Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Page 92

Skessuhorn - 17.12.2014, Page 92
92 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kristberg Jónsson veitingamaður í Baulunni: Sjómaður sem sinnt hefur veitingarekstri í fimmtán ár Hann tekur undir það að vera Snæ- fellingur en hann segist þó vera heldur meira. „Ég er Grundfirð- ingur og Grundarfjörður er nafli al- heimsins,“ segir Kristberg Jónsson staðarhaldari á Baulunni í Borg- arfirði. Þegar hann er inntur eftir hvort Grundarfjörður sé ekki fyrst og fremst þekktur fyrir hvassviðr- ið í sunnanáttunum, segir hann að það getir að vísu blásið talsvert þar einstaka sinnum. Sérstaklega í suð- austanáttinni, en lognið sé líka al- veg ládautt þess á milli. „Svo er það þannig að það gustar svolítið meira af okkur þessum sem aldir eru upp á svona sviptingastöðum eins og Grundarfirði, það er einhver kraft- ur í okkur. Sjáðu bara Hólmarana þeir eru svona, eins og þeir eru, af því að þar er alltaf stöðugur vind- sperringur og næðingur en lægir aldrei á milli,“ segir hann og hlær. Ólst upp í stórum systkinahópi Kristberg, eða Kibbi, eins og hann hefur verið nefndur alla tíð er fæddur og uppalinn á Grundar- firði í stórum systkinahópi en alls eru þau átta systkinin, þrír bræð- ur og fimm systur. Hann byrjaði snemma að stunda sjóinn og seg- ist bara hafa verið barn þegar hann var að byrja. „Þetta var þannig að það var þröngt í búi hjá foreldrum mínum, fjölskyldan barnmörg og tekjurnar lágar, eins og reyndar var hjá mörgum fjölskyldum á þessum árum. Foreldrar mínir áttu átta börn. Mamma byrjaði að eignast börn 18 ára og hætti þrítug þeg- ar áttunda barnið kom. Þetta var auðvitað ægilegur barningur en ég minnist þess ekki að mig skorti neitt. Maður fékk hins vegar ekki allt upp í hendurnar. Við krakk- arnir byrjuðum því snemma að vinna. Fyrstu minningar mínar um vinnu eru af því að breiða saltfisk til sólþurrkunnar. Þá var ég sjö eða átta ára gamall. Pabbi var sjómað- ur fyrst, svo var hann verkamaður í landi en síðustu tvo áratugi var hann fangavörður á Kvíabryggju.“ Kibbi segist vera einn af stofnend- um Vinstri grænna. „Ég er alinn upp sem Alþýðubandalagsmaður. Það lá beinast við að gerast stofn- félagi Vinstri grænna þegar átti að sameina okkur Alþýðuflokknum. Það gekk ekki að láta kratana kok- gleypa þetta allt.“ Brjálað að gera strax Þau Kristberg og Sigrún Tómas- dóttir kona hans, frá Hofsstöðum í Stafholtstungum, keyptu Bauluna sumarið 1999. Þau eru því á sext- ánda ári í þessum rekstri núna. „Við opnuðum annan júlí þetta ár og það var brjálað að gera strax. Þetta var mesta ferðahelgi sumarsins og svo hittist þannig á að við fengum góða auglýsingu því Kristján Már Unn- arsson fréttamaður var á ferðinn fyrir Stöð 2 í byrjun helgarinnar og kom hérna við. Hann tók viðtal við okkur. Fólk sá þá strax að búið var að opna aftur en staðurinn hafði verið lokaður í eina tíu mánuði áður en við byrjuðum. Kristján Már velti því upp hvaða bjartsýni þetta væri í þessum manni, sem alla tíð hefði verið á sjó og ekki komið nálægt svona sjoppurekstri, að opna þenn- an stað. Á sama tíma væri verið að loka öðrum stöðum í nágrenninu eins og á Kleppjárnsreykjum og í Reykholti. Við keyptum þetta bara stuttu áður en við opnuðum og eig- um húsnæðið, tækin og lagerinn. Olís er bara með eldsneytið en við eigum og rekum líka bensínsjopp- una.“ Það var Halldór Haraldsson sem byggði Bauluna árið 1986 og rak hana fram í október 1998 að hann lokaði. „Ég vissi ekkert hvernig starfsmaður ég yrði í þessu því ég þekkti ekkert annað en sjóinn. Fór í stýrimannaskólann og starfaði síðan sem stýrimaður og skipstjóri. Fyrst var ég á netabátunum en síð- an þegar togararnir komu þá var ég á grundfirsku togurunum Runólfi SH og Sigurfara II SH, sem smíð- aður var á Akranesi og er nú Stur- laugur H. Böðvarsson AK. Hjálm- ar karlinn Gunnarsson útgerðar- maður Sigurfara II missti hann á verðbólgubáli þessara ára. Ég end- aði svo sjómannsferilinn á Sóleyju SH síðustu 13 árin. Fyrst á tré- bátnum gamla og svo á hinni nýrri. Hún var, eins og togarinn Sigurfari II, smíðuð á Skaganum. Hét fyrst Harpa GK. Þetta er rosalega góð- ur bátur. Ég var stýrimaður þar og leysti af sem skipstjóri, aðallega á togveiðum.“ Bjuggu í sumabústaðnum fyrstu árin í sveitinni Fyrstu árin bjuggu Kristberg og Sigrún í Grundarfirði. Sumarið 1999 fluttu þau að æskuheimili Sig- rúnar Hofsstöðum í Stafholtstung- um, sem eru steinsnar frá Baul- unni. „Við áttum þarna sumarbú- stað sem við höfðum alltaf verið í á sumrin. Nokkuð myndarlegt og gott hús. Við bjuggum í bústaðnum fyrstu sjö árin á Hofsstöðum. Síðan byggðum við okkur íbúðarhús þar árið 2006. „Við kynntumst í Grundarfirði. Sigrún kom þangað til systur sinn- ar, sem býr þar, fór að vinna í frysti- húsinu og var ein af bónusdrotting- unum þar. Ég náði í hana á þess- um árum. Hún situr uppi með mig enn,“ segir Kibbi og hlær. Hann segist alltaf halda sambandi vestur í Grundarfjörð enda eigi hann þar móður, bræðurna tvo og ein syst- ir hans búi þar líka. „Laufey syst- ir mín býr á Akranesi. Elsta systir- in í Danmörku, tvær búa í Reykja- vík. Önnur þeirra vinnur hins veg- ar nyrst í Noregi við bókhald hjá ís- lenskri útgerð og fiskverkun sem þar er. Svo hef ég alltaf sagt að ég hafi misst eina systur. Ég missti hana í Hólminn, þar býr hún,“ seg- ir Kibbi og hlær aftur. Eldhúsið breytti rekstrinum Þegar þau Kibbi og Sigrún tóku við Baulunni var ekkert eldhús þar og enginn heitur matur seldur nema pylsur. Einnig var þar kaffi og með- læti auk lítillar verslunar, sem þau reka ennþá. „Við sáum strax að það þyrfti að setja upp eldhús. Þar erum við með hefbundinn heitan skyndibita en svo eru alltaf eitthvað fleira eins og kótilettur og fiskur. Svo verður auðvitað skata hjá okk- ur á Þorláksmessu, bæði í hádeg- inu og um kvöldið. Eldhúsið gjör- breytti rekstrargrundvellinum.“ En sér hann um eldamennskuna? „Ég? Nei, Sigrún sér alfarið um hana enda er hún snillingur á því sviði. Ég tel mig nú ekki vera neitt sérstaklega latan mann en ég lít illa út við hlið- ina á konunni minni í vinnu enda er hún svo dugleg.“ Kibbi segir ekki hafa hvarflað að þeim að vera með neinn búskap á Hofsstöðum. „Við erum með hesta okkur til skemmtunar en ég get nú ekki kallað mig hestamann. Tengda- mamma mín var með búskap þarna en mágur minn og tengdasonur tóku við þeim búskap þegar hún dó. Þeir eru með eitthvað um 200 rollur þarna. Við eigum nú tvær þarna en það er nú bara til að fá smávegis kjöt í kistuna. Þegar við fluttum í bústað- inn þá var yngsti sonur okkar með. Hann er 22 ára núna, svo eru hin 30 ára og 35. Húsið sem við byggðum er einingahús frá SG á Selfossi. Þetta er gott hús.“ Kibbi segir mikla vinnu vera við rekstur Baulunnar og bind- ingin svipuð og hjá kúabændum. Var formaður Raftanna Þótt mikið sé að gera hjá Kibba gefur hann sér þó tíma fyrir aðal- áhugamálið sem eru mótorhjól. Hann var formaður vélhjólaklúbs- ins Raftanna í Borgarnesi í fjögur ár en er nýhættur því. „Ég keypti fyrsta stóra mótorhjólið árið 2002. Það var nú bara Suzuki en nú er ég kominn á alvöruhjól eins og þú sérð á bolnum sem ég er í og tat- tóinu á handleggnum,“ segir hann og sýnir stoltur Harley Davidson merkið. „Við Sigrún förum sam- an í ferðir á hjólinu og höfum far- ið bæði innanlands og til útlanda. Við fórum í mikla ferð um Banda- ríkin í haust. Leigðum þar hjól og fórum um í hálfan mánuð. Það var svaka rúntur. Sigrún situr bara aft- an á en er ekki í hliðarvagni. Hún hefur heldur ekki viljað fá sér hjól, finnst bara best að vera aftan á hjól- inu. Svo eigum við fullt af vinum í hjólamennskunni víða um landið. Það er eitt það skemmitlegast við hjólamennskuna hve samkennd- in er mikil og félagsandinn.“ Hann segir mikið um að vera í kringum hjólamennskuna. „Þetta er gaman en auðvitað er þetta bara bull og della, rétt eins og fluguveiðin hjá stangveiðimönnum.“ Hann segist líka vera forfall- inn áhugamaður um skotveið- ar. „Ég stunda þær eins og mér er unnt, bæði fugla og hreindýr. Ég Sigrún og Kristberg í Baulunni. Baulan. Þessi viðskiptavinur lenti í smá vandræðum því sjálfsalinn gleypti kortið hans. Kibbi bjargaði því í snarheitum. Sumarbústaðurinn á Hofsstöðum sem þau hjón bjuggu í fyrstu sjö árin í sveitinni. Síðar byggðu þau glæsilegt einbýlishús skammt frá. Kibbi í veldi sínu í bensínsjoppunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.