að klifra upp í furu og sækja fallegustu könglana, ganga hring í skóginum og stúdera hvers vegna sum trén eru græn og sum ekki, og enda svo ferðina í lundin- um með kakó í brúsa. Fólkið hér er líka svo ósköp ágætt, hér hleypur maður í næsta hús og fær lánað egg eða smjör í stað þess að fara í búðina og hér höfum við eignast góða vini. Menntun dætra minna skipt- ir mig miklu máli. Ég geri kröfur um að þær sinni náminu og ég geri kröfur um að þeirra þörfum sé sinnt í skólunum. Ég er gamaldags og vil fylgjast með, ég geri athugasemdir en ég hrósa líka. Ég trúi því að all- ar dætur mínar muni mennta sig á einhvern hátt og hafi til þess áhuga, vilja og metnað. Ég hvet dætur mín- ar til þátttöku í tómstundastarfi, tek þátt í því með þeim af heilum hug og læt það hafa talsverðan forgang. Það er ekki sjálfgefið að hafa hér jafn mikla möguleika til afþreying- ar og raun ber vitni. Ég hef áhuga á aðgengi gang- andi og hjólandi í bænum mín- um. Því kom það þægilega á óvart að gangstéttir eru nú í fyrstu snjó- um hreinsaðar samhliða akbraut- um. Vona sannarlega að næsta skref verði að gera gangstéttir og stíga undir snjónum örugga fyrir litlar manneskjur á hjóli og alla aðra sem nota slík mannvirki. Líkt og líklega vel flestir lands- menn er ég hugsi yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu. Ég er þakklát fyrir að móðir mín þurfti á þekk- ingu sérfræðinga á LSH að halda og að yngsta dóttirin missti fram- an af fingri á þessu ári en ekki því næsta. Árið sem nú er senn á enda var venjulegt á margan hátt en samt óvenjulegt. Sum markmið náðust en önnur ekki. Frúin byrjaði á gam- als aldri að hlaupa og lenti í því að meiðsli stoppuðu hana af og þá var tvennt í stöðunni. Annað hvort að fara í fýlu og gefast upp eða anda djúpt og setja sér ný markmið. Ég er þakklát fyrir að hafa heilsu og skrokk til að geta hlaupið og þótt hlaupapl- anið sé tímabundið örlítið breytt þá er það ekki endilega heimsend- ir. Markmiðið um afgangaát hefur hins vegar alveg náðst og frúin rifj- ar reglulega upp gamla speki um að nýta skuli allan mat. Því er það orð- ið svo að dætur mínar eru sannfærð- ar um að afgangar séu uppáhalds- matur mömmu þeirra. Ég er mjög heimakær og er af- spyrnu léleg í að upplifa alla þá við- burði og þjónustu sem í boði er á svæðinu. Samt sem áður gleðst ég yfir þeirri fjölbreytni og þeim nýj- ungum sem spretta upp í samfé- laginu sem er á margan hátt svo ósköp gott. Tökum eftir því sem vel er gert, hrósum og gleðjumst yfir litlu hlut- unum sem skipta þegar upp er stað- ið, mestu máli. Með ósk um notalega aðventu, gleði- og friðarjól. Hrafnhildur Tryggvadóttir, Borgarnesi. Norðanbylur skekur landið þeg- ar þessi orð eru skrifuð. Á borðinu logar kertaljós og drengirnir mínir sofa værum svefni. Upphaflega ætl- aði ég mér að rekja árið í íþrótta- og menningarviðburðum í þess- ari áramótakveðju, en óveðrið sem hefur verið viðvarandi síðustu daga hefur vakið mig til umhugsunar um eitthvað allt annað. Ég hef verið hugsi yfir orðinu samfélag og merkingu þess, hugsi yfir því hvað það þýði að búa í litlu þorpi úti á landi. Öll búum við jú í samfélagi, samfélagi við annað fólk. En samfélög eru mjög ólík, skipt- ir þar miklu fjöldi íbúa sem byggja bæina. Í minni samfélögum er oft á tíðum ríkjandi sterkari samkennd og meiri samhugur milli fólks þeg- ar þannig viðrar. Nálægðin og fá- mennið tengir okkur saman hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar óveðrið ruddist yfir landið síðastliðin mánaðarmót var undir- rituð stödd á erlendri grundu. Ég fékk svo símtal þar sem mér var tjáð að fleiri en einn og fleiri en tveir hefðu lagt leið sína að heim- ili mínu og athugað hvort að ekki væri þar allt í standi fyrir komandi storm, vitandi það að fjölskyldan væri erlendis. Þetta gladdi mig mik- ið og gaf mér óvænta hlýju í hjart- að. Gott að vita að það sé einhver að fylgjast með. Óumbeðin nágran- navarsla, það er lúxus. Um leið og ég gladdist hugsaði ég með mér að þetta hefði tæpast gerst á höfuð- borgarsvæðinu þar sem ég bjó fyr- ir einu og hálfu ári síðan. Þar hefðu nágrannarnir líklegast ekki vit- að af því að við værum í burtu. Ég kann ósköp vel við fámennið, finnst dásamlegt að lenda á óvæntri kjafta- törn fyrir framan grænmetisborðið í búðinni, spjalla um hversdagslega hluti við gjaldkerann í bankanum og rabba um daginn og veginn við fólk á förnum vegi. Það er auðvitað ekki allra að búa í smábæ, þar sem allir þekkja alla og heilsast, jafnvel faðmast í búðinni. Í gleði og sorg byggjum við bæ- inn, þegar á móti blæs þjappa bæj- arbúar sér saman og hlúa hver að öðrum, á hátíðisstundum gleðjumst við og fögnum saman. Eitt það mikilvæga sem við gerum á löngum vetrum er að taka þátt í félags- starfi og þeim viðburðum sem boð- ið er uppá. Þá er gott að komast á mannamót og lyfta andanum upp. Hitta mann og annan og gleðjast saman. Í byrjun aðventu hélt karla- kórinn Kári stórkostlega aðventu- tónleika í kirkjunni okkar, jólagleð- in bókstaflega flæddi yfir mann- skapinn svo ég geri orð kórstjórans að mínum. Kirkjan var þéttsetin og ég er þess fullviss að allir fóru að- eins léttari í lundu út að tónleikum loknum. Þessir tónleikar eru lýs- andi dæmi þess hvernig menning- arlífið á stóran þátt í því að skapa gott samfélag. Oft er sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn, en það þarf líka hóp af góðu fólki til að byggja þorp. Það að bæjarbúar hér í Grundarfirði hafi látið sér annt um okkur í storminum í byrjun mánað- ar er gott dæmi um þá samkennd sem einkennir bæinn minn Grund- arfjörð. Það sem hér að ofan er tal- ið á auðvitað ekki eingöngu við um Grundarfjörð, svona er þetta í minni byggðum um allt land. All- ir þekkja alla og samfélagið og sam- hugur ríkir á meðal fólks. Þegar við göngum inn í nýja árið skulum við ekki gleyma náunganum og mun- um að huga hvert að öðru. Stund- um er það virkilega þannig að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Með ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Alda Hlín Karlsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfirði. Gleðjumst yfir litlu hlutunum Brákarey í Borgarnesi. Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir. Í gleði og sorg byggjum við bæinn Frá Grundarfirði. Ljósm.: Tómas Freyr Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.