Skessuhorn - 17.12.2014, Qupperneq 96
96 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Á Akranesi stendur rakarastofa í
litlu húsi við gatnamót Vesturgötu
og Skólabrautar. Þar hefur hún ver-
ið samfleytt í rekstri í 77 ár. Áður
en byrjað var að raka og klippa
karlmenn í þessu húsi þá hýsti það
símstöð bæjarins. Að þessu húsi
voru allar símalínur Akurnesinga
strengdar í lofti þar sem talsíma-
konur sátu síðan og gáfu samband
sitt á hvað milli húsa og til og frá
bænum. Í dag er það Hinrik Har-
aldsson sem ræður ríkjum í þessu
húsi. Þarna hefur hann rekið Rak-
arastofu Hinriks í 49 ár, eða all-
ar götur síðan 1965. Sjálfur varð
hann sjötugur 25. nóvember síð-
astliðinn. Afmælisárið er búið að
vera viðburðaríkt. Hann flutti suð-
ur eftir 70 ár á Akranesi og keypti
sér rafmagnsbíl – en heldur áfram
að klippa á Skaganum.
Byrjaði 18 ára gamall
Hinrik Haraldsson, eða Hinni rak-
ari eins og hann er alltaf kallaður
af viðskiptavinum sínum og íbúum
Akraness, er sjálfsagt einn af reynd-
ustu hárskerum Íslands í dag. Hann
hefur starfað í faginu í 52 ár. Að
raka og klippa er hans ævistarf.
„Ég var 18 ára gamall 1962 þeg-
ar ég byrjaði að læra rakaraiðn hjá
Jóni Hjartarsyni. Hann var þá með
sína stofu á Kirkjubraut 2 hér á
Akranesi þar nú er verslunin Nína.
Þegar þetta var þá hafði Jón nýlega
keypt sinn rekstur af Ara Guðjóns-
syni sem hafði verið með rakara-
stofu áður. Ég hafði alltaf ætlað mér
að verða rakari, alveg frá því ég var
strákur. Hvers vegna veit ég ekki.
Fyrst ætlaði ég á námssamning hjá
Ara en það breyttist svo þegar Jón
keypti. Jón var svo vinsamlegur að
taka mig með í kaupunum.“
Var kallaður frá
kirkjusmíði
Þegar þetta var þá voru tvær rak-
arastofur á Akranesi. Það var sú
sem Jón Hjartarson lærimeistari
Hinriks rak á Kirkjubraut 2 og síð-
an önnur í eigu Geirlaugs Arasonar
í gamla símstöðvarhúsinu við Vest-
urgötu. Haustið 1965 hafði Hinrik
tekið sér tímabundið leyfi hlé frá
rakaranáminu hjá Jóni Hjartarsyni
og vann hjá trésmiðjunni Akri. Þá
gerðist nokkuð óvænt.
„Ég man alltaf að við vorum að
vinna við að stækka og endurbæta
Akraneskirkju, byggja skrúðhús aft-
an á hana, þegar Geirlaugur kom
og kallaði á mig. Þarna bauð hann
mér að kaupa af sér stofuna. Hann
var búinn að taka þá ákvörðun að
flytja búferlum til Reykjavíkur. Ég
tók þessu boði, hvattur dyggilega
af föður mínum sem stóð þétt með
mér í þessu. Ég tók við stofunni
rétt tæplega 21 árs gamall 1. októ-
ber 1965. Til að byrja með lepp-
aði Geirlaugur fyrir mig því ég var
ekki kominn með full iðnréttindi.
Svo tók ég sveinspróf eins fljótt og
auðið var, og þá vildi svo skemmti-
lega til að Jón Hjartarson var próf-
dómari. Ég klippti Ragnar Schev-
ing múrara hér í bæ sem margir
eldri Skagamenn kannast vel við en
lést fyrir allnokkrum árum. Hann
var með svo þykkt og fallegt hár og
gott að klippa hann.“
Vestfirðingur að ætt
Hinrik er borinn og barnfæddur
Skagamaður en ættaður af Vest-
fjörðum. „Foreldrar mínir voru
þau Haraldur Magnússon og Jóna
Elíasdóttir. Pabbi fæddist á Flateyri
og flutti hingað til Akraness 1942
eða þar um bil. Þeir komu hingað
feðgar frá Flateyri. Á þessum árum
fyrir og um miðbik síðustu ald-
ar fluttu fjölmargir Vestfirðingar
til Akraness. Faðir minn var í hópi
tveggja eða þriggja bræðra. Einar
Magnússon bróðir hans var með
í för og settist líka hér að. Magn-
ús afi minn fór hins vegar fljótlega
á Reykjalund eftir að hafa greinst
með berkla. Hann átti ekki aft-
urkvæmt þaðan og lést þar. Síð-
an kvæntust þeir bræður Einar og
Haraldur faðir minn, systrum frá
húsinu Sandfelli sem stendur enn
við Kirkjubraut. Þeir ílentust því
hérna, eignuðust mörg börn með
sínum konum og bjuggu hér alla
sína tíð. Mamma lést 1997 aðeins
72 ára en pabbi 2009 þá orðinn 85
ára gamall.“
Hinrik fæddist í húsinu Austur-
völlum lýðveldisárið 1944. „Það
hús stendur á horni Akurgerðis
og Heiðarbrautar hér á Akranesi.
Þarna bjuggum við í ein sex ár þar
til við fluttum á Suðurgötu 19. Þar
var ég til unglingsára, 15 – 16 ára.
Þá keyptu foreldrar mínir Suður-
götu 21. Þarna neðst á Suðurgöt-
unni í þessu húsi man ég eftir því
að hafa kynnst því fyrst að geta far-
ið í sturtu.“
Mikill kraftur
á Akranesi
Hinrik minnist æskuáranna á Akra-
nesi með gleði. Það var líf og fjör
á Skaganum á árunum milli 1950
og 1960. Mikill kraftur í útgerð og
fiskvinnslu og Sementsverksmiðjan
að hefja rekstur. „Þarna var algengt
að krakkar væru farnir að vinna 12
- 13 ára. Þeir voru að stokka upp
línu, unnu í frystihúsunum og víð-
ar. Maður tók þátt í þessu. Krakkar
höfðu góða möguleika til að bjarga
sér og afla tekna. Maður átti allt-
af nóga peninga yfir veturinn. Ég
vann við að skera hvalkjöt í Heima-
skaga í tvö sumur. Eitt sumar ný-
kominn með bílpróf vann ég meira
að segja sem olíubílstjóri. Það var
næg atvinna.“
Þarna neðst á Suðurgötunni,
steinsnar frá iðandi lífi hafnarinnar,
bjó Hinrik í foreldrahúsum þar til
hann kynntist Fjólu V. Bjarnadótt-
ur sem líka bjó á Akranesi. „Hún
varð eiginkona mín. Við gengum í
hjónaband annan í jólum 1964 og
byrjuðum að búa.“ Nýbökuð hjón-
in fluttu inn í kjallaraíbúð í gömlu
bárujárnshúsi við Kirkjubraut. „Við
byrjuðum að búa á Kirkjubraut 9,
hjá Karli Benediktssyni í Skuld. Það
er búið að rífa það hús núna. Það
stóð þar sem nú er bílastæðið við
veitingastaðinn Gamla Kaupfélag-
ið. Þarna vorum við í kjallaranum.
Það voru ekki miklar kröfurnar þá,“
segir Hinrik og hlær við.
Störfuðu bæði
við háriðn
Ungu hjónin höfðu bæði atvinnu
af því að vinna við háriðnina. Fjóla
hafði lært hárgreiðslu hjá Ásu
Hjartardóttur á Akranesi og út-
skrifast úr því námi aðeins 18 ára
gömul. „Fjóla byrjaði að læra hár-
greiðslu aðeins 15 ára gömul. Á
þessum árum var það nám aðeins
þrjú ár en rakaranámið tók fjög-
ur ár. Konur lærðu hárgreiðslu en
karlar fóru í rakarann. Fjóla rak síð-
ar hárgreiðslustofu hér á Akranesi í
38 ár. Hún var oft með starfsfólk,
allt upp í þrjár konur sem störf-
uðu hjá henni, og tók fjölda ungra
stúlkna í nám til sín.“
Þau Hinrik og Fjóla voru ekki
lengi í kjallaranum á Kirkjubraut-
inni. Það var mikill framkvæmda-
hugur í fólki á þessum árum. Akra-
nes stækkaði hratt með nýjum ein-
býlishúsahverfum í útjaðri bæjar-
ins sem þá var við Esjubraut og þar
sem varð Grundahverfi. „Árið 1966
byrjuðum við að byggja einbýlishús
inni á Esjubraut. Þarna var fjöldi
ungs fólks að koma sér upp þaki yfir
höfuðið og sum búa þarna enn. Þá
var maður ekki nema 22 ára gam-
all. Það var mjög algengt á þess-
um árum að fólk væri að byggja á
þessum aldri. Svo var flutt í húsin
hálf hrá. Menn voru ekkert að setja
það fyrir sig þótt gólfin væru mál-
uð, það vantaði hurðir og innrétt-
ingar. Svo var bara bætt úr því í ró-
legheitum. Við fluttum inn tveim-
ur árum síðar, rétt fyrir jól 1968. Þá
var Haraldur sonur okkar og frum-
burður rétt rúmlega tveggja mán-
aða gamall. Svo fæddist seinna barn
okkar, dóttirin Bjarney árið 1974.“
Mögur ár á
hippatímanum
Reksturinn á rakarastofunni í litla
húsinu við Vestugötu gekk upp nið-
ur í áranna rás. Bítlatískan og síðar
hippamenningin með tilheyrandi
hársöfnun karlmanna setti ljót strik
í reikningana. „Þegar allir fóru að
safna hári á sjöunda og áttunda ára-
tugnum þá var sáralítið að gera. Það
verður bara að segjast. Tískan var
sú meðal karlmanna að vera með
mikið hár. Samdrátturinn hjá okk-
ur rökurum varð mikill. Það bjarg-
aði að Fjóla konan mín hafði nóg að
gera á sinni stofu. Þetta ástand varð
þó til þess að ég stofnaði bílasölu
hér við rakarastofuna 1979, hrein-
lega til þess að afla meiri tekna. Í
allnokkur ár klippti ég menn og
seldi notaða bíla jöfnum höndum.
Ég hafði nægan tíma til að stússast
í bílasölunni fram undir 1990. Þá
hætti ég því og einbeitti mér aftur
að rakarastofunni.“
Þegar grannt er skoðað þá er
Hinni rakari hefur klippt og rakað Vestlendinga í hálfa öld:
„Hér hefur mikið verið klippt í áranna rás
og fjölmargt skeggrætt“
Hinni rakari á stofu sinni nú í desember. Í stólnum situr Skagamaðurinn Grettir Hákonarson og fær sína hársnyrtingu fyrir
jólin.
Hús rakarastofunnar sennilega einhvern tímann á fjórða áratug síðustu aldar.
Þarna hefur verið rakarastofa í 77 ár. Ljósm. Ólafur Árnason/Ljósm.safn Akraness.
Fyrsti rakarastóll á Akranesi er þessi
frá 1904 og því 110 ára á þessu ári.
Hann tilheyrði upphaflega Árna
Sigurðssyni sem fyrstur stundaði
hárskera- og rakaraiðn á Akranesi.
Síðar komst hann í eigu Hinriks sem
gaf Byggðasafninu í Görðum stólinn
árið 1976 ásamt ýmsum gömlum
rakáhöldum. Þessi mynd er tekin af
gripunum á safninu.
Hinrik mundar skærin á viðskipta-
vin einhvern tímann á sjöunda
áratugnum.
Ljósm. Helgi Daníelsson/Ljósm.safn
Akraness.